Fara í aðalefni.

Hótel í Glasgow

10 vinsælustu áfangastaðirnir fyrir Ísland

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Glasgow: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Glasgow er stærsta borg Skotlands og umbreytti sér úr driffjöður iðnvæðingarinnar í líflegan leikvöll menningar, verslunar og skemmtunar. Verslun er listform á Stílmílunni í Glasgow, svæðinu í kringum Buchanan Street, Merchant City og Argyle Street. Breiðfylkingu flaggskipsmerkja og tískuverslana hönnuða er mætt af arkitektúr magasínana með sínu glitrandi gleri og smart útlínum. West End er jafn glæsilegt svæði þar sem arkitektúr frá Viktoríutímanum hittir fyrir bóhemandann sem ríkir á kránum.

Það sem fyrir augun ber

Hversu lífleg sem Glasgow kann annars að vera þá er Georgstorgið kyrrðarstaður í hjarta bæjarins þar sem þú getur hvílt fæturnar á milli verslunar- eða skoðunarferða. Torgið er umlukið arkitektúr frá Viktoríutímanum, með styttur af þekktustu sonum og dætrum Skotlands á báðar hendur, m.a. Robert Burns og Walter Scott, og upplagður staður til að ná áttunum og andanum. Buchanan Street er svar Glasgow við Oxford Street í London, og með sínum framsæknu galleríum sem standa við hlið skreytilistahúsa og byggingum í Játvarðsstíl, svo ekki sé minnst á hefbundna tónlist sem leikin er af sveitum í skotapilsum, þá er þarna veislu fyrir skilningarvitin að hafa. Mikilvægur hluti menningarlífs Glasgow nú til dags er SECC - sýningamiðstöðin á norðurbakka Clyde þar sem fara fram ráðstefnur, sýningar og tónleikar. Rólyndislegri upplifun er í boði í grasagörðunum, en þar er að finna gönguleiðir meðfram ánni, hitabelti og skóglendi, svo ekki sé minnst á tehúsið - þetta er brot úr Eden í borginni.

Hótel í Glasgow

Ef þú ert að leita að lúxus finnurðu hann á fjölda íburðarmikilla fimm stjörnu hótela í Glasgow. Flest fínustu hótelin bjóða upp á þægindi eins og innanhúss sundlaugar, heilsulindir, gufuböð og líkamsræktarstöðvar, sem og þráðlaust net og gervihnattasjónvarp. Flest hótelanna á meðalverði bjóða upp á þráðlaust net, flatskjársjónvörp og uppáhellingaraðstöðu, meðan á meðal keðjuhótelanna má finna mörg sem gera út á gesti í viðskiptaerindum og hafa fundarherbergi og nýsitækni til taks. Fjöldi þjónustuíbúða fæst til leigu, sem getur verið upplögð lausn fyrir fjölskyldur eða lengri dvalir.

Hvar á að gista

Ef þú ert að koma til að skoða þig um, versla og djamma, þá er miðborg Glasgow líklegast staðurinn sem þú vilt gista á, því þá verðurðu alltaf innan göngufjarlægðar frá aðalferðamannastöðunum, verslununum og öllum þeim börum, næturklúbbum og pöbbum sem hafa gert garð Glasgow frægan sem gleðiborgar. Það má líka finna lúxushótel í West End hverfi Glasgow, sem er sennilega betri valkostur fyrir þá sem sækja borgina heim til að sjá söfnin og galleríin, því þau verða öll innan göngufjarlægðar frá hótelinu, ásamt þeim óvanalegri og óhefðbundnari verslunum sem þar eru.

Leiðin til...

Gestir erlendis frá koma vanalega í gegnum alþjóðaflugvöll Glasgow, sem er um 16 kílómetra vestur af miðborginni. Reglulegar áætlunarferðir langferðabíla fara frá flugvellinum til Glasgow, og þó að það sé lestarþjónusta í boði þá þarf að taka rútu þangað. Prestwick flugvöllurinn, sem er smærri, tekur á móti mörgum komum lággjaldaflugfélaganna. Hann er 48 kílómetra frá miðborginni, en er þó með sína eigin lestarstöð. Gestir sem koma annarsstaðar frá á Bretlandi koma oftast á aðra hvora aðallestarstöðina í Glasgow - Central Station og Queen Street Station, en báðar eru í göngufjarlægð frá miðborginni.

Glasgow -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði