6/10 Gott
5. júlí 2015
Ágætt vegahótel með sundlaug
Ástæðan fyrir að þetta hótel var valið var vegna glæsilegrar einkunnar það fékk og við töldum okkur vera að fara í spænska sveit. Við komumst svo að því að þetta var bara dæmigert vegahótel fyrir eina nótt en ekki þrjár.
Við ókum upp í fjöllin í skoðunarferð einn daginn og leituðum svo veitingastaðar í þorpinu við hótelið en fundum engann og enduðum á að fylgja GPS tækinu á eina veitignastaðinn sem var við hótelið. Sá heitir eftir hótelinu Felix restaurant. Þangað fer ég aldrei aftur. Matseðill með myndum af réttum og franskar með þeim öllum gefa ekki von um góða matseld sem stóðst. Dýrt og ómerkilegt. Sem dæmi var grænmetispitsan sem dóttir mín og kona pöntuðu aðeins með rifinni gúrku og gulrótum og þær kostuðu 11 evrur hver.
Við fórum í sundlaugina en það angraði okkur að við komum í hana á hádegi og afgangur af morgunmat var þar enn á borðum við laugina. Fleiri komu í laugina og þurftu að færa afgangana til svo hægt væri að nota borðin við laugin fram eftir degi. Laugin var annars góð og beddar við hana góðir. Hótelið er mjög hljóðeinangrað frá öllum hávaða svo við sváfum vel. Sem sagt gott vegahótel en lítið annað.
Petur
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com