Fara í aðalefni.

Hótel í Keflavík

Leitaðu að hótelum í Keflavík

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

5 bestu hótelin í Keflavík

Hafðu það gott í Keflavík

Bítlabærinn á Reykjanesinu er þekktur fyrir fiskveiðar og auðvitað þægilega staðsetning við Keflavíkurflugvöll. Í Keflavík er gott að slaka á og njóta útsýnisins yfir höfnina og náttúrunnar í næsta nágrenni. Meðal þeirrar afþreyingar sem ferðafólki býðst er að skella sér í hvalaskoðun og sjá allt frá hnúfubökum til háhyrninga, en blómlegt menningarlíf er einnig á staðnum auk fjölbreyttra sögustaða. Keflavík er jafnframt vel staðsett, því auk nálægðarinnar við flugvöllinn er Reykjavík í um það bil hálftíma fjarlægð og einungis tekur um 15 mínútur að aka í Bláa lónið, einn þekktasta og vinsælasta ferðamannastað landsins.

Áhugavert í nágrenninu

Víkingaheimar eru meðal mest spennandi ferðamannastaða á Reykjanesinu en í safninu, sem hýst er í nútímalegri byggingu við útjaðar bæjarins, er fjallað um hinn heillandi menningarheim víkinganna. Litið er til goðafræðanna og trúarbragða almennt, víkingalistar og handverks og daglegt líf þessara forfeðra okkar. Krúnudjásn sýningarinnar er skipið Íslendingur, sem er eftirlíking af Gauksstaðaskipinu sem fannst við fornleifauppgröft í Noregi árið 1882. Íslendingi var siglt til New York árið 2000 til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Vesturheims þúsund árum fyrr en fékk svo varanlegan dvalarstað í Víkingaheimum. Fyrir þá sem vilja kynnast sögu svæðisins enn betur eru Duus safnahúsin, Menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar frábært fyrsta stopp. Duus safnahúsin eru nokkrar byggingar sem hýsa m.a. Byggðasafn Reykjanesbæjar, Listasafn Reykjanesbæjar og Bátasafn Gríms Karlssonar. Það síðasttalda er stórkostlegt yfirlit yfir arfleifð íslensks sjávarútvegs sem sjá má í yfir 100 líkönum af bátum og skipum úr flota landsmanna, sem listasmiðurinn Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri úr Njarðvík, smíðaði. Fáir ferðamenn heimsækja Reykjanesið án þess að baða sig í hinu hlýja og ómótstæðilega Bláa lóni, en fjölbreytt steinefni lónsins eru talin nýtast vel við meðferð á ýmsum húðsjúkdómum.

Hótel í Keflavík

Þótt hótelin í Keflavík séu kannski ekki sérstaklega mörg, þá eru þau nógu fjölbreytt til að allir ferðamenn geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má m.a. finna sumarbústaði, einföld og heimilisleg gistihús og nútímaleg og glæsileg hótel með fullri þjónustu. Margir af gististöðum bæjarins bjóða upp á þjónustu á borð við heita potta, veitingastaði og bari og sumir þeirra eru jafnframt með aðstöðu fyrir viðskiptaferðalanga, t.d. fundarherbergi og viðskiptamiðstöðvar. Á herbergjum má oftast finna tekatla og kaffivélar og fá aðgang að neti og fjölbreyttum sjónvarpsstöðvum auk þess sem sumir staðir bjóða einnig upp á DVD-spilara. Til að auka enn á þægindin bjóða mörg af hótelunum í Keflavík upp á innifaldan morgunverð, bílastæði og skutl á flugvöllinn.

Hvar er gott að gista í Keflavík?

Hvar sem hótelið þitt er í Keflavík gerir stærð bæjarins það að verkum að auðvelt er að komast allra sinna ferða fótgangandi og stutt er í flesta þjónustu. Þar á meðal má finna fjölda veitingastaða, kaffihúsa og verslana auk lítilla listagallería sem sýna og bjóða til sölu verk íslensks listafólks. Útivistarfólk getur auðveldlega fundið spennandi gönguleiðir úr bænum og höfnin er skammt undan fyrir þá sem vilja fara í hvalaskoðun. Svo er auðvitað stutt í höfuðborgina og einfalt að komast þangað með reglulegum rútuferðum.

Fimm bestu hótelin í Keflavík

Það er úr mörgu að velja þegar kemur að því að finna rétta gististaðinn í Keflavík. Til að gefa þér örlitla hugmynd um hver gætu verið bestu hótelin á svæðinu þá er hér listi yfir þá fimm gististaði í Keflavík sem hafa fengið hæstu einkunnina hjá gestum okkar:
  • Guesthouse 1x6
  • Svítan gistiheimili og íbúðagisting
  • Keflavik Luxury Apartments
  • Hótel Duus
  • Hótel Berg

Hvernig kemstu til Keflavíkur?

Það er sérstaklega auðvelt að komast í bæinn fyrir þá sem koma fljúgandi erlendis frá, enda er Keflavíkurflugvöllur í nokkurra mínútna fjarlægð. Hann er miðstöð millilandaflugs og þjónustar flug til og frá mörgum af helstu borgum Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada. Þeir sem koma með flugi geta auðveldlega komist til Keflavíkur með leigubílum, flugvallarrútunni eða flugvallarskutlunum sem sum hótelanna bjóða gestum sínum upp á ókeypis. Þeir sem koma frá Reykjavík keyra einfaldlega Reykjanesbrautina, ýmist á eigin bílum eða með rútu. Sífellt fleiri sem eru að fara erlendis með morgunflugi nýta sér möguleikann á að gista nóttina áður í Keflavík, fá bílastæði í boði hótelsins, láta skutla sér á völlinn um morguninn, sækja sig aftur þegar heim er komið og fá akstur beint í bílinn. Frábær lausn til að sofa svolítið lengur fyrir flugið og einfalda lífið á brottfarardegi.