Ferðatilkynning vegna COVID-19: Ef þú ert með væntanlega bókun sem þú þarft að breyta eða afbóka skaltu kynna þér næstu skref og reglur hér. Vinsamlegast hringdu bara í okkur ef innan við 72 klukkustundir eru þar til þú átt að innrita þig, þannig að við getum forgangsraðað bókunum sem eru fyrir allra næstu daga. Takk fyrir.

Fara í aðalefni.

Bestu hótelin á Gran Canaria

Finndu hótel á Gran Canaria

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Finndu rétta hótelið á Gran Canaria

Það er erfitt að trúa því að jafn lítil og þéttbýl eyja og Gran Canaria á Kanaríeyjum búi yfir jafn stórum svæðum af ósnortinni náttúru og raun ber vitni, en það er líka stór hluti af töfrum hennar. Gylltar strandlengjur, skýjum huldir fjallstoppar og allt þar á milli veita þér allt sem nauðsynlegt er fyrir hið fullkomna frí. Ef þú vilt verja deginum á ströndinni og kvöldunum á klúbbum með dynjandi danstónlist áttu ekki í vandræðum með það – en svo er líka hægt að fara í gönguferðir um óbyggðirnar á daginn og njóta stjörnubjartrar kyrrðarinnar á kvöldin.

Áhugavert að gera á Gran Canaria

Það er vel þess virði að skoða alla eyjuna og það er tiltölulega auðvelt á nokkrum dögum ef þú ert með þinn eigin bíl. En ef ætlunin er aðallega að sleikja sólina, njóta góðra veitinga og taka þátt í fjörugu næturlífi er suðurströndin besti kosturinn. Maspalomas ströndin er ein sú vinsælasta og líflegasta á eyjunni, en þaðan er líka stutt í Maspalomas sandöldurnar, stórbrotnar eyðimerkursandbrekkur. Á kvöldin og næturnar dunar dansinn á miðborgarsvæði Maspalomas á fjölmörgum börum og klúbbum við ströndina. Þeir sem vilja kanna náttúruna nánar geta klöngrast gegnum angandi furuskóga og yfir grýttar brekkur að Roque Nublo, eldfjallinu sem er hæsti punktur eyjunnar. Það er nokkurn vegin á miðri Gran Canaria eyjunni og þegar upp er komið fæst stórkostlegt útsýni yfir fjöllin í kring.

Hótel á Gran Canaria

Hótelin á Gran Canaria spanna allan skalann eins og búast má við af jafn vinsælum ferðamannastað. Þar má finna lúxushótel, íbúðir þar sem gestir sjá sjálfir um eldamennskuna, smærri gistihús í sveitunum – og allt þar á milli. Í þessu mikla úrvali er oft hægt að finna mjög hagstæð hóteltilboð víðsvegar um eyjuna. Á lúxushótelunum er t.a.m. oft hægt að panta gistingu með öllu inniföldu, sem veitir þér aðgang að úrvali bara og veitingastaða viðkomandi hótels. Því til viðbótar geturðu notið lífsins við sundlaug hótelsins, farið í afslöppun í heilsulindinni eða freistað gæfunnar í spilavítinu. Herbergi lúxushótelanna eru rúmgóð og vel búin auk þess sem fjölskyldur geta fengið svítur út af fyrir sig. Þeir sem vilja frekar sjá sjálfir um matseldina geta valið úr miklu úrvali íbúða sem oft eru með sundlaugar á svæðinu og stórar þakverandir þar sem hægt er að slappa af í sólinni.

Hvar er gott að gista á Gran Canaria?

Þeir sem vilja lúxusorlofshótel á ströndinni hafa úr mestu að velja í Meloneras-hverfinu á suðurodda Gran Canaria. Þar er oft ríkuleg þjónusta innifalin, mikið úrval afþreyingar á hótelunum sjálfum og auðvelt aðgengi að veitingastöðum og verslunum Maspalomas. Ef þú vilt ódýrari valkosti er miðborg Maspolamas með besta úrvalið af íbúðum þar sem gestir sjá um sig sjálfir auk þess sem þaðan er líka stutt á ströndina. Ef sveitasælan heillar hins vegar meira gætirðu fundið réttu gistinguna á Tejeda-svæðinu þar sem Roque Nuble eldfjallið er staðsett. Þar er talsverður fjöldi skemmtilegra boutique-hótela falinn í fjöllunum.

Hvernig er best að komast til Gran Canaria?

Gran Canaria alþjóðaflugvöllurinn er staðsettur á austurströnd eyjunnar, nálægt bænum Las Palmas. Þéttriðið net rútuleiða liggur um alla eyjuna og er reglulega keyrt frá flugvellinum á helstu ferðamannastaðina. Einnig er hægt að fá leigubíla á flugvellinum. Bílaleigur eru nokkuð hagkvæmar á Gran Canaria og eru góður kostur ef þú vilt skoða meira en bara nærumhverfi hótelsins. Sum stærri hótelanna og íbúðasamstæðanna, auk fjölda einkafyrirtækja, bjóða að auki flugvallarskutlur sem þarf að bóka fyrirfram.

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði