10/10 Stórkostlegt
4. september 2015
Að vera í Paradís.
Í einu orði sagt,stórkostlegt hótel.Staðsetningin frábær,laus við ys og þys.Að vísu stendur það upp í fjallshlíð og er þar bratt um að fara.En það bara skiftir ekki máli,þegar þú ert að fara í afslöppun.Litlir bílar flytja þig um svæðið.Í öllum okkar ferðum höfum við aldrei kynnst annari eins þjónustu.Hreinlæti,hvert sem litið er,er í toppklassa.Viðmót starsfólks þessa yndislega hótels ætti að vera kennt um heim allan.Maturinn frábær.Sundlaug og sólbaðsaðstaða til fyrirmyndar.Mjög gott nudd er í boði,algjörir fagmenn.Rúmin,maður lifandi.Útsýnið er magnað.Þegar maður er komin á Mantra þá þarf maður ekki að fara neitt.Nú,þegar fara á í bæjarrölt þá býður hótelið uppá ókeypis "skutlur",frá hótelinu og síðan til hótelsins aftur.Í mínum huga þá er þetta óaðfinnanlegt hótel.Erum þegar farin að huga að næstu ferð til Mantra.Segir allt sem segja þarf.Sjáumst á næsta ári,þið yndislega fólk á Mantra.
Reynir
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com