Fara í aðalefni.

Hótel í Frankfurt

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Frankfurt: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Hótel í Frankfurt

Berðu alþjóðleg listaverk augum innan glæsilegra gallerísala, fáðu þér lystigöngu gegnum víðfeðma grasagarða, og sigldu eftir hröðum bylgjum árinnar meðan þú kannar hjarta og sál heimsborgarinnar Frankfurt. Þessi einstaka þýska borg er gróðrastía menningarinnar, þar sem leikhúsum er troðið inn í götur miðbæjarins, aðþrengd beggja vegna af sjálfstæðum listagalleríum og íburðarmiklum tónleikahöllum. Stílhrein veitingahús með sælkeramatseðlum standa við óaðfinnanlegar götur, meðan vinsælir næturklúbbar láta dægurtónlistina óma um breiðgöturnar. Frankfurt er fjörug, nýtískuleg, og aðlaðandi, með reisulega borgarmynd sem svífur yfir grænu teppi Rínardalsins.

Það sem fyrir augun ber

Messe sýningarhöllin býður upp á næstum 600.000 fermetra af sýningarými og er þar er sannarlega sjón sögu ríkari. Hönnun hennar er sláandi, hringlaga og margra hæða, og aðeins póstmóderníski Messe Turm skrifstofuturninn við hliðina gnæfir yfir hana. Sjónvarpsþættir, uppákomur, og vörusýningar fara fram í þessum 10 sýningarýmum allt árið um kring. Víðfeðmir vellir dýragarða Frankfurt eru í borginni minni, bakvið undarlega lága rauða múrsteinsveggi svo maður sér dýralífríkin sem þeir umlykja í sjónhendingu. Þar er hægt að sjá 4.500 dýr í sínu náttúrulega umhverfi, hvort heldur það eru eðlur í röku regnskógarloftslagi eða tígrisdýr í veiðihug á sléttunni. Hin verðlaunaða Frankfurt ópera, í hjarta Willie Brandt torgsins, er heimili sýninga bæði gamalla og nýrra, sem og tónleika, í þessari heimsborg. Þú getur notið lifandi flutnings á Tosku í allri sinni dýrð og svo stigið út í tápmikið hjarta Frankfurt og fengið þér að borða á nálægu veitingahúsi sem sérhæfir sig í framandi matargerðarlist.

Hótel í Frankfurt

Frá tímalausum þokka fimm stjörnu orlofssvæðanna að vinalegri umgjörð ódýru hótelanna hefur Frankfurt eitthvað fram að færa sem hentar smekk og fjárráðum allra ferðalanga. Við Main-ánna, og um allt fjármálahverfið og Bahnhofsviertel hverfið, standa flest lúxushótelin í Frankfurt, en þau eru fjölmörg og auðfundin. Glæsilegar framhliðar eða háir skýjakljúfar, íburðarmiklar skreytingar og háþróuð tækni í hverju herbergi gera þér ljóst að hér er komið í eitt besta gistirými borgarinnar. Hótel á meðalverði eru yfirleitt prýðileg með fallegum og stórum herbergjum og annarri þjónustu eins og líkamsrækt, meðan ódýru hótelin í Frankfurt eru yfirleitt í úthverfunum. Þó þau bjóði kannski ekki upp á fínustu rúmfötin eða vínglös úr kristal eru þau oftast nær þægileg og nálægt góðum tengingum við miðborgina.

Hvar á að gista

Bahnhofsviertel er járnbrautarstöðvarhverfi Frankfurt, nýtískulegur, glerbyggingahannaður borgarhluti þar sem rafmagnslestir hafa forgang framyfir einkabílinn. Þetta er verslunar- og viðskiptahverfi, fullt af gnæfandi turnum og íburðarmiklum hótelum, þar sem hönnunarbúðir og fínir veitingastaðir fylla hverja breiðgötu. Miðaldabyggingar gamla bæjarins í Frankfurt umkringja frægasta torg borgarinnar, Römberg, steinilagt torg þar sem vörur eru boðnar til kaups í litríkum sölubásum og sum hótelanna í Frankfurt eru með útsýni yfir frægu Ostzeile-húsin til austurs.

Hvernig á að fara til Frankfurt

Flugvöllur Frankfurt tekur á móti alþjóðaflugi hvaðanæva að úr heiminum með nýtískulegri flughöfn og flugvöllurinn sjálfur er svo merkilegur að hann má sjá á mörgum vegvísum borgarinnar. Ferðir til miðborgar Frankfurt frá flugvellinum eru lítið mál, hvort heldur er með bílaleigubíl eða almenningssamgöngum enda rútur, leigubílar, lestir, og skutlur í boði til innri hverfa borgarinnar. Innan Frankfurt fara rafmagnslestir um göturnar og tengja vinsæla ferðamannastaði við þau fjölmörgu hótel sem bjóðast í Frankfurt.

Frankfurt -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði