Fara í aðalefni.

Hótel í Edinborg

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Edinborg: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Höfuðborg Skotlands er gegnsósa af sögu, umkringd hólum og hæðum, hálandavötnum og hrjóstrugri strandlengju, og heimsókn þangað gefur manni þá upplifun að vera í nútímalegri borg með sögulegri sviðsmynd. Edinborg er stöðugt við suðumark lista og menningar, en uppúr sýður hvern ágúst þegar listafólk af öllu tagi safnast saman til að taka þátt í alþjóðlegu listahátíðunum - þeim stærstu í heiminum. Edinborg býður upp á allsnægtir til að sjá, gera, kaupa og borða, og þar eiga allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi.

Það sem fyrir augun ber

Byggður ofan á tappa kulnaðs eldfjalls, Edinborgarkastali er án nokkurs vafa höfuðdjásn borgarmyndarinnar. Konunglegi bústaðurinn er einstakur hluti borgarsögunnar og ofarlega á óskalista flestra gesta. Ef þú er meira fyrir verslun en söguna þá er Princes Street mílulöng paradís þekktra vörumerkja og hönnuða. The Royal Mile er þjóðleiðin gegnum steinilagðan gamla bæinn í Edinborg og þar má finna fjölda búða og skemmtilega blöndu veitingastaða, bara og afþreyingar. Til að komast í tæri við apa, mörgæsir og allskonar skepnur aðrar sem maður byggist ekki við að finna í Skotlandi er nauðsynlegt að heimsækja hinn 33 hektara dýragarð Edinborgar, sem er aukinheldur eini staðurinn í Bretlandi þar sem hægt er að sjá risapöndu. Þeir sem geta magnað upp hjá sér örlítinn dug geta klifið Artúrssætið, og þaðan fengið það mikla útsýni yfir borgina sem hinn goðsagnakenndi konungur er sagður hafa notið.

Hótel í Edinborg

Hótel í Edinborg eru allt frá yfirmáta smart lúxushótelum með Michelin stjörnu veitingahúsum og munaðarfullum heilsulindum, að hóflegri keðjuhótelum sem henta fjölskyldum betur. Íbúðir með eldunaraðstöðu eru í boði í miklu úrvali og bjóða upp á velútbúin eldhús og þjónustu gestastjóra. Edinborg er í fremstu röð á mörgum sviðum og til marks um það eru fjöldi vistvænu hótelanna í borginni, þar má líka finna marga gæludýravæna gistimöguleika. Fyrir ferðamenn sem standast ekki aðdráttarafl frís í borg, en njóta kyrrðarinnar, þá bjóða Lothian nærsveitirnar upp á afdrep fjarri ys og þys borgarinnar.

Hvar á að gista

Gamli bær Edinborgar, með sínum steinlögðu strætum og miðaldabyggingum, er sjarmatröll. Meðan á Edinborgarhátíðinni stendur eru aðalgatan og Hunter-torgið bráðlifandi 24/7, með götulistamönnum, hlátrasköllum og ljósmyndaglöðum ferðalöngum. New Town er þar rétt hjá, og þó að hverfið sé kallað „nýi bærinn“ þá er þar að finna mikið upphaflegs nýklassísks og Georgísks arkitektúrsins. Þar er Princes Street, þungamiðja verslunarinnar, og Þjóðargallerí Skotlands, og þetta hverfi er góð bækistöð ef þú vilt nýta þér svolítið af öllu. Haymarket er aðeins nokkrar mínútur frá miðbænum, og góð bækistöð fyrir þá sem vilja skoða sig um, þar sem West End hverfið vinsæla í Edinborg og hinn dáði dýragarður eru í grenndinni.

Leiðin til...

Ef þú ert að fara í skotferð til borgarinnar er líklegast að þú lendir á Edinborgarflugvelli. Hann er aðeins 13 kílómetra frá miðborginni og þar bjóðast bæði leigubílar og tíðar ferðir langferðabifreiða sem ættu að koma þér til leiðarloka á augabragði. Ef lestarferð skyldi af einhverjum ástæðum henta betur þá eru East Coast lestirnar besti kosturinn. Þetta er hraðskreiðasta lestaleið á milli borga í Bretlandi og ferðin frá London til Endinborgar ætti ekki að taka meira en 5 tíma. Þeir sem vilja ferðast enn ódýrar ættu að íhuga að ferðast með langferðabíl. Það er seinlegra en að fara með lest, en þú sparar helling.

Edinborg -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði