Fara í aðalefni.

Hótel í Brussel

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Brussel: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Höfuðborg Belgíu hefur upp á margt fleira en súkkulaði og bjór að bjóða. Brussel er þungamiðja evrópskra stjórnmála, og fjölbreyttur og fjöltyngdur bræðslupottur. Í stórborgariðunni geturður fundið allt sem þarf til að eiga stórkostlega borgarferð. Fáðu þér labbitúr um miðborgina, sem er bæði glæst og söguleg, kíktu á eitthvert þeirra mörgu safna sem borgin hýsir, eða nýttu þér það úrval í mat, drykk og verslun sem í boði er. Þetta er miðja evrópskrar menningar, það er alltaf eitthvað að gerast í „Evrópuþorpinu“ - og það hættir ekki heldur þegar að sólin sest.

Það sem fyrir augun ber

Grand Place er eitt fallegasta torg Evrópu, og skylda að sækja það heim. Það er umlokið arkitektúr í barokk, gotneskum og Lúðvík 14. stíl og þar má líka finna ráðhúsið. Í grenndinni er Manneken Pis, lítil bronsstytta af dreng að stelast til að létta af sér, sem er umfjöllunarefni margra staðarsagna og oft skrautlega klædd á hátíðum borgarinnar. Konungshöllin er tignarlegri, enda byggð í nýklassískum stíl. Þar eru ókeypis skoðunarferðir í ágúst og september svo gestir geta drepið fæti í bústað kóngafólksins og borið íburðarmikla innviðina augum. Til að sjá eitthvað nútímalegra skaltu kíkja á hið 102 metra háa Atomium. Þessi glitrandi marghnatta bygging hermir eftir kristaleiningu járnkristals, margfaldaðri 165 billjón sinnum. Inni í efsta hnettinum er veitingahús þaðan sem víðsýnt er yfir borgina. Það er líka þess vert að skoða hið mikilvæga og reisulega hús Evrópuþingsins, þar bjóðast ferðir fyrir þá sem eru pólitískt forvitnir.

Hótel í Brussel

Hver sem fjárráðin eru, þá býður Brussel upp á mikið úrval hótela. Þeir sem hafa ríkmannlegan smekk þá er ýmiskonar 5 stjörnu gisting í boði. Hvort sem þér hugnast stórbrotinn lúxus gistingar á sögulegu hóteli eða nútímalegur glæsileiki smart smáhótels, þá er allt fáanlegt. Þeir sem þurfa að huga betur að buddunni geta líka fundið gnótt ódýrra hótela í Brussel, sem og nokkur skemmtileg gistiheimili lengra frá miðdepli borgarinnar. Á flestum gististöðum eru öll helstu þægindi til staðar, svo sem þráðlaust net og flatskjársjónvörp. Fyrir vistvæna ferðamenn býður Brussel upp á urmul hótela sem hlotið hafa Græna lykilinn.

Hvar á að gista

Til að vera í hringiðu borgarinnar velja margir gestir sér hótel í nágrenni miðborgarinnar og Grand Place. Þar eru margir vinsælustu ferðamannastaðir borgarinnar, ásamt fjölda fínna búða, veitingahúsa og vínveitingastaða. Nærri Midi-stöðinni er stóra og tískulega hverfið Saint-Gilles, og þar svífur mun meiri bóhemandi yfir vötnum. Röltu um göturnar þar sem standa hús í nýlistastíl, eða sittu með listaspírum á flottu kaffihúsi. Hið litríka Ixelles hefur eitthvað upp á að bjóða fyrir alla. Frábærar verslanir finnast í kringum Porte de Namur, ásamt menningu og næturlífi í efra hverfinu, þannig að þar er gott að gista ef dvölin á að vera lífleg.

Leiðin til...

Fyrir erlenda gesti þá er Brussel-flugvöllurinn næstur borginni, en hann er kallaður Zaventem af heimamönnum. Sá er 11 kílómetra norðaustur af borginni og þjónar bæði flugi frá Evrópu og Ameríku. Auðvelt er að komast til borgarinnar frá flugvellinum, enda ganga tíðar lestir á þrjár helstu stöðvar borgarinnar, þ.á.m. til aðalstöðvarinnar sem er vel tengd við neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Ferðalögin þar á milli taka 15 til 25 mínútur. Ef ferðast er með lest þá þjónar Midi-stöðin sunnan miðborgarinnar komum frá Evrópu allri í gegnum Eurostar. Til að ferðast ódýrar, en mun hægar, þá býður Megabus upp á rútuferðir frá London, París, og Amsterdam.

Brussel -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði