PDF

Vafrakökuyfirlýsing

Síðast uppfært: 30.10.2023

Tegundir af vafrakökum og svipaðri tækni

Vafrakökur

Vafrakökur eru litlir textabútar sem sendir eru sem skrár á tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir flest vefsvæði. Vafrakökur gætu verið sendar frá okkur (vafrakökur frá okkur) eða sendar frá utanaðkomandi samstarfsaðila eða birgja (vafrakökur þriðja aðila). Vafrakökur eru annaðhvort lotuvafrakökur eða viðvarandi vafrakökur. Lotuvafrakökur gera vefsvæðum kleift að bera kennsl á og tengja aðgerðir notanda meðan á vafralotu stendur og renna út við lok hverrar lotu. Viðvarandi vafrakökur hjálpa okkur að bera kennsl á þig sem núverandi notanda og þessar vafrakökur eru vistaðar á kerfinu þínu eða tækinu þar til þær renna út, þótt þú getir eytt þeim áður en gildistíma þeirra lýkur.

Önnur svipuð tækni

· Vefvitar, gif-skrár og hreinar gif-skrár eru örlitlar myndskrár, hver með einkvæmu auðkenni, sem eru á ósýnilegan hátt felldar inn í vefsvæði og tölvupósta. Vefvitar gera okkur kleift að vita hvort ákveðin vefsíða var heimsótt eða hvort vefborðar á vefsvæðum okkar og öðrum vefsvæðum skila árangri. Við notum einnig vefvita í HTML-tölvupóstum okkar til að láta okkur vita hvort viðtakendur hafi opnað tölvupósta okkar, sem hjálpar okkur að meta árangur af ákveðnum samskiptum, tilboðum og markaðsherferðum.
· Nálægðarvitar senda einstefnumerki yfir mjög stutta vegalengd til að eiga samskipti við tengd snjalltækjaöpp sem eru uppsett á símanum þínum. Þeir geta til dæmis látið þig vita af upplifunum sem tengjast ferðinni þinni og geta gert þér viðvart um tengd tilboð eða kynningar. Vefvitar eiga einungis í samskiptum við tækið þitt þegar þú ert nálægt og einungis ef þú hefur gefið leyfi fyrir því í viðeigandi snjalltækjaforriti.
· Pixlar eru litlir hlutir sem eru felldir inn í vefsíðu og eru ekki sýnilegir notandanum. Við notum pixla til að senda vafrakökur á tölvuna þína, greiða fyrir innritunarferlinu, fylgjast með aðgerðum á vefsvæðunum okkar og birta vefauglýsingar.
· Merki eru litlir HTML-kóðabútar sem segja vafranum þínum að óska eftir ákveðnu efni sem er búið til af auglýsingavefþjóni. Við notum merki til að birta þér viðeigandi auglýsingar og kynningar.
· Skriftur eru JavaScript-kóðabitar sem eru ræstir sjálfkrafa þegar ákveðnar vefsíður hlaðast inn, til að greina hvort notendur skoði tengdar auglýsingar.
· Staðbundnir geymsluhlutir á borð við HTML 5 eru notaðir til að vista efni og kjörstillingar. Þriðju aðilar, sem við vinnum með til að veita ákveðna eiginleika á vefsvæði okkar í því skyni að birta auglýsingar sem byggja á aðgerðum þínum á netinu nota staðbundna geymsluhluti til að safna upplýsingum og vista þær.
Í þessari Vafrakökuyfirlýsingu verður vísað sameiginlega til allrar þeirrar tækni sem lýst er hér að framan sem „vafrakökur“.

Notkun Expedia Group á vafrakökum

Hjá Expedia Group notum við vafrakökur af ýmsum ástæðum, þar á meðal til að:
  • Hjálpa okkur að bæta upplifun þína þegar þú heimsækir vefsvæði okkar
  • Afgreiða færslur og tryggja að vefsvæði okkar virki eins og ætlast er til
  • Muna kjörstillingar þínar, á borð við tungumál, landsvæði eða gjaldmiðil
  • Birta þér viðeigandi auglýsingar og greina árangur af auglýsingunum
  • Gera þér kleift að fara til baka í fyrri ferðaleitir
  • Greina villur á vefsvæðum okkar
  • Hjálpa til við gagnavernd og mögulega greina og rannsaka illgjarnar eða sviksamlegar aðgerðir
  • Hjálpa okkur að skilja vefumferð til vefsvæðis okkar, þar á meðal tíma og dagsetningu heimsóknar, tíma og dagsetningu síðustu heimsóknar, og aðrar upplýsingar
  • Greina hversu vel vefsvæði okkar virka

