6/10 Gott
24. mars 2020
Allt í lagi hótel , fær það sem maður borgar fyrir
Þetta hótel er alveg ágætt fyrir þennan pening. Lentum í Coronavirus ástandinu svo það er kanski ekki alveg marktækt ástans. Stóðst allt svo sem en ráðleg fólki sem er að fara þangað að hafa samband við hótelið og óska eftir herbergi á 4 hæð eða ofar, hitt er bara hörmung. Vorum þar eina nótt og vorum svo færð annars hefðum við væntanlega farið af hótelinu og fengið okkur gistingu annarstaðar. En það reddaðist allt sem betur fer. Hótelið er vel staðsett og hreinlegt að mestu, skemtidagskráin á kvöldin höfðaði ekki til okkar en hver hefur sin smekk. Hótel er hótel og maður er að sækjast í sólina en ekki að hanga inná herbergi þótt svo hafi verið seinustu 4 daga vegna veirunar. Maturin var allt í lagi svolítið einhæfur samt en það var hægt að borða hann og svo var hægt að fara út að borða ef maður vildi svo þetta er ekkert mál. Fólk ætti allveg að fara á þetta hótel þótt ég myndi ekki gera það en ég er aldrey á sama hóteli tvisvar, vill skoða aðra staði og annað umhverfi. Hafa samt í huga að maður fær það sem maður borgar fyrir .
Davíð
Davíð, 14 nætur/nátta ferð
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com