Fara í aðalefni.

Hótel í Brighton

Leitaðu að hótelum í Brighton

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Brighton: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Sumir kalla hana „London við hafið“ en í Brighton er líflegt andrúmsloft sem hvergi finnst annars staðar. Hvergi finnst það jafnskýrt og í þungamiðju bóhemana í North Laine, sem er full af litlum skrautmunabúðum, fornbókabúðum, fínum kökubúðum og mörkuðum með gömlum og góðum fatnaði. Hin langa sjávarsíða með sinni löngu bryggju hefur laðað múginn til sín í margar kynslóðir, og þegar kvölda tekur vakna barirnir og klúbbarnir til lífsins. Brighton er kannski kölluðu hin hýra höfuðborg Bretlands, en þegar öll kurl koma til grafar er Brighton borg allra sem vilja njóta lífsins.

Það sem fyrir augun ber

Allar umræður um Brighton hefjast með ströndinni. Já, hún er kannski ekkert nema steinvölur, en það skiptir varla máli þegar útsýnið yfir hafið er eins og það er. Á sumarmánuðunum vaknar svæðið allt til lífsins og hópur fólks flagmagar í sólinni: góð áminning um það að ekki þarf alltaf að fara til hefðbundinna strandstaða til að njóta lífsins í sólinni. Bryggjuna í Brighton verðurðu að heimsækja - smakkaðu nýju kleinuhringina og labbaðu bryggjuna á enda til að reyna þig við öll hefðbundnu skemmtitækin. Til að komast í hámenningarlegri upplifun er gott að kíkja á smábátahöfnina í Brighton. Þar má finna gnótt smart hönnunarbúða og veitingahúsa, og þú getur m.a.s. skellt þér í snekkjuferð ef sá gállinn er á þér. Þegar kemur að frægum ferðamannastöðum í Brighton verða þeir ekki magnaðri en Konunglegi skálinni, en þetta er hálfgerður loftkastali byggður í indverskum stíl fyrir Georg IV. Allir orðnir þreyttir eftir skoðunarferðirnar? Slappaðu af í grængresinu í Preston Park.

Hótel í Brighton

Borgin hefur lengi verið einn aðalferðamannastaður Bretlands, og þ.a.l. er úrval hótelanna í Brighton mikið. Sum eru táknmynd glæsileikans, með marmaraskreytingum, íburðarmiklum heilsulindum, og gamaldags börum sem myndu ekki stinga í stúf í sögu eftir Agatha Christie. Fíngerðari eru minni hótelin í Brighton sem finna má í Kemptown hverfinu fífldjarfa - sum þeirra eru yndislega skrýtin, án þess að munaði eins og rúmfötum úr egypskri bómull sé sleppt. Huggulegu gistiheimilin í Hove geta verið góður valkostur til að halda kostnaðinum niðri.

Hvar á að gista

Ef þú gistir í Brighton viltu vera í hringiðunni miðri. Miðborgin er frábærlega samþjöppuð, sem þýðir að þú getur verið í Konunglega skálanum aðra mínútuna og North Laine þá næstu. Eftir það er gaman að vafra um heimilislega völundarhúsið sem The Lanes eru - en þar er allt krökkt af forn- og skartgripabúðum - og enda svo á ströndinni. Flest hótel í Brighton má líka finna á þessu svæði, og úr mörgum þeirra er frábært útsýni yfir hafið, svo þú getur notið frísins í botn.

Leiðin til...

Gatwick flugvöllurinn er skammt frá Brighton. Og þar sem hann er einn af stærstu alþjóðaflugvöllunum er ekkert mál að komast með lest til Brighton lestarstöðvarinnar því þangað ganga lestir reglulega allan liðlangan daginn. Brighton er líka þægilega skammt frá höfuðborginni - aðeins um klukkustundar ferðalag með lest - svo þangað er auðvelt að komast ef þú lendir á öðrum flugvelli. Einn af höfuðkostum Brighton er stærðin - þegar á staðinn er komið er ólíklegt að þú notir leigubíla eða strætisvagna því það er auðvelt að komast fótgangandi á alla helstu ferðamannastaðina.

Brighton -Vegvísir og ferðaupplýsingar