Fara í aðalefni.

Hótel á Akureyri

Trover mynd: Lydia Marie

Leitaðu að hótelum í Akureyri

Trover mynd: Lydia Marie

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði

  • Borgaðu núna eða síðar á flestum herbergjum
  • Ókeypis afbókun á flestum herbergjum
  • Verðvernd

Hótel á Akureyri

Finndu rétta hótelið á Akureyri fyrir þig

Hvort heldur sem gestir eru innlendir eða erlendir, þá blasir við að Akureyri er vinalegur hafnarbær við norðurströndina. Bærinn býr yfir ríkulegri og fjölbreyttri menningararfleifð sem komast má í nánari snertingu við með því að heimsækja einhver fjölmargra safna bæjarins. Akureyri er gáttin að náttúrufegurðinni sem umlykur hana, marga göngu- og hjólreiðastíga má finna í grennd og skemmtilegt er að ganga um hafnarsvæðið og aftur inn í miðbæinn, en þar er huggulegt að setjast við arinn á notalegri krá á eftir.

Það sem fyrir augun ber

Hefðu morguninn á Akureyri með því að labba upp til Akureyrarkirkju, en þaðan er glæsilegt útsýni. Kirkjan var vígð árið 1940 og er einstakt dæmi um byggingargerðarlist miðbiks 20. aldarinnar. Steinþrep leiða upp að framhliðinni sem líkist klettavegg, og mörgum þykja spírurnar tvær efst á framhliðinni skemmtileg vísun í bauhaus-stílinn. Þegar inn er komið skapa steindu gluggarnir yfirjarðneska stemmingu þegar sólin skín í gegnum þá. Að því loknu skaltu verja síðdeginu í að kanna söfn Akureyrar. Hefðu daginn á Minjasafninu, þar sem saga bæjarins er rakin. Skemmtilegt uppbrot er að fara á Leikfangasýninguna í Friðbjarnarhúsi, en þar má m.a. sjá gömul dúkkuhús og leikfangabíla. Kláraðu síðdegið á Akureyri með því að heimsækja Listasafnið á Akureyri, sem sérhæfir sig í kraftmiklum sjónlistum. Áður en slökun kvöldsins hefst er tími til að skreppa í labbitúr um kyrrláta göngustíga lystigarðarins og anda að sér höfgum blómailminum.

Hótel á Akureyri

Að gista á einhverjum þeirra hótela Akureyrar sem finna má við rætur Akureyrarkirkju er uppskrift að afslöppuðu og fáguðu fríi. Hvítmálaðir innviðirnir og nýtískulegu svörtu húsgögnin eiga fullkominn samhljóm við nákvæma þjónustuna, hágæða veitingahúsin og fágaðar setustofurnar. Ef þú vilt gista á ódýrari hátt þá bjóða 3-stjörnu hótel í miðbænum upp á stór herbergi með baði þaðan sem er glæsilegt yfir Pollinn, auk þess sem þau bjóða upp á staðgóðan morgunverð. Hefðbundari gistimöguleikar bjóðast í þeim fjölskyldureknu gistihúsum sem finnast vítt og breitt um sveitir Eyjafjarðar umhverfis Akureyri.

Hvar á að gista?

Með gistingu í miðbæ Akureyrar ertu steinsnar frá þeim fjölda safna, glæsilegu veitingahúsa og skemmtilegu gatna með sérvöruverslunum sem bærinn býður upp á. Vinalegir heimamenn skapa hlýlegt smábæjarandrúmsloft sem gerir svæðið upplagt fyrir friðsælt fjölskyldufrí eða stutta rómantíska ferð. Gott er að gista austan miðbæjarins ef hugur stendur til að nýta sér óviðjafnanlegt útsýnið frá Akureyrarkirkju til fullnustu. Norðan miðbæjarins verður hafnarsvæðið að glitrandi ármynni, og þar er gott að gista ef maður vill upplifa sig í örmum íslenskrar náttúru og í faðmi snæviþakinna fjallanna hinum megin fjarðarins.

Leiðin til Akureyrar

Flestir íslenskir ferðamenn fara sennilegast á eigin bíl til Akureyrar, en svo er auðvitað líka hægt að skella sér í með innanlandsflugi til Akureyrarflugvallar, auk þess sem einn kosturinn enn er að taka rútu. Þegar til Akureyrar er komið er auðvelt að kanna bæinn fótgangandi eða hjólandi, auk þess sem strætisvagnar eru ókeypis á Akureyri.