Fara í aðalefni.

Hótel í Amsterdam

10 vinsælustu áfangastaðirnir fyrir Ísland

Finndu gististað

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Amsterdam: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Einkennismerki Amsterdam eru skipaskurðir, kaffihús og menning. Amsterdam er þversagnakennd borg sem sérhæfir sig í afslöppuðu andrúmslofti og hámenningu. Í Amsterdam eru listir teknar alvarlega, og af gefnu tilefni þar sem Vincent Van Gogh, óskabarn borgarinnar, málaði sum mestu meistaraverk síðustu aldar, mörg þeirra má finna á safninu sem tileiknað er honum. Á ferð um borgina, annaðhvort á tveimur hjólum eða eftir skipaskurðinum, uppgötvarðu afslappaða tempóið sem slakar þér niður, og það löngu áður en þú færð þér bjór á frægu kaffihúsi. Amsterdam er einstakur griðastaður, gegnumsýrður sígildri tónlist og byggingarlist 17. aldar, en samt klárlega nútímalegur.

Það sem fyrir augun ber

Amsterdam er borg gönguferða eða hjólreiðatúra og í hjarta hennar situr Dam-torgið, með Nýkirkjunni, Konungshöllinni og Frelsisminnismerkinu sem horfir yfir þennan glæsilega borgarhluta. Það er fleira en söfn og minnismerki að finna, fjöldi veitingahúsa, kaffihúsa og götulistamanna keppast við að fanga athygli þína. Það er sannarlega fjölmenni á staðnum, en þrátt fyrir mannfjöldann er þetta góður staður til að slappa af og horfa á lífið líða hjá. Safn Önnu Frank er staðsett miðsvæðis og er átakanleg ferð inn í voðaverk síðustu aldar, en þó þetta sé harmsaga þá er það að sjá felustað hennar, fyrir aftan bókaskáp, og stíga inn í heim hennar áminning um sigur viljans, m.a.s. í svona hrikalegum sögulegum aðstæðum. Önnur Amsterdam stofnun með harmrænu yfirbragði er Van Gogh safnið, sem á stærsta safn málverka þessa snillings borgarinnar.

Hótel í Amsterdam

Þrátt fyrir að Amsterdam sé afslöppuð borg þá er ekkert kæruleysi í gangi þegar að lúxusgistingu kemur. Fimm stjörnu hótel í Amsterdam finnast um alla borgina, nokkur fjöldi þeirra er við Dam-torgið, sem bjóða upp á koddavalseðlana og ofnæmisprófaða rúmfatnaðinn sem búast má við á úrvalsstöðum. Ókeypis þráðlaust net og flatskjársjónvörp eru í boði, og flest framúrskarandi hótel hafa líka uppáhellingaraðstöðu. Mörg fimm stjörnu hótelanna hafa heilsulindir og líkamsrækt á staðnum, auk þess að bjóða upp á viðskipta- og ráðstefnuaðstöðu, hvert heldur þau eru hluti af þekktum lúxuskeðjum eða einstakt sjálfstætt gistihús.

Hvar á að gista

Á svæðinu í kringum Dam-torgið og Aðalstöðina eru byggingar frá miðöldum, og 17. og 18. öld, og þar er griðastaður þeirra sem leita gullaldarinnar í nútímanum. Þetta hverfi er í göngufjarlægð frá veitingahúsunum á Nieuwmarkt og forngripunum á Waterlooplein-torginu. Grænna, og oft dýrara, er Safnahverfið til suðurs, þar sem þú verður í nágrenni Van Gogh safnsins og á besta stað til að kíkja á líflega stúdentahverfið De Pijp til að upplifa öðruvísi kvöldstemmingu. Til að komast í blómumhlaðna, gamaldags upplifun gætirðu farið Síkjahringinn, sem er skeifulaga um miðju bæjarins.

Leiðin til...

Erlendir gestir til Amsterdam koma líklega til Schiphol-flugvallar, um 18 kílómetra suðvestur af borginni. Frá flugvellinum eru frábærar almenningssamgöngur til miðborgarinnar, enda nýtir stór floti langferðabíla sér fráteknar akreinar og koma þér yfirleitt inn í hjarta borgarinnar á u.þ.b. hálftíma. Einnig tengir lestarstöð flugvöllinn við borgina og alþjóðlegar lestasamgöngur. Aðalstöðin er tengd inn á vítt net evrópskra borga með járnbraut, t.d. er París í um 4 og hálfrar klukkustunda fjarlægð með lest. Stöðin er miðsvæðis í borginni.

Amsterdam -Vegvísir og ferðaupplýsingar

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði