Fara í aðalefni.

Hótel - Vín - gisting

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Vín: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Sagan er svo sannarlega á hverju horni í Vín, hinni litríku höfuðborg Austurríkis, og yfir vötnum svífa tónar gömlu meistaranna Mozart, Brahms og Beethoven. Trjágöngin meðfram götunum auk hellulagðra, þröngra húsasunda setja svip sinn á borgina auk hinna fornu hallarbygginga sem gnæfa yfir með reglulegu millibili. En Vín lifir ekki eingöngu á fornri frægð, því þar má nú um stundir finna kröftuga nútímalistasenu, líflega kaffihúsamenningu og frábæra veitingastaði sem skarta sumir hverjir hinum eftirsóttu Michelin-stjörnum. Næturlífið er heldur ekkert slor því krár, barir og næturklúbbar Vínarborgar jafnast á við það sem finna má í mörgum helstu stórborgum Evrópu og þótt víðar væri leitað.

Áhugavert í nágrenninu

Hjarta Vínarborgar slær á Stephansplatz, líflegu torgi þar sem útilistafólk skemmtir gestum og gangandi, pör njóta kaffibolla á útikaffihúsum og spennandi verslanir má finna á hverju strái. Þar má einnig sjá hina mikilfenglegu Stefánskirkju, dómkirkju í gotneskum stíl sem skartar m.a. rauðu marmaraminnismerki um Friðrik III keisara og grafhvelfingu Eugens prins frá 18. öld. Þeir sem leggja það á sig að ganga upp 553 þrep fá í verðlaun óviðjafnanlegt útsýni yfir borgina. Hofburg-höll er ekki síðri áfangastaður, en þar má fá yfirlit yfir sögu borgarinnar, skoða fjölda safna, heimsækja Burg-kapelluna þar sem bjartar raddir drengjakórs Vínarborgar hljóma alla sunnudaga og líta við í spænska reiðskólanum (Spanische Reitschule) þar sem hinir stórglæsilegu Lipizzaner-hestar leika listir sínar. Schönbrunn-höllin er álíka mikilfengleg með sínum kristalskrónum og hvítu postulínsofnum og fara ferðalangar létt með að verja heilum degi í að skoða þessa mögnuðu 18. aldarbyggingu og garðinn umhverfis hana, sem skartar m.a. dýragarði. Ekki má heldur gleyma Ríkisóperunni í Vín þar sem hlýða má á óperur í heimsklassa alla daga ársins, enda er Ríkisóperan jafnan talin í hópi helstu óperuhúsa heimsins.

Hótel í Vín

Hótelin í Vín eru af öllum stærðum og gerðum og því muntu ekki eiga í neinum vandræðum með að finna gistingu sem hentar þínum þörfum og fjárráðum. Þeir sem vilja lúxus geta valið úr fjölda háklassahótela sem eru með innilaugar, heilsulindir og fyrsta flokks veitingastaði svo eitthvað sé nefnt. Herbergin eru eftir því, stórar svítur með öllum helstu þægindum upp á gamla mátann eða nútímaherbergi með heitum pottum, herbergisþjónustu og barmafullum míníbörum. Í miðverðflokknum eru fjölmargir gistikostir sem flestir bjóða upp á þráðlaust internet, flatskjái með gervihnattasjónvarpi auk kaffivéla og tekatla. Örlítið minna úrval er af hótelum í ódýrari kantinum í Vín, þannig að þeir sem vilja bóka þau ættu að huga að því með góðum fyrirvara.

Hvar er gott að gista?

Ef þú vilt gista í hjarta borgarinnar á ferðalagi til Vínar þá ertu í góðum málum í nálægð við Innerstadt Vienna, sem er í göngufjarlægð frá helstu kennileitum á borð við Stefánskirkju, Hofburg-höll og Ríkisóperuna. Ef þú vilt nálægð við ána er gott að vita að í Leopoldstadt, sem er í 2. hverfi, má finna fjölda hótela sem bjóða útsýni yfir Dóná, auk þess sem gott er að leita að hótelum nálægt Prater-garði, sem skartar m.a. hinu margfræga 64-metra háa Riesenrad-parísarhjóli. Neubau er vel tengt miðbænum en er að auki einnig með fjölbreytt úrval kaffihúsa, verslana og veitingahúsa og hentar því vel fyrir fjölskyldur sem vilja vera örlítið frá miðborgarysnum en samt ekki lengra frá en sem nemur nokkurra mínútna lestarferð.

Hvernig kemstu til Vínar?

Alþjóðaflugvöllurinn í Vín er rétt utan borgarinnar, í 16 km fjarlægð, en þar lenda flugvélar hvaðanæva að úr heiminum. Frá honum er einfalt að komast inn í borgina þökk sé góðum almenningssamgöngum. Ódýrast er að taka S-Bahn línu S7 til Wien-Mitte og taka þaðan línu U3 til Stephansplatz, sem er í hjarta miðborgarinnar. Einnig er hægt að taka City Airport lestina til Wien-Mitte eða taka Vienna AirportLines flugvallarrúturnar. Þegar til borgarinnar er komið er einfaldast að nota neðanjarðarlestarkerfið, sem samanstendur af fimm lestarlínum sem ganga á 2 – 7 mínútna fresti til allra helstu svæða borgarinnar.

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði