Fara í aðalefni.

Hótel í Reykjavík

Leita að hóteli

  • Borgaðu núna eða síðar á flestum herbergjum
  • Ókeypis afbókun á flestum herbergjum
  • Verðvernd

Reykjavík: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Hótel Reykjavíkur

Reykjavík vinnur stöðugt á sem áfangastaður á heimsvísu, og ekki að ástæðulausu. Ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, sækjast í þau ævintýri sem borgin býður upp á, og þá sérstöðu sem nánd við náttúruna gefur borginni. Veitingastaðir í fínni kantinum standa við hlið huggulegra kaffihúsa, og litlar tískuverslanir keppa við stórar verslunarmiðstöðvar. Næturlífið getur stundum verið taumlaust, barirnir eru fjölbreytilegir og næturklúbbarnir halda uppi stuði þar til birtir af degi.

Það sem fyrir augun ber

Miðbærinn er eðlilega helsta aðdráttarafl Reykjavíkur, með úrval verslana, frábærra veitingastaða, handverksbrugghúsa, skemmtistaða og listasafna. Þar rétt hjá teygir Reykjavíkurhöfn sig út í bláan sjóinn og úti á hafinu vaggar fjöldi skipa og báta. Höfnin er hluti gamla bæjarins, og bóhemandinn svífur þar yfir vötnum. Þaðan fara bátsferðir, hvalaskoðunarferðir, og brettaferðir um bæinn. Ylströndin við Nauthólsvík er sláandi, manngerð smíð traustra veggja er skaga út í hafið. Með þessu móti er lónið verndað og þar er vatnshitastigið þægilegt, enda gerir sundfólk komur sínar þangað tíðar.

Hótel í Reykjavík

Borgin er kannski ekki stór á heimsmælikvarða en blómlegur ferðamannaiðnaður hefur orðið til þess að svo virðist sem að það sé hótel við flestar götur Reykjavíkur. Þar bjóðast allt frá ódýrum hótelum og gistiheimilum, sem er vel við haldið þó að verðmiðinn sé ekki svo ógnvænlegur, til rándýrra úrvalshótela sem bjóða upp á fallegt útsýni yfir sundin. Lúxushótel í Reykjavík kunna sitt fag og heilla gesti sína, og til viðbótar við nýtískulegar innréttingar, rúmgóð svefnherbergi, og háþróaða tækni, er oft boðið upp á heilsulindir og innanhúss sundlaugar. Líka er hægt að velja milli smart orlofshúsa og vinalegra gistiheimila, sem er enn eitt merki um þá fjölbreyttu flóru gistimöguleika sem boðið er upp á í þéttbýlinu.

Hvar á að gista

Reykjavík er borg án endamarka. Hún er full af byggingarsögulegum undrum, umkringd endalausu bláu hafi, og býður upp á næturlíf sem stendur fram á morgun. Hún er nýmóðins og vinaleg, með blöndu litríkra eldri bygginga og blákaldrar nútímahönnunar. Hótelin í Reykjavík henda þér beint í hringiðuna og fyrir ferðamenn er um margt að velja, hvort heldur er um snjósleðaferðir eða djamm á Austurstræti að ræða. Þekktar alþjóðlegar verslanir eru margar í verslunarmiðstöðvunum, og veitingastaðir finnast við höfnina og þeir bjóða oft upp á nýtt fiskmeti og lífrænt kaffi.

Leiðin til Reykjavíkur

Alþjóðaflug fer í gegnum Keflavíkurflugvöll, og þaðan má taka rútu inn í hjarta Reykjavíkur á rúmum hálftíma. Bílaleigubíla má taka af flugvellinum, og lúxushótel bjóða stundum upp á skutluþjónustu. Innan borgarinnar er auðveldast að fara ferðar sinnar gangandi. Þar má finna góðar gönguleiðir og fallega almenningsgarða sem hætta er á að þú missir af ef þú þýtur framhjá í bíl.

Reykjavík -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði