Persónuupplýsingaflokkur | Tilgangur með söfnun | Heimildir fyrir persónuupplýsingar | Lagalegur grunnur |
---|---|---|---|
Skilríki útgefin af yfirvöldum - þar á meðal vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, búsetuland, skattaauðkennisnúmer (fyrir gististaðaeigendur) |
|
|
|
Auðkennisgögn – þar á meðal nafn, notandanafn, netfang, símanúmer og persónulegt heimilisfang þitt, heimilisfang fyrirtækis og heimilisfang greiðanda (þ.m.t. götuheiti og póstnúmer) |
|
|
|
Greiðsluupplýsingar – þar á meðal greiðslukortanúmer, gildistími, heimilisfang greiðanda og númer bankareiknings |
|
|
|
Ferðatengdir valkostir – þar á meðal uppáhaldsáfangastaður og tegund gistingar og sérstakar óskir um mataræði og aðgengismál, eftir því sem við á |
|
|
|
Vildargögn – þar með talin aðild að vildarkerfi, staða vildarpunkta, áunnir og notaðir punktar, vildarstaða |
|
|
|
Landfræðileg staðsetningargögn - þar á meðal áætluð staðsetning út frá IP-tölu, land sem er valið til að nota vefsíðu okkar og nákvæm staðsetning í rauntíma (með samþykki þínu) |
|
|
|
Myndir, myndskeið og upptökur – þar á meðal andlitsmyndir, myndir sem þú hleður upp og myndskeið |
|
|
|
Samskipti við okkur – þar á meðal tölvupóstar, afrit af spjalli og upptökur af símtölum við þjónustufulltrúa |
|
|
|
Upplýsingar um samskipti við vefsvæði – þar á meðal leitir sem þú framkvæmir, færslur og önnur samskipti við þig gegnum grunnkerfi okkar, netþjónustur og öpp |
|
|
|
Gögn úr tæki – þar á meðal tegund tækis, auðkennisnúmer, stýrikerfi, farsímafélag og hvernig tækið þitt hefur átt í samskiptum við netþjónustu okkar, þar á meðal síðurnar sem hafa verið sóttar, hlekkir sem smellt hefur verið á, ferðir sem hafa verið skoðaðar, eiginleikar sem notaðir hafa verið, auk viðkomandi dagsetninga og tíma |
|
|
|
Gögn um vini og samferðafólk – þar á meðal gögn sem þú veitir okkur um annað fólk, á borð við ferðafélaga þína eða aðra sem þú framkvæmir bókanir fyrir |
|
|
|
Gögn um börn – þar á meðal nafn og samskiptaupplýsingar ólögráða ferðalanga sem þú sem foreldri/forráðamaður barnsins gefur upp sem hluta af ferðabókun |
|
|
|
Gögn um smelli – Í vissum tilfellum gætum við notað gögn um smelli til að fá fram mynd af notkun þinni á vefsvæði okkar. Gögn um smelli er samantekt yfir ákveðna atburðarás sem táknar aðgerðir gesta á vefsvæði. Við gætum endurskapað yfirferð þína á vefvæðinu með hliðsjón af tímasetningum og staðsetningum þeirra aðgerða sem þú framkvæmdir. |
|
|
|
Fæðingardagur og kyn - þar á meðal nákvæmur fæðingardagur þinn eða aldursbilið sem þú fellur undir, ásamt kyni þínu. |
|
|
|
Viðkvæm gögn – gögn sem gætu opinberað viðkvæmar upplýsingar, þar á meðal kynþátt þinn eða þjóðernisuppruna, trúarbrögð eða lífsviðhorf, kynhneigð og heilsufars- eða fötlunarupplýsingar. Við munum aðeins nota viðkvæmar persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi sem þeim var safnað. |
|
|
|
Móttakandi persónuupplýsinga | Flokkur tilgangs |
---|---|
Fyrirtæki Expedia Group. Við deilum persónuupplýsingum þínum með fyrirtækjum innan Expedia Group, sem skráð eru á expediagroup.com. Fyrirtæki Expedia Group (annaðhvort sjálfstætt eða sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar gagna, ef við á) deila aðgangi að og nota persónuupplýsingar þínar eins og lýst er í þessari persónuverndarstefnu. |
|
Þriðju aðilar sem veita þjónustu.Við deilum persónuupplýsingum með þriðju aðilum í tengslum við að veita þér þjónustu og við rekstur okkar. Þessir þriðju aðilar sem veita þjónustu eru skuldbundnir til að vernda persónuupplýsingar sem við deilum með þeim og mega ekki nota neinar persónugreinanlegar upplýsingar til annars en að veita þjónustu sem við höfum samið við þá um. Þeim er ekki leyfilegt að nota þær persónuupplýsingar sem við deilum með þeim í tilgangi eigin beinnar markaðssetningar (nema þú hafir sérstaklega samþykkt slíkt við þriðja aðilann samkvæmt skilmálum sem þriðji aðilinn leggur fram). |
|
Veitendur ferðaþjónustu. Við deilum persónuupplýsingum með þjónustuveitendum sem tengjast ferðaþjónustu, á borð við hótel, flugfélög, bílaleigur, tryggingafyrirtæki, eigendur og stjórnendur orlofsgististaða og, þar sem við á, veitendur afþreyingarþjónustu og rekstraraðila lesta eða skemmtiferðaskipa sem veita þér þá þjónustu sem bókuð var. Hafðu í huga að veitendur ferðaþjónustu gætu haft samband við þig til að fá viðbótarpersónuupplýsingar ef það er nauðsynlegt til að afgreiða bókun þína eða til að veita að öðru leyti ferðaþjónustuna eða tengda þjónustu. |
|
Samstarfsaðilar og tilboð. Ef við kynnum verkefni eða bjóðum vöru eða þjónustu í samstarfi við utanaðkomandi samstarfsaðila munum við deila persónuupplýsingum þínum með þessum samstarfsaðila til að aðstoða við markaðssetningu eða til að veita viðkomandi vöru eða þjónustu. Í flestum slíkum tilvikum mun verkefnið eða tilboðið innihalda nafn þessa þriðja samstarfsaðila, annaðhvort eitt og sér eða ásamt okkar, eða þú verður áframsend/ur á vefsvæði viðkomandi fyrirtækis og tilkynnt um það. |
|
Samstarfsaðilar um markvissar auglýsingar. Við kunnum að veita utanaðkomandi markaðssamstarfsaðilum okkar persónuupplýsingar þínar til að sýna þér markvissar auglýsingar. Þetta getur talist vera „gagnadeiling“ samkvæmt lögum í Kaliforníu. Sumir íbúar Bandaríkjanna hafa rétt á að hafna því að persónuupplýsingum þeirra sé deilt í þessum tilgangi, þó með ákveðnum takmörkunum. Nánari upplýsingar er að finna í hlutanum Réttindi þín og valkostir hér að neðan. Hafðu í huga að með því að hafna slíkri upplýsingagjöf gætir þú takmarkað getu okkar til að sérsníða upplifun þína með efni sem þú gætir haft áhuga á eða til að veita þér betri ferðaupplifun. Skoðaðu Vafrakökuyfirlýsingu okkar til að fá frekari upplýsingar um notkun okkar á rakningartækni í því skyni að birta markvissar auglýsingar. |
|
Samfélagsmiðlar og netkerfi: við deilum persónuupplýsingum með auglýsingafyrirtækjum, samfélagsmiðlum, leitarvélum og annars konar netkerfum til að hjálpa okkur að beina markaðssetningu okkar á netinu að ákveðnum markhópum. Þessir samfélagsmiðlar og önnur netkerfi gætu einnig notað persónulegar upplýsingar sem þessi fyrirtæki eiga, og sameinað þær, eða parað saman, við persónulegar upplýsingar sem berast frá okkur til að búa til markhópa, sem eru hópar fólks sem við teljum að hafi áhuga á netauglýsingum okkar. Þetta gæti falið í sér að samfélagsmiðlar og önnur netkerfi byggi upp „tvífaraprófíl“ af þeim persónuleika sem við erum að reyna að miða á og birti því fólki sérstakar auglýsingar þegar það vafrar á netinu eða notar samfélagsmiðla. |
|
Aðrir þriðju aðilar. Þegar þú færð aðgang að ákveðnum eiginleikum á borð við „Like“-hnapp Facebook eða einkvæmum innskráningareiginleika sem leyfir þér að skrá þig inn á netþjónustur okkar með samfélagsmiðlaauðkenningu, muntu deila upplýsingum, á borð við að þú hafir heimsótt okkur eða hafir átt í samskiptum við okkur, með þriðja aðila, t.d. samfélagsmiðlafyrirtæki. Á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), í Sviss og í Bretlandi munum við ekki setja samfélagsmiðladeilingu eða innskráningarhnappa upp á vefsvæði okkar nema og þar til þú samþykkir notkun okkar á vefkökum og svipaðri tækni. Nánari upplýsingar er að finna í Vafrakökuyfirlýsingu okkar. Þriðji aðili sem veitir þjónustu gæti sameinað þessar upplýsingar við aðrar upplýsingar sem hann hefur um þig. Persónuupplýsingarnar sem deilt er munu stjórnast af persónuverndaryfirlýsingu þriðja aðilans sem veitir þjónustu (þar á meðal hverjar þær persónuupplýsingar sem við gætum fengið aðgang að í gegnum þjónustuveitu þriðja aðilans). Þriðju aðilar sem veita þjónustu ættu að tilkynna þér hvernig þú getur breytt persónuverndarstillingum þínum á vefsvæði þeirra. |
|
Viðtakendur sem tengjast lagalegum réttindum okkar og skyldum. Við gætum veitt persónuupplýsingar þínar og tengdar skrár til að framfylgja stefnum okkar, eins og þörf krefur til að uppfylla skattskyldu eða aðra lögbundna tilkynningaskyldu, þar með talin undanþága frá greiðslu tiltekinna skatta meðan á úrvinnslu greiðslna stendur, eða þegar okkur er leyft (eða við teljum í góðri trú að okkur beri skylda til) að gera það samkvæmt viðeigandi lögum, t.d. til að bregðast við dómskvaðningu eða annarri lögformlegri beiðni, í tengslum við raunverulegan eða fyrirhugaðan málarekstur, eða til að verja og vernda eignir okkar, fólk og önnur réttindi eða hagsmuni. |
|
Viðtakendur sem tengjast fyrirtækjaviðskiptum. Við gætum deilt persónuupplýsingum þínum í tengslum við fyrirtækjaviðskipti, eins og við fjárlosun, samruna, sameiningu, úthlutun eða sölu eigna, eða ef svo ólíklega vill til, við gjaldþrot. Komi til einhvers konar yfirtöku munum við upplýsa kaupandann um að honum sé aðeins heimilt að nota persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi sem fram kemur í þessari Persónuverndaryfirlýsingu. |
|