Frábær staðsetning. Veitingastaðir, söfn og verslanir allt í kring að ógleymdu Brandenborgarhliðinu. Hótelið er með glæsilegu lobbýi og ekkert til sparað þar og starfsfólkið uppstrílað og flott. Herbergið olli mér vonbrigðum, frekar sjúskað og teppin á göngunum hrikalega skítug. Þetta er frekar dýrt hótel, ætli það sé ekki bara staðsetningin.