Fara í aðalefni.

Hótel - Manchester - gisting

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Manchester: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Þetta er fjölþjóðleg borg að rifna af lífsgleði, Manchester er sneisafull af söfnum, galleríum, og leikhúsum, svo ekki sé minnst á alla þá staði þar sem hægt er að dansa, drekka, og skemmta sér langt fram á morgun. Þegar við bætist heillandi iðnsaga, tónlistarhefð, og yfirdrifin ástríða fyrir fótbolta er komin borg sem skortir ekkert til að sjá, gera og taka þátt í.

Það sem fyrir augun ber

Þetta er háborg íþróttanna og Trafford í suðurhluta Manchester er bæði heimili heimavallar Manchester United og Lancashire County krikketklúbbsins. Ef þú ert að slægjast eftir skemmtan á heimsmælikvarða þá er hin risastóra tónleikahöll MEN Arena eitthvað fyrir þig, þar má hlýða á sumar skærustu samtíðarstjörnur tónlistarinnar, allt frá Kylie til Madonnu. Salford Quays unnu til verðlauna fyrir kristalslaga arkitektúr sinn og þar er boðin nýtískuþjónusta eins og hún gerist best í borgum við árbakkann. Þar finnurðu þekktar verslanir, hressileg kaffihús, og Lowry listamiðstöðina. Ef allt þetta stál og gler vekur upp hjá þér gróðurþrá eru Picadilly Gardens í miðborginni grasivaxið heimili seytlandi brunna og þar er gott að finna friðinn í borgariðunni miðri. 8 kílómetra vestur af miðborg Manchester er Trafford Centre, íburðarmikil marmaralögð verslunarmiðstöð í rokokkóstíl með svo mörgum búðum að m.a.s. ríkisbubbar fá nóg.

Hótel í Manchester

Í Manchester er gríðarlegt úrval hótela úr að velja. Í borginni má finna margar þeirra kunnulegu keðja sem þú gætir búist við og þær þjóna fjölskyldum og ferðalöngum í viðskiptaerindum vel, þar má oft finna afþreyingu og veitingahús á hótelinu sjálfu, á sama tíma bjóða sjálfstætt rekin hótel ýmsa möguleika fyrir ferðamenn með litla eða miðlungs kaupgetu. Ef þú vilt láta dekra við þig er úrval lúxushótela að finna í Manchester. Hvort sem þér hugnast smart samtíðarhönnun eða myndugleiki Viktoríutímans þá bjóða mörg fínni hótelanna upp á heilsulindir, líkamsræktir, og sælkeramáltíðir.

Hvar á að gista

Deansgate sendur eins og leið liggur í gegnum miðborg Manchester, með frábærar verslanir, bari og veitingastaði á báða bóga, og þaðan er þægilegt að kanna borgina. Við norðurendann er hin reisulega dómkirkja Manchester, byggð í gotneskum stíl. Í Stór-Manchester, strax fyrir vestan borgin, þá er Salford lífleg bækistöð sem vel er sinnt af almenningssamgöngum og þar er aðeins ódýrara að gista. Salford safnið og listagalleríið er þar að finna, og þú getur notið þess að dreypa á hanastéli við Salford Quays meðan þú drekkur í þig list og arkitektúr frá Viktoríutímanum. Suður af Salford er Trafford, sem þekkt er fyrir íþróttaleikvanga sína og nærliggjandi sögustaði.

Leiðin til...

Flugvöllurinn í Manchester er stærsti flugvöllur Bretlands utan London og þangað má reikna með að velflestir erlendir gestir lendi. Að komast á hótelið ætti að vera ódýrt og fljótlegt, þar sem frá flugvellinum eru lestir bæði til Piccadilly og Oxford Road stöðvanna á 20 mínútna fresti. Þeir sem ferðast með lest fara líklega í gegnum stærstu stöðvar borgarinnar, Victoria Station og Picadilly Station (sú fyrrnefnda þjónar langferðum að norðan og sú síðarnefnda að sunnan), við komu sína. Þaðan er auðvelt að finna tengingar til Salford Quays stöðvarinnar og afgangs Manchester.

Manchester -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði