10/10 Stórkostlegt
25. ágúst 2011
Gott hótel á frábærum stað.
Hótelið er frábærlega staðsett í hjarta miðbæjarins og stendur við göngugötu þar sem mannlífið iðar, með verslunum og veitingastöðum. Þrátt fyrir það eru herbergin þannig staðsett að þegar inn á þau er komið heyrist lítill sem enginn hávaði frá götu.
Herbergið var með skandinavísku yfirbragði, smekklegt, þægilegt og þrifalegt. Mikill kostur var að hafa kælingu í herberginu enda heitt í veðri (35-37°C). Þá var minibar á herberginu og ólíkt því sem maður á oft að venjast þá var verð á því sem þar var að finna mjög hófstillt.
Þjónustan var mjög fín og starfsfólkið bæði hjálplegt og elskulegt. Aðstoðaði m.a. við að panta "Airport Shuttle Bus", benti á spennandi staði (og veitingastaði) og aðstoðaði við að finna þessa staði á korti. Það starfsfólk sem ég átti samskipti við talaði allt ágæta ensku, sem er ekki sjálfgefið í Búdapest (og enn síður þegar komið er út fyrir borgina).
Get varla nefnt neitt neikvætt um þetta hótel en ef ég rembist við að reyna að tiltaka eitthvað þá hefði gjarnan mátt vera boðið upp á fleiri erlendar sjónvarpsstöðvar (var einungis BBC) ekki síst þar sem allt sjónvarpsefni í Ungverjalandi er talsett og því hefur maður ekki hugmynd um hvað verið er að tala um. Jafnframt hefði morgunmaturinn, sem var innifalinn, mátt vera meira spennandi. Brauð og þess háttar var frekar þurrt og eins og hálfstaðið en þessa reynslu hef ég reyndar frá mörgum öðrum hótelum í Evrópu og get því vart sagt að þetta sé stór mínus fyrir Promenade hótelið sérstaklega.
Heilt yfir - mæli eindregið með hótelinu - frábærlega staðsett og "worth every penny". :-)
Omar
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com