Fara í aðalefni.

Hótel í Berlín

10 vinsælustu áfangastaðirnir fyrir Ísland

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Berlín: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Hótel í Berlín

Þetta er ein merkilegasta borg Evrópu, Berlín hin óhemjandi býður upp á menningu, stíl og sögu á hverju götuhorni. Hvort sem þú kannar Safnaeyjuna, sólar þig á strönd við bakka Spree-áar, eða sefar sterka keiminn sem karrípylsa skilur eftir sig með leirkrús af köldum bjór, þá er Berlín stútfull af einstökum upplifunum. Hún er fræg fyrir næturlífið, og veggir gömlu iðnaðarbygginga og vöruhúsa borgarinnar nötra undan bössum þegar að nóttu hallar og gímaldslegu staðirnir barmafyllast af tónlist, ljósum og stuði.

Það sem fyrir augun ber

Berlín samtímans er afslöppuð og ungleg borg, en hún hefur ekki gleymt fortíð sinni. Brandenborgarhliðið stendur nú sem minnisvarði Berlínar hinnar nýju og fagnar hruni Berlínarmúrsins og endursameiningar austur- og vesturhluta borgarinnar. Þessi stórfengilegi minnisvarði - þar sem hestvagn guðanna er höfuðdjásnið - er mjúklega upplýstur að nóttu, og fær öðru hvoru á sig skæran lit þegar blásið er til stórbrotinna ljósasýninga. Hliðið er nærri hinu jafn tilkomumikla Reichstag þinghúsi, sem var algjörlega tekið í gegn eftir lok kalda stríðsins. Hvelfing þessarar tilkomumiklu byggingar er glerregnhlíf sem veitir gestum 360 gráðu útsýni frá hjarta borgarinnar. Varðveitt veggjakrot, skilið eftir af sovéskum hermönnum meðan á orustunni um Berlín stóð, er líka til sýnis innandyra. Eins og Reichstag, og svo margar aðrar byggingar í Berlín, hefur hinn frægi Ólympíuleikvangur staðið sem klettur í gegnum sviptingar borgarsögunnar. Þessi auðþekkjanlegi leikvangur hýsti Ólympíuleikana árið 1936, sem og leiki á HM í knattspyrnu árin 1974 og 2006. Hertha BSC leikur heimaleiki sína hér, og það sjónarspil að sjá áhagnendur liðsins breyta austurkúrfu vallarins í litríkan hafsjó blárra og hvítra trefla og fána er nokkuð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Hótel í Berlín

Borg á stærð við Berlín býður upp á hótel sem hentar hvaða smekk, buddu, og kröfu sem er. Glæsihótel þar sem morgunverðarhlaðborðið er hlaðið upp í rjáfur og sundlaugarnar eru lýstar með kösturum og jafnhlýjar og böð, standa við hlið annarra þar sem notagildið er efst á baugi, þar sem gestir geta slappað af og notið flatskjársjónvarpa, þægilegra rúma og netaðgangs. Berlín hefur magnað aðdráttarafl fyrir bakpokaferðalanga sem halda fast um budduna, svo hagstæð og örugg herbergi á farfuglaheimilum bjóðast líka í stórum stíl.

Hvar á að gista

Hið útþanda Mitte hverfi er vinsælt meðal ungra gesta, þar sem það - ásamt austurhluta miðbæjarins - er þungamiðja næturlífs borgarinnar. Ef þér hugnast frekar að rölta um laufskrýddan garð en að ráfa heim eftir 48 tíma gleðskap klukkan 10 að morgni, þá gæti dvöl í Charlottenburg verið þér meira að skapi. Það hverfi er nálægt hjarta borgarinnar, þú getur hafið daginn á því að horfa á heiminn líða hjá á bekk í Tiergarten, eða tekið stuttan krók til Afríku í gegnum dýragarð Berlínar þar sem fílar og ljón finnast á sveimi.

Leiðin til Berlínar

Gestir fljúga til Berlínar um 2 flugvelli - sá stærri er Berlin Tegel, og smærri flugvöllurinn heitir Schönefeld. Tegel er tengdur borginni með rútu, en þar er engin S-Bahn eða U-Bahn lestarstöð. Rútuferðir koma þér samt sem áður auðveldlega til lestarstöðvanna. Berlin Hauptbahnhof er aðallestarstöð borgarinnar og þaðan kemstu til Parísar á 10 tímum og Kölnar á 4 tímum. Alexanderplatz er stór samgangnamiðstöð ef þú vilt taka strætó eða sporvagn til að kanna borgina, en besta ferðaleiðin er að finna vindinn í hárinu á reiðhjóli.

Berlín -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði