Fara í aðalefni.

Hótel í Kaupmannahöfn

10 vinsælustu áfangastaðirnir fyrir Ísland

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Kaupmannahöfn: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Kaupmannahöfn er afslappaðri en flestar höfuðborgir, en það er líka eitt af því skemmtilegasta við hana. Þrátt fyrir að á steinilögðum götum hennar sé líklegra að þú finnir ilm af nýbökuðu brauði eða sjávarseltu, en að þú takir eftir björtum ljósum og kliði annarra stórborga, þá býður Kaupmannahöfn gestum sínum upp á líflegt mannlíf. Hvort sem litið er til kaffihúsa eða næturklúbba, kráa eða sífellt hugvitssamari veitingastaða, er Kaupmannahöfn glæsileg borg þar sem toppur tilverunnar er að finna sér góðan stað til að hafa það huggulegt.

Það sem fyrir augun ber

Tívolíið er einn elsti skemmtigarður heims, og þó það sé meira eins og lystigarður heldur en samansafn ógnandi rússíbana, þá er það bara hluti töfranna. Hvort sem þú spásserar um garðana glæsilegu eða ferð um borð um eitthvert skemmtitækjanna mörgu - eins og rússíbanann úr timbri sem hefur skemmt fjöldanum síðan 1914 - þá er nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna. Í tívolíinu má m.a. líka finna leikhús, tónleikahús og lagardýrasafn. Ráðhústorgið er ekki bara góður staður til að slaka á eitt síðdegi eða svo í miðborginni, þar eru líka haldnar útiskemmtanir og mótmælastöður, sem má að hluta rekja til þess að þarna er ekki bara ráðhúsið, heldur líka skrifstofur eins stærsta dagblaðs Danmerkur, og veðurstúlkan fræga - gullstytta sem á má sjá hvort regnhlífar sé þurfi. 17. aldar bryggjusvæði Nýhafnar, með pastellituðu bæjarhúsunum, börunum og sjóminjasöfnunum, verður líka að heimsækja.

Hótel í Kaupmannahöfn

Það má vel vera að það sé afslappandi að heimsækja Kaupmannahöfn, en toppklassahótelin þar eru ekki of afslöppuð til þess að þóknast duttlungum þínum. Það eru margir möguleikar í boði þegar að því kemur að velja lúxushótel í Kaupmannahöfn, og nokkrar þekktar keðjur bjóða upp á fimm stjörnu umönnun í borginni. Á bestu hótelunum máttu búast við að finna heilsulindir, líkamsræktarsali og veitingahús. Á herbergjum ættirðu að búast við að hafa þráðlaust net innifalið, flatskjársjónvörp og kaffi- og tetæki. Hönnun og stíll eru allsráðandi í Danmörku, á mörgum lúxushótelanna má finna marmara, eða gömul húsgögn og innréttingar.

Hvar á að gista

Þú upplifir miðaldastemmingu ef þú gistir í miðborginni. En þröngu krókóttu strætin eru ekki eina ástæðan til að velja þessa miðlægu staðsetningu - auk þess að þú verður í nágrenni við torg og ferðamannastaði verðurðu líka í snertingarfjarlægð við hluti eins og kaffihúsin, arkitektúrinn, og sjálft Strikið sem gáfu borginni ævintýraljóma sinn. Nýhöfn er þekkt fyrir skipaskurðina, burstahúsin, og skuggsælu litaglöðu byggingarnir, auk þess að eitt óskabarna Kaupmannahafnar - Hans Christian Andersen - átti þar heima. Fína og gróðursæla hverfið Fredriksberg er fyrsta flokks valkostur vestan miðborgarinnar.

Leiðin til...

Um 9 kílómetra suðaustur af miðborginni er Kastrup, flugvöllur Kaupmannahafnar; erilsamur, alþjóðlegur tengiflugvöllur og líklegasta leiðin til borgarinnar. Það eru nokkrir ferðakostir frá flugvellinum til miðborgarinnar, m.a. ókeypis áætlunarferðir rútu og fljótlegri, en samt hagstæðar, lesta- og sporvagnaferðir sem skila þér í hjarta borgarinnar á u.þ.b. 15 mínútum. Hin íburðarmikla, timburbjálkaborna, aðallestarstöð er kannski frá 19. öld, en hún er nútímamiðstöð lestarferðalaga til og frá Kaupmannahöfn, og tengir borgina við Danmörku alla og Evrópu gjörvalla.

Kaupmannahöfn -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði