Fara í aðalefni.

Bestu hótelin í Dublin

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Finndu rétta hótelið í Dublin

Hið gamla og hið nýja kljást um athyglina í höfuðborg Írlands, þar sem stórbrotin georgísk byggingarlist og tilkomumiklir stálminnisvarðar standa hlið við hlið í þéttbyggðri miðborginni. Í Dublin, sem við Íslendingar köllum einnig Dyflina, skilja gróðursælir almenningsgarðar að nútímalegar verslunarmiðstöðvar og forn kennileiti sem dreifast víðsvegar um borgina. Næturlífið er fjörugt og skemmtilegt enda jafnast fátt á við að fá sér kollu af einum biksvörtum, gantast við hina vingjarnlegu íbúa borgarinnar og dansa síðan fram á nótt á næturklúbbunum.

Áhugavert í Dyflinni

Elsti háskólinn í Dyflinni, Trinity Collect, er umfangsmikil húsaþyrping sem tekur meira en 15 hektara af borgarlandinu. Einkennandi klukkuturninn gnæfir yfir aðaltorginu, en fyrir innan vesturinngang háskólasvæðisins, West Front, er ekki síður áhugavert svæði. Þar er til að mynda bókasafnið, þar sem finna má einn af gimsteinum írskrar sögu, Kells-bók, sem er kálfaskinnshandrit frá upphafi níundu aldar með guðspjöllunum fjórum. Á háskólasvæðinu fylgirðu í fótspor fjölda heimsfrægra fyrrum nemenda Trinity College, svo sem Oscar Wilde og Samuel Beckett og finnur fyrir nálægð sögunnar á hverju götuhorni. Sagan er ekki síður nálæg í Dyflinnarkastala sem stendur á sínum víkingagrunni í hjartanu á gömlu miðborg Dyflinnar. Hringlaga steinturn kastalans var byggður á 13. öld og hefur hann gegnt mikilvægu hlutverki í sögu Írlands alla tíð síðan. Ferðamenn geta farið í skoðunarferðir um kastalann og ættu engir áhugamenn um söguna að láta það fram hjá sér fara. Í góðu veðri er svo nauðsynlegt að ganga um St Stephens Green, fallegan og skemmtilegan almenningsgarð í hjarta borgarinnar. Skemmtanaþyrstir finna síðan eitthvað við sitt hæfi á Temple Bar sem er, þrátt fyrir nafnið, alls ekki bar heldur skemmtanahverfi á suðurbakka Liffey-árinnar þar sem pöbbar og klúbbar eru á hverju strái.

Hótel í Dublin

Þrátt fyrir að vera ekki mjög stór býður Dublin upp á fjölda fjölbreyttra gististaða. Þeir sem vilja íburð geta valið milli nokkurra fimm stjörnu hótela í borginni, en þar má fá brytaþjónustu, dýrindis síðdegiste að hætti heimamanna og rúm sem eru svo þægileg að maður hreinlega svífur inn í draumalandið. Mikill fjöldi gististaða í milliverðflokki býðst einnig í öllum helstu hverfum borgarinnar, en þar fæst jafnan þjónusta á borð við gervihnattasjónvarp og þráðlaust net auk þess sem boutique-hótelin á svæðinu eru tilvalin fyrir rómantískar helgarferðir. Þeir sem vilja finna ódýra gistikosti hafa einnig úr nægu að velja.

Hvar er gott að gista í Dyflinni?

Það er mjög hentugt að gista í miðborg Dyflinnar, enda ertu þá með mörg af þekktustu kennileitum borgarinnar í þægilegri göngufjarlægð. Á norðurbakka árinnar Liffey er stutt í verslanirnar á O'Connell Street, en á suðurbakkanum eru St. Stephen's Green, Grafton Street, Trinity College og Kristskirkjan á næsta leiti. Hið gróðursæla Ballsbridge – Sandymount er einnig vinsælt svæði fyrir ferðafólk auk þess sem finna má skemmtileg hótel meðfram Grand Canal sem bjóða frábært útsýni yfir höfnina í kring. Grand Canal-svæðið er einnig mjög hentugt fyrir fjölskyldur, því stutt er í Herbert almenningsgarðinn sem skemmtilegt er að rölta um á góðum degi. Í vesturhluta borgarinnar er einnig gott að gista enda eru þar margir spennandi staðir, til að mynda St. Patrick‘s dómkirkjan auk þess sem áhugafólk um vín og bruggun finnur á þessu svæði Guinness Storehouse, St James‘s Gate brugghúsið og Old Jameson áfengisgerðina sem allar bjóða ferðamenn velkomna í skoðunarferðir.

Hvernig er best að komast til Dyflinnar?

Dublin-flugvöllur er, eins og gefur að skilja, algengasta miðstöð þeirra sem koma erlendis frá til Dyflinnar og ganga rútur allan daginn milli flugvallarins og miðborgarinnar. Ferðin getur tekið allt frá 25 mínútum upp í klukkustund eftir því hvernig umferðin gengur fyrir sig. Dun Laoghaire-höfn er u.þ.b. 10 km suður af miðborginni, en þangað koma ferjur frá Wales og Englandi. Dyflin er að auki með tvær aðaljárnbrautarstöðvar; Heuston-stöðina, sem tengir borgina við vestur- og suðurhluta landins og Conolly-stöðina, sem er miðstöð lesta sem fara á austurströndina og í suðaustur af borginni auk lesta sem ganga til Belfast á Norður-Írlandi.

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði