Upplýsingar um COVID-19 og ferðavísir

Þar sem COVID-19 heldur áfram að hafa áhrif á ferðalög um allan heim viljum við ítreka að við aðstoðum þig við að finna réttu gistinguna þegar þú treystir þér til að ferðast.

Kynntu þér áreiðanlegar ráðleggingar um heilsu, öryggi og ferðalög á staðnum sem þú ætlar að ferðast frá og áfangastöðunum sem þú ferðast til. Gakktu úr skugga um að áhugaverðir staðir og afþreying sem þig langar að kynna þér sé opin og gerðu ráð fyrir takmörkunum eða breytingum á síðustu stundu. Skoðaðu einnig hvaða ráðstafanir gististaðirnir hafa gert varðandi hreinlæti og öryggi. Mikilvægt er að þú kannir málin upp á eigin spýtur til að ákvarða hvort það sé kominn réttur tími fyrir þig til að ferðast.

Notaðu kortið til að skoða áfangastaði og fá frekari upplýsingar um takmarkanir, reglugerðir og öryggisreglur vegna COVID-19.

 Opna kort yfir ferðatakmarkanir

Notaðu leitarverkfærið til að finna nánari upplýsingar um ferðaráðleggingar á meðan á COVID-19 stendur, þar á meðal reglugerðir á áfangastöðum og leiðbeiningar um öryggi og heilsu.

 Opna ferðaráðleggingaverkfæri

Vissirðu að við erum með yfir 400.000 hótel á vefsvæðinu okkar sem bjóða ókeypis afbókun? Vonandi ganga ferðir þínar á þessu ári eins og til stóð en enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Til að forðast áhyggjur mælum við með því að velja valkostinn með ókeypis afbókun⁴ þegar hann er í boði ef þú skyldir þurfa að breyta dvölinni eða afbóka hana.

Fylgdu þessum skrefum til að finna hótel sem býður ókeypis afbókun:

Skref 1: Sláðu inn viðeigandi upplýsingar um dvölina þína til að leita að hótelum.  

Skref 2: Þrengdu leitarniðurstöðurnar með því að velja valkostinn „Ókeypis afbókun“ og veldu hótel.

Skref 3: Veldu herbergisvalkost sem býður ókeypis afbókun og mundu að skoða afbókunarstefnuna áður en þú bókar.

⁴Sum hótel gera kröfu um afbókun meira en sólarhring fyrir innritun. Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæðinu.

Margir gististaðir hafa látið okkur vita af auknum heilbrigðis- og öryggisaðgerðum. Hafðu augun opin fyrir „COVID-19: Hreinlæti og þrif“ á síðum gististaðarins til að fá upplýsingar um auknar heilbrigðis- og öryggisaðgerðir, sem eru t.d.:

Opinberir heilbrigðisstaðlar

  • Gististaðir sem fylgja reglum um hreinlæti fyrir fyrirtæki/stofnanir

 

Félagsforðun

  • Snertilaus innritun og brottför í boði
  • Hlíf milli gesta og starfsfólks á helstu samskiptasvæðum
  • Gerðar eru ráðstafanir til að tryggja samskiptafjarlægð

 

Þrif og hreinlæti

  • Gististaðurinn er þrifinn með sótthreinsunarefni
  • Yfirborð sem oft er snert er þrifið með sótthreinsunarefni
  • Tryggt er að ákveðinn tími líði milli gestaheimsókna

 

Nauðsynjar á gististaðnum

  • Gestir fá ókeypis sótthreinsiefni fyrir hendur
  • Grímur og hanskar eru í boði fyrir gesti
  • Forpökkuð matvæli eru í boði

Engir stimplar eða verðlaunanætur renna út í ár

Við viljum veita þér sveigjanleika til að fá sem mest út úr stimplunum þínum og ónotuðum verðlaunanóttum, svo við framlengjum gildistíma stimpla og verðlaunanótta til 31. desember 2021.

Athuga Rewards-reikninginn þinn

Gold- og Silver-aðild

Þar sem ferðatækifærin hafa verið takmörkuð vegna heimsfaraldursins framlengjum við núverandi aðildarstöðu Silver- og Gold-félaga um eitt ár í viðbót. Það er heildarframlenging á stöðu þinni í 24 mánuði (en aðeins ef þú varst meðlimur í Silver eða Gold frá og með febrúar 2020).

Athuga Rewards-aðildarstöðu þína

Að fá Gold eða Silver

Við gefum þér forskot til að komast í Silver eða Gold með því að telja allar gistinætur þínar á síðasta aðildarári þínu, auk þessa árs, með í framvindu þinni. Hafðu í huga að þessar gistinætur (og stimplar sem ávinnast vegna þeirra) teljast aðeins með í aðildarframvindu þinni en eru ekki færðar aftur inn á verðlaunanæturnar þínar.

Sjá nánari upplýsingar um Hotels.com Rewards

Farðu á þjónustuver okkar á netinu, þar sem m.a. er boðið upp á vefþjónustu þar sem þú getur afbókað eða breytt ferðaáætlunum upp á eigin spýtur. Aðgangur að þjónustuveri viðskiptavinar.

Þarftu aðstoð? Starfsmenn þjónustuvers okkar eru til staðar eftir þörfum.

Skoða samskiptamöguleikana okkar