Fara í aðalefni.

Hótel í Arona

Trover mynd: Dannie Colombo

Leitaðu að hótelum í Arona

Trover mynd: Dannie Colombo

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Arona: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Hótel í Arona

Arona er skemmtilega gamaldags bær á bökkum ítalska hluta hins merlandi Maggiore-vatns, í hinu norðlæga og grösuga Novara-héraði. Þú getur rölt um friðsæla og trjávaxna almenningsgarða Arona og legið í makindum þínum á strönd vatnsins, sem er við hliðina á miðbænum sögulega. Eftir að verja deginum í að skoða þær fjölbreyttu kirkjur og kapellur sem Arona hefur upp á að bjóða er upplagt að fá sér frískandi sundsprett í kristalstæru vatni Maggiore, þar sem snæviþaktir toppar alpanna, lýstir af gylltri sól Ítalíu, eru ógleymanlegt baktjald.

Það sem fyrir augun ber

Eftir að þú vaknar við að roðin morgunsólin breiðir geisla sína yfir lygnt og merlandi Maggiore-vatnið skaltu halda til Via San Carlo, aðalgötunnar í norðurhluta bæjarins, þar sem flest það sögulega sem fyrir sjónir ber í Arona er að finna. Byrjaðu við Þrenningarkirkjuna, byggingu þar sem hátt er til veggja og steinarnir sléttir, en þar inni er einstaklega velmálaða altarismynd að finna. Þessi kirkja tengist við Borromeo-húsið - sem skipar stóran sess í arfleifð Arona - þar sem bleik blóm bruma í brestum máðrar framhliðarinnar. Vitaliano Borromeo - en hann var úr Borromeo aðalsfjölskyldunni - var greifinn af Arona, og skjaldarmerki fjölskyldunnar, sem á eru hvítur einhyrningur og skærgult sítrónutré, má enn sjá á húsinu. Áður en þú dýfir þér í frískandi stöðuvatnið skaltu koma við á Villa Ponti, glæsilegri gulbrúnni villu með grænum bakgarði, þar sem sjá má nútímalistasafn sem er til fyrirmyndar.

Hótel í Arona

Gistu á 3-stjörnu hóteli miðsvæðis í Arona til að vera á þægilegum og hentugum stað. Á þessum ódýru hótelum eru ókeypis þráðlaust net, litlir bar, skemmtilegir möguleikar til að borða undir berum himni, og stór herbergi með innangengt á baðherbergið; í herbergjum eru skansgluggar með útsýni yfir stöðuvatnið bláa. Til að komast í gistingu sem er varla af þessum heimi skaltu gista á 5-stjörnu hóteli í Arona sem getur státað sig af lokrekkjum, fágaðri innanhússhönnun gamla heimsins, töfrandi þakveröndum og óviðjafnanlegri þjónustu gestastjóra. Ef þú ert á höttunum eftir lúxus á hagstæðara verði þá býður Arona upp á mikið úrval frábærra 4-stjörnu hótela út um allan bæ, allt frá griðastöðum við vatnsbakkann að blómaþöktum byggingasamstæðum.

Hvar á að gista

Ef þú gistir örlítið til austurs kemstu í nána snertingu við stöðuvatnið á sama tíma og þú ert í göngufæri við kaffihús, bari og veitingahús miðbæjar Arona. Verðu deginum í afslöppun á stöðuvatnsbakkanum og sund - eða kajakróður - eftir vatninu, og njóttu svo glass af Barolo víni, en það er rósrautt og framleitt á staðnum, með smjörkenndu Agnolotto-pasta á eftir. Til að komast í snertingu við einstakt og sérstakt smábæjarandrúmsloft skaltu gista í nærliggjandi þorpi sem heitir Oleggio Castello, en yfir því gnæfir kastali í gotneskum stíl. Ef þú vilt láta dýrðlega náttúrufegurð Arona umlykja þig skaltu tjalda fyrir sunnan bæinn, í skóglendi friðlandsins sem þar er.

Leiðin til... Arona

Næsti flugvöllur við Arona er hinn litli Malpensa alþjóðaflugvöllur, sem er á Stór-Mílanó svæðinu. Það er hægt að fljúga til Malpensa allt árið um kring og annaðhvort leigja bíl eða hoppa upp í fyrirfram bókaðan leigubíl þegar að þú lendir. Þú þeysir gegnum vínekrur og ólífulunda Novara-héraðs og verður komin til Arona á um 35 mínútum. Nokkur fjöldi hótela í Arona býður annaðhvort upp á ókeypis skutluþjónustu til og frá flugvellinum, eða innheimta hóflegt gjald fyrir. Þegar til Arona er komið er lítið mál að ferðast á tveimur jafnfljótum, en það getur líka verið gaman að leigja hjól og svífa um kyrrlátar göturnar.