Fara í aðalefni.

Hótel í Düsseldorf

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Duesseldorf: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Hótel í Düsseldorf

Düsseldorf stendur við bakka hinnar rólegu Rínar, og er alþjóðleg og fjölmenningarleg borg þar sem mörg alþjóða fyrirtæki og menningarviðburði er að finna. Meðfram lystigöngusvæðinu við Rínarbakka sérðu hefðbundna og margslungna húsagerðalist lifa góðu lífi við hlið nýtískulegra skýjakljúfa, end borgin öll frábær blanda þess gamla og nýja. Düsseldorf er í hjarta tísku- og auglýsingariðnaðar Þýskalands, og þar fara fram margar sýningar og kaupstefnur, ásamt öðrum eftirsóttum atburðum.

Það sem fyrir augun ber

Hin glerhvelfda Messe Düsseldorf er heimili fjölda kaupstefna, og þangað koma sendifulltrúar hvaðanæva að úr heiminum til að nýta sér þá nýtísku aðstöðu sem þar er. Ýmsa þjónustu má þar finna á mörgum hæðum, og miðstöðin getur hýst viðburði af hvaða stærðargráðu sem er, og sýningar standa oft yfir dögum saman. Ef þú þarft að slappa af eftir að ganga þinna viðskipaerinda ættirðu að kíkja á Königsalle garðinn. Göngustígurinn meðfram skipaskurðinum er skemmtilegur göngu, og það standa fínar tískubúðir við þessa indælu leið. Wochenmarkt Carlsplatz er innanhússmarkaður með básum sem svigna undan litadýrð ávaxta og grænmetis, ennfremur bíða unnar kjötvörur og ostar frá nærsveitum eftir því að þú smakkir á þeim. Á bjarta og nýtískulega Esprit vellinum fara fram margir landsleikir í knattspyrnu, sem og tónleikar sumra vinsælustu listamanna Þýskalands og heimsins. Í Kunsthalle Düsseldorf eru verk sumra þekktustu samtíðarlistamanna heimsins til sýnis, bæði er það um að ræða yfirstandandi sýningar og spennandi viðburði sem framkvæmdir eru af ögrandi listamönnum.

Hótel í Düsseldorf

Ef þú ert að leita að ódýrum hótelum í Düsseldorf þá er mikið úrval 2 til 3 stjörnu gistiheimila, hótela og gistihúsa út um borgina alla. Svona gisting er þrifaleg og einföld, en býður upp á marga aukavalkosti svo sem veitingahús, sjoppur, þráðlaust net, grill, og herbergi með einkabaðherbergjum. Ef þú ert að ferðast í viðskiptaerindum er kannski heppilegra fyrir þig að gista á fínna hóteli í miðborginni, þar sem þjónusta eins og þurrhreinsun, öryggishólf, skrifborð á herbergi, beinhringisímar, ókeypis dagblöð og flatskjársjónvörp bjóðast.

Hvar á að gista

Stadtmitte er í hjarta Düsseldorf og þar má finna kauphöllina, aðalútibú banka, ferðamiðstöðvar, og aðal verslunarsvæðin á sögulegum strætum. Við árbakkann er oft hægt að finna líflega markaði, sérstaklega þegar nær dregur hátíðunum og jólamarkaðurinn frægi lýsir upp svæðið. Gamli bærinn er fullur af heillandi, hefðbundnum byggingum og þar má finna hugguleg veitingahús, gangstéttakaffihús, steinilögð torg og óvanlegar tískubúðir. Norðurhluti borgarinnar er vinsæll hjá ferðalöngum í viðskiptaerindum sökum þess hve nálægt hann er flugvellinum og hve mörg hagnýt og hagstæð hótel má finna á svæðinu. Þaðan eru góðar samgönguleiðir inn í miðborgina svo þangað er auðvelt að fara á fundi eða til að slappa af.

Hvernig fer maður til Düsseldorf

Alþjóðaflugvöllur Düsseldorf er norðan við borgina, og ökuferð þaðan í miðborgina tekur innan við 15 mínútur. Þrátt fyrir það er ein auðveldasta leiðin til að komast á áfangastaðinn sú að nýta sér hraðskreiða og skilvirka almenningssamgangnakerfið. Þegar lent er í borginni fer sjálfvirka Skytrain þjónustan með þig á lestarstöð Düsseldorf flugvallarins og ferðin til aðallestarstöðvar Düsseldorf þaðan tekur innan við 15 mínútur, og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af umferð á álagstímum. Þeir sem ferðast um Neuss aðalstöðina eiga líka auðvelt með að komast á milli, en þaðan ganga beinar lestar frá flugvellinum sem taka minna en hálftíma.

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði