Fara í aðalefni.

Hótel í Kópavogi

Leitaðu að hótelum í Kópavogur

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Hótel í Kópavogi

Hótel í Kópavogi

Það eru alkunn sannindi að gott sé að búa í Kópavogi og það má að sjálfsögðu yfirfæra á þá sem eru á ferðalagi um landið – það er ekki síður gott að gista í Kópavogi! Kópavogur nýtur þess að vera í næsta nágrenni við höfuðborgina þannig að stutt er í ys og þys miðbæjarins – einungis um 10 mínútna akstur – en jafnframt er stutt að sækja kyrrð og ró fyrir þá sem það kjósa. Ekki má heldur gleyma að Kópavogur er örlítið styttra frá Keflavíkurflugvelli og hentar því vel fyrir þá sem eru á leið í flug. Í Kópavogi má finna blómlega verslun, bæði á miðbæjarsvæðinu og í Smáralind og nágrenni auk þess sem útivistarsvæði eru mörg og skemmtileg, hvort sem gengið er meðfram höfninni á Kársnesinu eða eftir græna beltinu sem umlykur bæjarfélagið frá Fossvogsdalnum, Elliðaárdalnum og Kópavogsdalnum alveg upp að Elliðavatni.

Áhugavert í nágrenninu

Hjarta Kópavogs er miðbærinn og Hamraborgin, þar sem finna má fjölbreytta verslun en ekki síður áhugaverð söfn á borð við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þar er áhersla lögð á dýra- og steinaríkið með fjölbreyttu safni dýra af ýmsum stærðum og gerðum auk þess sem hægt er að kynnast jarðfræði Íslands betur með því að skoða margar af helstu bergtegundum landsins. Skammt undan er svo Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn, þar sem ávallt eru spennandi sýningar í gangi með verkum margra af helstu listamanna landsins. Efst á Kársnesinu trónir svo eitt helsta kennileiti bæjarins, Kópavogskirkja, og þaðan má líka fá frábært útsýni til allra átta. Annar kjarni Kópavogs er svo Smáralind og hverfið í kring, en Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins, sem státar, auk verslana, af einu fullkomnasta kvikmyndahúsi landsins og Smáratívolíi þar sem finna má spennandi tívolítæki, leiki og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

Hótel í Kópavogi

Úr ýmsu er að velja þegar kemur að hótelgistingu í Kópavogi. Þar má finna allt frá meðalstóru þriggja stjörnu hóteli með bar, tölvuaðstöðu og sólarhringsopnun yfir í lítil og heimilisleg gistiheimili þar sem gott er að slappa af og njóta nálægðarinnar við íbúa Kópavogs. Einnig má leigja íbúðir fyrir þá sem vilja vera alveg út af fyrir sig í heimsókninni til bæjarins og þannig útbúa sér heimili að heiman meðan á dvölinni stendur. Úrvalið er allavega nægt – þú getur alltaf fundið gistingu við þitt hæfi í Kópavogi.

Hvar er gott að gista?

Hvar sem þú gistir í Kópavogi gerir stærð bæjarins það að verkum að stutt er að fara í flesta þjónustu og stutt að finna almenningssamgöngur ef þú vilt kanna nágrannasveitarfélögin betur. Útivistarfólk getur alltaf fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru göngur eftir Kársnesinu þar sem þú andar að þér sjávarloftinu eða göngur út úr bænum að Elliðavatni eða jafnvel enn lengra upp í útivistarparadísina Heiðmörk.

Hvernig kemstu til Kópavogs?

Það er ekki flókið að komast til Kópavogs hvaðan sem gestir koma. Þeir sem koma erlendis frá keyra einfaldlega Reykjanesbrautina frá Keflavíkurflugvelli, hvort sem það er með flugrútu, leigubíl eða bílaleigubíl, í átt að Reykjavík og keyra þá inn í bæinn eftir að hafa farið í gegnum Hafnarfjörð. Þegar komið er með innanlandsflugi er Kópavogur rétt handan Nauthólsvíkur, þótt keyra verði í nokkrar mínútur til að komast hinumegin við víkina. Þeir sem eru í Reykjavík eða koma inn í borgina að norðan eða austan eru svo bara örstutta stund að komast yfir í Kópavog, enda liggur bærinn meðfram Reykjavík allri sunnanverðri og sjaldnast meira en 10 mínútna akstur á milli.