Fara í aðalefni.

Hótel á Akureyri

Trover mynd: Mark Durnal

Leitaðu að hótelum á Akureyri

Trover mynd: Mark Durnal

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

5 bestu hótelin á Akureyri

Finndu rétta hótelið á Akureyri

Akureyri vinalegur hafnarbær við norðurströndina sem gaman er að koma til, hvort sem það er til að njóta náttúrufegurðarinnar í Eyjafirðinum, mannlífsins í bænum eða skella sér á skíði í Hlíðarfjalli. Akureyri er gáttin að náttúrufegurðinni sem umlykur hana, marga göngu- og hjólreiðastíga má finna í grennd og skemmtilegt er að ganga um hafnarsvæðið og aftur inn í miðbæinn, en þar er huggulegt að setjast við arinn á notalegri krá á eftir.

Það sem fyrir augun ber

Hefðu morguninn á Akureyri með því að labba upp til Akureyrarkirkju, en þaðan er glæsilegt útsýni. Kirkjan var vígð árið 1940 og er einstakt dæmi um byggingargerðarlist miðbiks 20. aldarinnar. Steinþrep leiða upp að framhliðinni sem líkist klettavegg, og mörgum þykja spírurnar tvær efst á framhliðinni skemmtileg vísun í bauhaus-stílinn. Að því loknu skaltu verja síðdeginu í að kanna söfn Akureyrar og byrja á Minjasafninu, þar sem saga bæjarins er rakin. Skemmtilegt uppbrot er að fara á Leikfangasýninguna í Friðbjarnarhúsi, en þar má m.a. sjá gömul dúkkuhús og leikfangabíla. Kláraðu síðdegið á Akureyri með því að heimsækja Listasafnið á Akureyri, sem sérhæfir sig í kraftmiklum sjónlistum.Hótel á AkureyriAkureyri býður upp á fjölbreytt úrval hótela, gistiheimila, íbúða og orlofshúsa, þannig að þú ættir ekki að eiga í vandræðum með að finna réttu gistinguna fyrir þig. Þar má t.d. finna fornfræg hótel sem hafa fyrir löngu skipað sér sess í hjarta þjóðarinnar eftir að hafa boðið upp á fyrsta flokks gistingu um margra áratuga skeið. Þeir sem vilja eitthvað örlítið íburðarminna hafa líka úr ýmsu að velja, eins og t.d. heimilislegum gistiheimilum, íbúðahótelum eða jafnvel sumarbústöðum í grennd bæjarins sem eru notalegur valkostur fyrir þá sem vilja nóta kyrrðarinnar í Eyjafirðinum.

5 bestu hótelin á Akureyri

Ef þú ert að leita þér að rétta hótelinu á Akureyri er ekki úr vegi að skoða hvaða gisting á staðnum hefur vakið mesta lukku meðal ferðafólks á okkar vegum. Þau 5 hótel á Akureyri sem hafa fengið hæsta einkunn hjá gestum okkar eru:
  • AS Guest House
  • Gistiheimilið Bægisá
  • Viking Akureyri apartments
  • Akureyri Log Cabin
  • Gistiheimilið Sólgarðar

Komdu til Akureyrar!

Hvort sem þú ert að koma í helgarferð til Akureyrar og vantar góða gistingu á meðan eða ætlar að vera lengur þá er Hotels.com með rétta kostinn fyrir þig! Kynntu þér úrvalið og mundu að ef þú pantar gistingu á Akureyri geturðu fundið allt að 50% afslátt á völdum hótelum auk þess sem ef þú pantar 10 gistinætur færðu 1 ókeypis með Hotels.com Rewards vildarklúbbnum okkar.