Tegundir upplýsinga sem vafrakökur safna

Innifalið í þeim tegundum upplýsinga sem við söfnum með vafrakökum eru:
  • IP tala
  • Tækisauðkenni
  • Skoðaðar vefsíður
  • Vafrategund
  • Upplýsingar um vafur
  • Stýrikerfi
  • Internet-veita
  • Hvort þú hafir brugðist við auglýsingu eða átt samskipti gegnum auglýsingu
  • Tilvísandi eða tilvísaðir hlekkir eða vefslóðir
  • Eiginleikar sem notaðir voru og aðgerðir sem framkvæmdar voru á vefsvæðum okkur og öppum.
Sjáðu kaflann Flokkar persónuupplýsinga sem við söfnum og notum í Persónuverndaryfirlýsingu okkar til að fá frekari upplýsingar um hvaða tegundum upplýsinga er safnað sjálfkrafa.

Tegundir og virkni vafrakaka

Nauðsynlegar vafrakökur
Ákveðnar vafrakökur eru „nauðsynlegar“ og verða að vera virkar til að vefsíða okkar og app virki. Dæmi um þessa virkni eru m.a.: að gera þér kleift að vafra um síður okkar og leyfa okkur að bera kennsl á notendur sem snúa aftur þannig að aðgerðir eins og innskráning og stjórnun bókana séu öruggar. Þú getur ekki hafnað notkun á nauðsynlegum vafrakökum.
Aðrar tegundir vafrakaka
Við notum einnig aðrar tegundir vafrakaka til að gera vefsíðuna okkar aðlaðandi og nytsamlega fyrir þig:
  • Virknikökur. Þessar vafrakökur gera vefsíðu okkar og öppum kleift að muna kjörstillingar þínar eins og valið tungumál, stillingar, innihald innkaupakörfu og fyrri leitir. Við notum þessar vafrakökur til að bæta og sérsníða notkun þína á vefsvæðum okkar.
  • Frammistöðukökur.Þessar vafrakökur eru notaðar til að greina og safna upplýsingum um hvernig notendur nota vefsíðuna okkar eða öpp, til að mæla og bæta heildarframmistöðu vefsvæða okkar. Frammistöðukökur gera okkur kleift að fylgjast með (í heildina) hvernig gestir nota vefsvæði okkar, þar á meðal hversu miklum tíma gestir verja á hverri síðu á vefsvæði okkar, fjölda smella á tiltekinni síðu, hvaða leitarorð eru notuð og hvernig notendur hreyfa músina og skruna um síðurnar. Við notum upplýsingarnar sem við fáum til að ákvarða skilvirkni auglýsinga okkar, greina tæknileg vandamál með vefsíðuna og til að bæta þjónustu okkar, þar með talið upplifun þína.
Til greiningar gætu þriðju aðilar sem veita okkur þjónustu notað vafrakökur til að veita þjónustu sína og gætu þeir sameinað upplýsingarnar sem þeir safna um þig á vefsvæðum okkar við aðrar upplýsingar sem þeir hafa safnað. Þessi Vafrakökuyfirlýsing nær ekki yfir slíka notkun þriðja aðila á upplýsingunum þínum.
  • Miðunarkökur Expedia Group og þriðju aðilar sem við treystum nota þessar vafrakökur til að búa til sérsniðinn prófíl og senda þér auglýsingar sem eru meira viðeigandi fyrir þig út frá áhugamálum þínum. Upplýsingum er safnað með samskiptum þínum við síðuna okkar, auglýsingum frá þriðju aðilum á vefsvæðum okkar, auglýsingum okkar á vefsvæðum þeirra og þeim vafrakökum sem þegar eru til frá öðrum vefsvæðum á tölvunni þinni. Þessar vafrakökur gætu verið notaðar til að takmarka fjölda þeirra skipta sem þú sérð auglýsingu, mæla árangur auglýsingaherferðar og birta sérsniðið efni. Við höfum ekki aðgang að vafrakökum sem þriðju aðilar sem starfa með okkur safna og meðferð þessara þriðju aðila á upplýsingum falla ekki undir þessa vafrakökuyfirlýsingu. Ef þú afþakkar þessar vafrakökur mun það leiða til þess að auglýsingar verða minna sérsniðnar.

Upplýsingavalkostir þínir

Þú getur valið að fá ekki sérsniðnar netauglýsingar á þessu vefsvæði og öðrum vefsvæðum og fengið frekari upplýsingar um hvernig eigi að hafna því að upplýsingar þínar séu notaðar í þeim tilgangi að veita sérsniðnar auglýsingar með því að nýta þér eftirfarandi vefsíður:
• Fyrir EES, Sviss og Bretland: http://www.youronlinechoices.eu/
• Fyrir Kanada: http://youradchoices.ca/choices/
• Fyrir Bandaríkin og aðra heimshluta:
o http://www.aboutads.info/choices/
o http://optout.networkadvertising.org/
Athugaðu að ef þú velur að fá ekki sérsniðnar auglýsingar muntu samt sjá auglýsingar á netinu, en þær verða almenns eðlis og minna viðeigandi fyrir þig.
Sumir auglýsingasamstarfsaðilar okkar eru meðlimir Network Advertising Initiative, en þar er boðið upp á eina staðsetningu þar sem hægt er að hafna markvissum auglýsingum frá aðildarfyrirtækjum. Nánari upplýsingar eru hér og hér.

Hvernig geturðu stjórnað vafrakökunum þínum?

Þú getur stillt eða breytt stillingunum á vefvafra þínum þannig að hann samþykki eða hafni vafrakökum hvenær sem þú vilt, en mundu að ef þú velur að hafna vafrakökum getur það takmarkað aðgang þinn að ákveðinni virkni og hlutum vefsvæðis okkar.

Ekki-rekja boð og svipuð ferli.

Sumir vefvafrar kunna að senda „ekki-rekja“ boð til vefsvæða sem vafrinn hefur samskipti við. Þar sem vefvafrar innlima og virkja þennan eiginleika á mismunandi hátt er það ekki alltaf ljóst hvort notendur ætlist til að þessi merki séu send eða hvort þeir eru yfirhöfuð meðvitaðir um þau. Þátttakendur í leiðandi samtökum í setningu netstaðla sem eru að taka á þessu máli vinna að því um þessar mundir að skera úr um hvað vefsvæði eigi að gera þegar þau taka á móti slíkum merkjum, eða hvort þau eigi yfirhöfuð að gera nokkuð. Sem stendur aðhöfumst við ekkert þegar kemur að þessum boðum. Ef og þegar lokastaðall er settur og samþykktur munum við endurmeta hvernig við bregðumst við þessum boðum og gera viðeigandi uppfærslu á þessari Vafrakökuyfirlýsingu.

Hafa samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða áhyggjur af notkun okkar á persónuupplýsingunum þínum, eða vilt spyrjast fyrir um meðhöndlun persónuupplýsinga, og nýta rétt þinn til að fá aðgang, leiðrétta eða spyrjast fyrir um eyðingu persónuupplýsinga, skaltu hafa samband við okkur í gegnum persónuverndarhlutann hér. Smelltu hér til að skoða lista yfir fyrirtæki innan Expedia Group.
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um ábyrgðaraðila gagna (og sameiginlega ábyrgðaraðila, þar sem við á) og/eða fulltrúa persónuupplýsinga sem við vinnum úr skaltu smella hér.

Uppfærslur á Persónuverndaryfirlýsingu

Við gætum uppfært þessa yfirlýsingu til að bregðast við breyttum lögum eða þróun í tækni eða viðskiptum. Ef við leggjum til að gera einhverjar efnislegar breytingar munum við láta þig vita með tilkynningu á þessari síðu. Þú getur séð hvenær þessi Vafrakökuyfirlýsing var síðast uppfærð með því að skoða dagsetninguna við „síðast uppfært“ sem birt er efst í þessari Yfirlýsingu.
Til að fá upplýsingar um fyrri uppfærslur skaltu vinsamlegast hafa samband við okkur.