Fara í aðalefni.

Hótel í París

10 vinsælustu áfangastaðirnir fyrir Ísland

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

París: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Hótel í París

París er glæsileg heimsborg sem er hátt á óskalista margra ferðalanga, enda býður hún upp á veitingahús á heimsmælikvarða, notaleg kaffihús, og fræg kennileiti. Hún er líka mikilvæg menningarmiðstöð þar sem finna má sum virtustu listasöfn heims og marga viðburði. Margir koma til Parísar í viðskiptaerindum þar sem fjöldi fjölþjóðlegra stórfyrirtækja eiga þar höfuðstöðvar sínar.

Það sem fyrir augun ber

Eiffel-turninn frægi stendur stoltur í borgarmyndinni, og er stórkostlegt sjónarspil þegar hann er upplýstur á nóttinni. Gestir geta tekið lyftuna upp í topp, eða gengið upp þrepin, sem eru rúmlega 700, til að drekka mannvirkið almennilega í sig. Disneyland Paris er uppáhald barnanna og góður dagstúr. Í hjarta garðsins er ævintýrakastali, umkringdur litríkum leiktækjum og töfraheimum fullum af skemmtilegum persónum. Blikandi glerpíramídi Louvre-safnsins stendur í andstæðu við hina hefðbundnu Louvre-höll að baki hans; hleypir ljósi í rúmgóðu listrýmin rétt undir yfirborði jarðarinnar. Þar má finna þúsundir listaverka hvaðanæva úr heiminum, flestir gestanna laðast að lygnri fegurð Mónu Lísu og yfirgripsmikla safninu af málverkum frá endurreisnartímabilinu. Frúarkirkjan er fræg fyrir margslungna fransk-gotneska húsagerðarstílinn, með dramatísku ytra byrði úr hvítum steini og gullskreyttu innra byrði með háum loftum. Ef þú vil fá þér smart Parísarútlit, skaltu halda beint á hið munaðarfulla Galeries Lafayette, glæsilegt magasín á 10 hæðum með hönnunarfatnaði, aukabúnaði, förðunarvörum, og miklu fleiru.

Hótel í París

Það er mikið úrval hótela í boði í París, allt frá glæsilegum 5 stjörnu hótelum til hótela á hóflegu verði. Í nágrenni helstu ferðamannastaðanna finnurðu vinsæl 3 og 4 stjörnu hótel þar sem m.a. eru í boði móttökur sem eru opnar allan sólarhringinn með liðlegu og fjöltyngdu starfsfólki, farangursgeymsla, aðstoð við miða- og ferðakaup, innifalinn morgunverður, ritaraþjónusta, móttaka gestastjóra, og barir. Eftir langan dag í skoðunarferðum geturðu slappað af í þægilegu gestaherbergi sem býður t.d. upp á loftkælingu, hljóðeinangrun, LCD sjónvörp, MP3 vöggur, ókeypis dagblöð, ókeypis þráðlaust net, öryggishólf, beinhringisíma, hárblásara, og einkabaðherbergi.

Hvar á að gista

Eiffel-turninn - Orsay-safnið eru í 7. hverfinu, sem er fjölfarið ferðamannahverfi fullt af hótelum, veitingahúsum og frægum kennileitum. Þar sjást flottar íbúðir með svölum og háar raðhúsalengjur í skugga Eiffel-turnsins. Champs Elysées, eða 8. hverfið, liggur til Sigurbogans, og við þetta dæmigerða Parísarstræti finnurðu gangstéttakaffihús, litlar tískuverslanir, og bókabúðir - allsstaðar þarna er líflegt og menningarlegt andrúmsloft. Óperan - Magasínin í 9. hverfinu eru vinsæl, ásamt því að þetta er gróskumikið viðskiptahverfi þar sem bækistöðvar margra fjölþjóðlegra stórfyrirtækja er að finna.

Leiðin til Parísar

Roissy - Charles de Gaulle flugvöllurinn er u.þ.b. 25 kílómetra norður af París og þangað koma flug hvaðanæva að úr heiminum. Hægt er að fá leigubíla og bílaleigubíla á flugvellinum, en erfitt getur verið að eiga við umferðina á álagstímum. Almenningssamgöngur eru oftast miklu fljótlegri og ódýrari, og frá flugvellinum geturðu tekið TGV háhraðalestina sem kemur þér á Paris Nord stöðina á 25 mínútum. Orly flugvöllurinn er um 12 kílómetra suður af París, og þangað koma flug frá Evrópu og Norður-Afríku. Þaðan er sporvagn sem kemur þér á skiptistöð þar sem þú getur tekið neðanjarðarlest eða strætó sem kemur þér á Porte de Choisy á 40 mínútum.

París -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði