Fara í aðalefni.

COVID-19 - Mikilvæg skilaboð til viðskiptavina með væntanlegar bókanir

Allur ferðaiðnaðurinn glímir nú við fordæmalausa aukningu þjónustubeiðna frá viðskiptavinum vegna ástandsins sem skapast hefur af völdum kórónaveirunnar (COVID-19).
Okkur þykir afskaplega miður hversu langir biðtímar hafa verið vegna álags á símkerfi okkar. Hver einasti starfsmaður Hotels.com sem getur aðstoðað vinnur nú að því að auka afköst, efla sjálfsafgreiðslumöguleika og styrkja samstarf við þúsundir ferðasamstarfsaðila okkar.
Mestu máli skiptir að hjálpa þeim viðskiptavinum sem eiga skipulagða ferð á næstu 72 klukkustundum. Ef ferðin þín er ekki á allra næstu dögum biðjum við þig að fara á þjónustumiðstöð viðskiptavina okkar á netinu, þar sem m.a. er boðið upp á glænýja vefþjónustu sem hjálpar þér að afbóka eða breyta ferðaáætlunum á eigin spýtur.
Hér er það sem þú þarft að vita:
  • Þeir viðskiptavinir sem bókuðu samkvæmt verði sem var ekki endurgreiðanlegt fyrir 19. mars 2020, fyrir dvöl á tímabilinu 20. mars til 30. apríl 2020 fá tölvupóst frá okkur á næstu dögum, þar sem við spyrjum hvort þeir vilji afbóka eða halda bókuninni. Ef þú ákveður að afbóka muntu eiga rétt á fullri endurgreiðslu, eða, í sumum tilvikum, ferðainneign sem gerir þér kleift að endurbóka síðar á viðkomandi gististað. Þú þarft ekki að hringja í okkur, en þú verður að afbóka bókunina þína í síðasta lagi 24 klukkustundum fyrir innritun til að eiga rétt á þessu tilboði.
  • Hvað varðar þá viðskiptavini sem bókuðu samkvæmt verði sem var ekki endurgreiðanlegt fyrir dvöl eftir 30. apríl 2020, þá munum við fylgjast grannt með þróun mála og vinna áfram með ferðasamstarfsaðilum okkar að innleiðingu sveigjanlegra afbókunarreglna eftir því sem þörf er á.
  • Hvað varðar viðskiptavini sem hafa þegar orðið fyrir því að ferðaáætlanir hafa farið úr skorðum vegna COVID-19 og ferðadagsetningar þeirra eru liðnar, þá viljum við leggja áherslu á að við erum einnig að vinna að úrlausn þessara mála. Við þökkum fyrir þolinmæðina.
  • Hvað varðar viðskiptavini sem bókuðu samkvæmt verði sem var endurgreiðanlegt, þá geta þeir farið á þjónustumiðstöð okkar á netinu til að breyta eða afbóka.
  • Ef þú hefur hug á að bóka gistingu á næstunni mælum við sterklega með að þú veljir verð sem miðast við ókeypis afbókun.
Á meðan við endurskipuleggjum þjónustu okkar og reglur eins fljótt og auðið er biðjum við þig vinsamlegast að sýna okkur þolinmæði og endurtökum aftur ósk okkar um að þú bíðir með að hafa samband við okkur ef ferðalagið þitt er ekki innan næstu 72 klukkustunda. Þannig getum við forgangsraðað bráðustu fyrirspurnum viðskiptavina og afgreitt verkefnin hraðar.
Við þökkum þér fyrir skilninginn. Öryggi viðskiptavina skiptir okkur mestu máli á þessum krefjandi tímum. Við öll hjá Hotels.com metum þig mikils og erum þakklát fyrir viðskipti þín.
Hvernig get ég haft samband við Hotels.com?
Þú getur fundið allar tengiliðaupplýsingar hér. Vinsamlegast hafðu í huga að mjög mikið álag er á símaver okkar. Til að hjálpa okkur að þjónusta þá sem þurfa sem brýnast á aðstoð að halda biðjum við þig að hringja einungis í okkur ef innritunardagurinn þinn er á næstu 72 klukkustundum.
Hverjar eru afbókunar- og endurgreiðslureglur Hotels.com?
Þetta veltur á gististaðnum sem þú bókaðir, hvenær þú bókaðir og dvalardagsetningunum þínum:
  1. Bókunin þín er að fullu endurgreiðanleg vegna þess að þú bókaðir samkvæmt verðflokki með ókeypis endurgreiðslu. Það þýðir að þú munt fá endurgreiðslu með sama greiðslumáta og þú bókaðir með upprunalega. Sjá hvernig á að afbóka hér fyrir neðan.
  2. Bókunin þín er óendurgreiðanleg eða afbókunargjald á við um bókunina þína. Einn af eftirtöldum þremur möguleikum á við:
  1. Þú munt eiga rétt á fullri endurgreiðslu. Vegna COVID-19 munu allir sem bókuðu óendurgreiðanlega gistingu fyrir 19. mars fyrir dvöl á bilinu 20. mars til 30. apríl eiga rétt á fullri endurgreiðslu, nema í þeim tilvikum þar sem gististaðurinn hefur valið að endurgreiða með inneignarmiða. Þú verður að afbóka í síðasta lagi 24 klst. fyrir innritun til að eiga rétt á endurgreiðslu. Sjá hvernig á að afbóka hér fyrir neðan.
  2. Þú munt eiga rétt á inneignarmiða að verðmæti upprunalegu bókunarinnar. Sumir gististaðir hafa þess í stað valið að endurgreiða í formi afsláttarmiða. Allir sem bókuðu óendurgreiðanlega gistingu á einum þessara gististaða fyrir 19. mars fyrir dvöl á bilinu 23. mars til 30. apríl munu þess í stað eiga rétt á inneignarmiða að verðmæti upprunalegu bókunarinnar, sem hægt er að nota til að bóka dvöl síðar á sama gististaðnum og bókað var hjá. Sjá hvernig á að afbóka hér fyrir neðan.
  3. Hvað varðar óendurgreiðanlegar dvalir eftir 30. apríl munum við halda áfram að vinna með gististöðum eftir því sem þörf er á við framkvæmd sveigjanlegra reglna. Þú getur treyst því að við erum að gera okkar besta til að þetta ferli sé eins auðvelt og vandræðalaust og hægt er fyrir viðskiptavini okkar og munum halda öllum upplýstum um nýjustu þróun mála.
Hvernig get ég afbókað?
Við höfum einfaldað ferlið okkar þannig að þú getur núna afbókað án þess að hringja eða senda tölvupóst. Þú getur skoðað bókanir, haldið utanum þær og afbókað beint frá aðganginum þínum. Veldu bókunina sem þú vilt breyta eða afbóka og veldu svo Afbóka herbergi eða Breyta bókun. Þú getur einnig haft samband við okkur hér.
Hvenær fæ ég endurgreitt?
Vinsamlegast athugaðu að vegna fordæmalausra truflana á ferðalögum gæti tekið allt að 30 daga að afgreiða endurgreiðslur.
Hvenær fæ ég inneignarmiðann minn?
Vinsamlegast athugaðu að vegna fordæmalausra truflana á ferðalögum gæti tekið allt að 30 daga að gefa út inneignarkóða.
Hvernig get ég áfram nýtt Rewards-stöðuna mína við núverandi aðstæður?
Við vitum að ferðaáætlanir Silver- og Gold-félaga gætu hafa breyst og það gæti haft áhrif á endurnýjun félagastöðu þeirra. Þess vegna munum við framlengja félagastöðu þeirra sem eru með endurnýjunardagsetningu á bilinu 1. febrúar til 31. maí 2020 um eitt ár í viðbót. Þar með fækkar þeim hlutum sem þú þarft að hafa áhyggjur af um einn. Þú getur athugað Rewards-stöðu þina hér.
Hvernig get ég bókað gistingu í framtíðinni án vandamála síðar?
Við höfum hætt að selja óendurgreiðanlega verðflokka fyrir viðskiptavini sem bóka hjá okkur gistingu fyrir næstu tvo mánuði. Við viljum bjóða þér þjónustu sem er sveigjanleg að fullu, þannig að það sé auðvelt fyrir þig að breyta áætlunum þínum eftir því sem ástandið þróast. Við munum flytja þennan bókunarglugga daglega fram um einn dag og endurskoða aðstæður vikulega. Þetta þýðir að sem stendur ættirðu eingöngu að geta fundið endurgreiðanleg herbergi til bókunar á Hotels.com (leitaðu að merkinu til að vera viss) og getur því breytt bókuninni ef og þegar þörf er á. Bókaðu næstu ferð núna.