pdf

Svona virkar leitarröðunin okkar

Markmið okkar er að deila mjög viðeigandi niðurstöðum fyrir leitina þína eins fljótt og hægt er. Við vinnum stöðugt að því að fínstilla þjónustu okkar svo hún flokki mikið úrval ferðavalkosta með skilvirkum hætti, svo þú getir fundið það sem þú leitar að.
Hér eru helstu þættirnir sem við notum til að birta fyrstu niðurstöður okkar. Við gætum veitt alla eða aðeins suma ferðaþjónustukostanna sem taldir eru upp hér fyrir neðan.

Gisting

Við sýnum þér lista yfir viðeigandi og samkeppnishæf tilboð byggð á ýmsum þáttum. Þar á meðal eru:
  • Staðsetning (út frá leitinni þinni)
  • Verð eða tilboð gististaðar samanborið við önnur verð eða tilboð á vefsvæðinu okkar
  • Verð eða tilboð gististaðar samanborið við fyrri verð eða tilboð á vefsvæðum okkar (þ.e. hvort þetta sé gott tilboð á verkvanginum okkar fyrir það tímabil sem ferðin þín er fyrirhuguð)
  • Hversu samkeppnishæf verð, tilboð og herbergisframboð gististaðar eru á markaðstorgi okkar í samanburði við aðrar síður
  • Einkunn og fjöldi umsagna gesta (fyrir þá gististaði sem eru nýir á síðunni okkar eða eru með fáar umsagnir gætum við notað einkunnir (sem eru ekki staðfestar af okkur) frá öðrum mikið notuðum ferðavefsíðum)
  • Fjöldi fyrri bókana fyrir gististaðinn
  • Fyrir gististaði í orlofsleigu er litið til svartíma gestgjafa, samþykktarhlutfalls bókana, stöðu Premier-gestgjafa, lengd dvalar og framboðs á tafarlausum bókunum
Niðurstöður okkar taka einnig mið af reynslu fyrri gesta, þar á meðal:
  • Einkunnum gesta fyrir hreinlæti, starfsfólk og þjónustu, ástand gististaðar og aðstöðu
  • Framboði gististaðar á verkvangi okkar
  • Afbókunarhlutfalli gististaðar, hlutfalli gesta sem er úthlutað nýjum gististað og endurgreiðsluhlutfalli
Að vefsvæðum okkar fyrir Vrbo, FeWo-Direct, Abritel, Stayz og Bookabach undanskildum tökum við jafnframt mið af því hversu mikið við fáum greitt þegar þú bókar og dvelur á gististað og er það einn af þáttunum sem eru teknir til greina þegar innbyrðis röðun gististaða með svipuð tilboð í leitarniðurstöðum okkar er ákvörðuð. Innifalið í því eru þóknun fyrir gistingu og umboðslaun fyrir bókanir, þar með talin umboðslaun frá samstarfsaðilaþjónustu okkar sem kallast Hvati (sem gerir samstarfsaðilum kleift að hækka umboðslaun sín tímabundið til að fá aukinn sýnileika meðal svipaðra gististaða). Það sem við fáum greitt endurspeglar okkar þátt í að birta gististaðinn á vefsíðum okkar auk þess að halda utan um bókunina og dvöl þína á gististaðnum. Þegar við birtum gististaði sem bjóða upp á svipuð tilboð gætum við sýnt gististaði sem bjóða hærri umboðslaun ofar í leitarniðurstöðunum en gististaði sem bjóða lægri umboðslaun.
Flug Með sjálfgefinni röðun okkar („Ráðlagt“) sýnum við þér lista yfir viðeigandi og samkeppnishæf flugtilboð út frá ýmsum þáttum sem taka að mestu leyti til: Lengdar og verðs flugsins í samanburði við önnur flug sem eru í boði fyrir leitina þína á vefsvæðinu okkar (t.d. hvort flugið taki styttri tíma en önnur og hvort það teljist vera gott tilboð á verkvangi okkar fyrir þinn ferðatíma).
Niðurstöður okkar taka einnig mið af:
  • Lengd ferðar, fjölda ferðalanga, dagsetningar og tíma brottfarar og dagsetningar og tíma heimkomu, lengd millilendingar og leitar-/bókunardags (þ.e. við reynum að sýna þér flugþjónustu sem hentar best þörfum þínum/hentar best fyrir leitina þína).
  • Þeim óskum sem þú hefur gefið upp. Til dæmis, ef þú hefur valið ákveðið flugfélag fyrir brottför, þá munum við einnig taka tillit til þess að sama flugfélag eða samstarfsfélög þess gætu verið áhugaverð fyrir þig við val á heimferð (þótt það sé mögulega ekki fyrsta flugið sem sýnt er).
  • Við birtum ekki flugfélög sem bjóða þóknun eða umboðslaun ofar í leitarniðurstöðum en önnur tilboð.
Bílar
Niðurstöðum er raðað út frá verði og öðrum þáttum, þar á meðal fjölda bókana tilboðs til þessa, einkunna viðskiptavina, flokks eða tegundar bíla og afhendingarstað miðað við komustað þinn.
Skemmtisiglingar
Niðurstöðum er raðað út frá þáttum á borð við einkunn siglingaleiðar, einkunn skips, verði á dag, einkunn brottfararhafnar, einkunn áfangastaðar, lengd skemmtisiglingar og bókunarglugga.
Afþreying
Niðurstöðum er raðað út frá þáttum á borð við verði og afslætti, fyrri leit viðskiptavina, staðsetningu (þar á meðal fjarlægð frá gistivalkostum), fjölda bókana, umsögnum og rannsóknum á svæðinu.
Samsett leit og orlofspakkar
Niðurstöðum er raðað út frá þáttunum sem lýst er hér fyrir framan fyrir hverja staka þjónustu, nema annað sé tekið fram á leitarniðurstöðusíðunni. Til dæmis gætum við stundum sýnt valda orlofspakka þar sem þú munt geta breytt öllum valkostum hins valda orlofspakka. Fyrir pakkatilboð sem innihalda flug gætum við einnig sýnt flugniðurstöður fyrir „Bestu valkostir“ sem taka mið af verði, þægindum og öðrum viðmiðum sem talin eru upp hér að ofan fyrir flugtilboð.
Auglýsingar
Ferðabirgjar gætu einnig borgað fyrir að birta auglýsingar á síðunni okkar, þar á meðal í leitarniðurstöðum okkar. Hver sú skráning sem greitt er beinlínis fyrir að birtist á ákveðinni staðsetningu í leitarniðurstöðum okkar mun verða merkt „Auglýsing“ eða eitthvað álíka til að sýna að hún sé frábrugðin öðrum skráningum.
Meira um leitarniðurstöður
Við höfum valið þá þætti sem nefndir eru hér að ofan fyrir hverja tegund ferðaþjónustu þar sem við teljum að þeir séu upplýsandi og mikilvægir til að hjálpa fólki að velja þá ferðaþjónustu sem hentar best þörfum þess og á heildina litið veita þeir jafnan verðmæta vísbendingu um jákvæða upplifun viðskiptavina þegar kemur að ferðaþjónustunni.
Til viðbótar við fyrstu leitarniðurstöðurnar sem við birtum bjóðum við upp á aðra röðunarvalkosti og síur til að hjálpa þér að forgangsraða og sjá bestu niðurstöðurnar fyrir þig. Aðrir röðunarvalkostir okkar fylgja sömu þáttum og nefndir eru hér að framan, en gera þér kleift að beina leitinni að ákveðnum þáttum. Fyrir gistingu er til dæmis hægt að raða eftir lægsta verði, félagaverði, hærri gestaeinkunnum, fjarlægð frá miðbæ eða betri gististaðarflokki og fyrir flug má raða eftir verði, lengd, brottfarartíma og komutíma. Þú getur valið þessa röðunarvalkosti með fellivallistanum á leitarniðurstöðusíðunni.
Þú getur líka síað eftir eiginleikum eða aðstöðu sem þú hefur áhuga á til að finna bestu gististaðina, flugin eða bílaleigurnar fyrir þig. Athugaðu að þegar leitað er að heimflugi þá verða síur sem notaðar eru fyrir brottfararflug (eins og t.d. val um morgunflug) ekki sjálfkrafa notaðar fyrir heimflugið og nauðsynlegt er að velja þær aftur.
Við gætum einnig sérsniðið niðurstöður að þér, þar á meðal með því að:
    • Skoða ferðaþjónustu sem þú hefur smellt á eða bókað áður á vefsíðu okkar í sömu vafra- eða applotu, eða frá sama tæki eða fyrri heimsóknum (þ.e. við gætum fest eða sýnt gististaði sem þú hefur smellt á eða bókað áður, eða gististaði svipaða þeim)
    • Skoða kjörstillingar sem þú hefur gefið upp í fyrri samskiptum við síðuna okkar
    • Nota tilvísun í vildarstöðu þína
    • Nota áætlaða staðsetningu þína
Til að veita þér bestu leitarupplifunina áskiljum við okkur rétt til að:
  • Sýna úrval en ekki alla mögulega bókunarvalkosti fyrir ákveðna áfangastaði (þ.e. áfangastaði með mikið framboð), en bendum á að þú getur alltaf flett eða hlaðið fleiri gististöðum á því bili sem sýnt er
  • Birta nýlega skráða gististaði hærra í leitarniðurstöðum tímabundið til að stuðla að sýnileika og sýna úrval okkar af tilboðum og valmöguleikum
  • Keyra takmarkaðar prófanir sem geta tímabundið haft áhrif á hvernig við birtum skráningar og leitarniðurstöður
  • Birta leitarniðurstöður og raða þeim á annan hátt í farsímaöppum okkar og vefsíðum (með hliðsjón af skjámun og mismunandi óskum ferðalanga þegar bókað er í mismunandi tækjum).