Fara í aðalefni.

Bestu hótelin á Höfn í Hornafirði

Trover mynd: David Bjorgen

Finndu hótel á Höfn

Trover mynd: David Bjorgen

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Finndu rétta hótelið á Höfn í Hornafirði

Höfn í Hornafirði er velþekkt sem helsti þéttbýliskjarni suðausturlands og er algengur áningarstaður þeirra sem aka hringinn eða eru að ferðast um Suður- og Austurland, enda hentuglega staðsett, 455 km frá Reykjavík. Náttúran er sennilega helsta aðdráttarafl Hafnar, enda er jöklasýnin stórfengleg frá bænum þar sem sjá má marga af skriðjöklum Vatnajökuls. Að auki setur nálægðin við hafið, sem næstum umlykur bæinn, mikinn svip á bæinn og allt bæjarlífið. Höfn í Hornafirði hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðafólk, hvort sem það eru ferðir á jökulinn eða nálæg náttúruundur, afslöppun í sundlauginni eða á golfvellinum á staðnum eða heimsókn í söfn eða á veitingahús bæjarins.

Áhugavert í nágrenninu

Margir ferðaþjónustuaðilar á svæðinu bjóða spennandi ferðir um Vatnajökulsþjóðgarð, sem svo sannarlega er heill heimur út af fyrir sig. Hægt er að ferðast um jökulinn á vélsleðum og jeppum, sigla um íshella á kajökum, fara í göngu- og klifurferðir og svo mætti lengi telja og óhætt að segja að náttúruunnendur hafi úr nógu að velja á svæðinu. Í bænum sjálfum er svo níu holu golfvöllur og góð sundlaug þar sem hægt er að slappa af eftir náttúruskoðun dagsins. Þeir sem vilja kynna sér menningu og náttúru staðarins ættu að koma við í Gömlubúð, sem er gestamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðar í Höfn. Þar er m.a. fjallað sérstaklega um farfugla og fuglalífið á svæðinu, en Hornafjörður er mikilvægur viðverustaður farfuglanna á ferðalagi þeirra yfir hafið. Einnig er sérstaklega farið í saumana á hlýnun jarðar og áhrif hennar á jöklana og náttúruna. Eins má ekki gleyma Þórbergssetri, sem er rétt fyrir utan bæinn, en þar er bæði sýning helguð Þórbergi Þórðarsyni og verkum hans og ljósmyndasýning úr Suðursveit, sem sýnir atvinnuhætti og mannlíf í sveitinni fyrr á tímum. Fiskveiðar eru ein helsta atvinnugrein Hafnar í Hornafirði og sér í lagi er bærinn þekktur fyrir humarveiðar, enda kemur stærstur hluti humarafla landsins í höfn í bænum. Það kemur því ekki á óvart að veitingahús bæjarins eru þekkt fyrir humarrétti og ætti enginn gestur bæjarins að láta góða humarveislu framhjá sér fara. Árlega er svo haldin Humarhátíð á Höfn sem jafnan laðar að mikinn fjölda ferðafólks.

Hótel á Höfn í Hornafirði

Þú finnur fjölbreytta gistingu á Höfn í Hornafirði, enda er staðurinn vinsæll viðkomustaður ferðafólks á leið um landið. Bæði er þar að finna meðalstór hótel með tugum herbergja, veitingastað og bar á staðnum og ýmiss konar þjónustu í boði allan sólarhringinn og líka úrval af smærri og heimilislegri gistiheimilum, sum með færri en 10 herbergjum. Þjónusta er jafnan svolítið minni á slíkum gistiheimilum, en mörg hver bjóða ókeypis þráðlaust net, úrval sjónvarpsstöðva og eldunaraðstöðu.

Hvar er gott að gista á Höfn í Hornafirði?

Gestir geta valið úr ýmsum gistimöguleikum í bænum sjálfum og eru þá að sjálfsögðu í þægilegu færi við alla verslun, menningu og þjónustu á Höfn í Hornafirði. En þar að auki eru nokkur hótel og gistiheimili í boði nokkuð fyrir utan bæinn. Fjarlægðina frá bænum vinna þau upp með fjölbreyttri þjónustu á staðnum auk þess sem nálægðin við náttúruna gerir utanbæjarhótelin án efa að spennandi gistimöguleika fyrir marga ferðamenn.

Hvernig kemstu til Hafnar í Hornafirði?

Flugfélagið Ernir býður reglulegt áætlunarflug til Hafnar í Hornafirði, en væntanlega koma flestir til bæjarins á einkabílum. Eins er hægt að taka strætó frá Reykjavík eða hvaðan sem er af Suðurlandi til Hafnar í Hornafirði og tekur ferðin að jafnaði um 7 klukkustundir. Rútuferðir eru einnig í boði í bæinn frá Norður- og Austurlandi.