Kvartanir og eyðublöð vegna brota á hugverkarétti

Fyrirtækjasamsteypa okkar virðir hugverkarétt annarra og ætlast til að birgjar okkar, samstarfsaðilar og notendur (samantekið „notendur“) geri slíkt hið sama. Það er stefna okkar að banna notendum að birta efni sem brýtur gegn höfundarrétti, vörumerkjarétti eða öðrum hugverkaréttindum annarra og við viðeigandi aðstæður munum við loka reikningi notenda sem brjóta ítrekað gegn þessu.  Hér fyrir neðan eru skilyrði og leiðbeiningar um hvernig skuli leggja fram kvartanir vegna brota á höfundarrétti eða gegn vörumerkjum og gagntilkynningar vegna kvartana um brot á höfundarrétti. 

 

Kvartanir vegna brots á höfundarrétti 

Ef þú telur að brotið sé gegn höfundarréttarvörðu efni þínu í eða í gegnum þjónustu okkar skaltu, samkvæmt lögum um stafrænan höfundarrétt (Digital Millennium Copyright Act) (í Bandaríkjunum), tilskipun um rafræn viðskipti (innan ESB) og álíka lögum sem tengjast vefefni, senda inn skriflegt kvörtunareyðublað vegna brots á höfundarréttiOpnast í nýjum glugga („Tilkynningin“) til fulltrúa okkar á sviði höfundarréttar (Copyright Agent) sem skráður er hér fyrir neðan. Við móttöku útfylltrar tilkynningar munum við grípa til viðeigandi ráðstafana, þar á meðal að fjarlægja tilkynnt efni af þjónustu okkar og/eða loka reikningi notandans við viðeigandi kringumstæður.  

Fylltu út og sendu inn kvörtunareyðublað vegna brots á höfundarréttiOpnast í nýjum glugga eða sendu inn tilkynningu með öllum eftirfarandi upplýsingum og yfirlýsingum:   

  1. Tilgreindu greinilega það höfundarréttarvarða verk sem þú telur að hafi verið notað með brotlegum hætti - þar á meðal vefslóð ef hún er til, afrit af skráningu og afrit af verkinu, eða svipuð sönnunargögn; 
  2. Tilgreindu greinilega það efni á þjónustu okkar sem þú heldur fram að brjóti gegn verkum þínum - afhentu afrit, eða gefðu upp vefslóð, aðrar staðsetningarupplýsingar eða hlekk á hið brotlega efni; 
  3. Heimilisfang þitt, netfang og símanúmer; 
  4. Eftirfarandi yfirlýsing: „Ég tel í góðri trú að efnið sem skilgreint er sem brot á höfundarrétti sé ekki með leyfi eiganda höfundarréttarins, fulltrúa hans eða gildandi laga,“ 
  5. Eftirfarandi yfirlýsingu:  „Upplýsingarnar í þessari tilkynningu eru réttar, og að viðlagðri refsingu við meinsæri, hefur sá sem hér kvartar umboð til að starfa fyrir hönd eiganda einkaréttar sem meint brot á sér stað gegn;“ og 
  6. Undirritun þess einstaklings sem hefur umboð til að starfa fyrir hönd eiganda einkaréttar sem meint brot á sér stað gegn. 

Þú getur sent okkur tilkynninguna þína (a) með tölvupósti á CopyrightComplaints@expediagroup.com, (b) með faxi í +1 425 679-7251, Attn: Expedia Group Copyright Agent, c/o Legal Department eða (c) með því að senda prentað og undirritað eintak til:  

Expedia Group Copyright Agent  

c/o Legal Department  

Expedia, Inc.  

1111 Expedia Group Way W  

Seattle, Washington 98119, USA  

 

Til að flýta fyrir yfirferð og aðgerðum varðandi tilkynninguna þína skaltu sækja, fylla út og skila inn kvörtunareyðublaði vegna brots á höfundarréttiOpnast í nýjum glugga eins og eyðublaðið segir til um.  

ATHUGIÐ:  Við munum ekki afgreiða kvörtun þína ef hún er ekki fyllt rétt út eða er ófullgerð og við munum endursenda hana svo þú getir lokið réttri kröfugerð. Rangar staðhæfingar í tilkynningu þinni varðandi það hvort efni eða gjörðir séu brotlegar kunna að leiða til skaðabótaskyldu þinnar.  

 

Riftun reiknings 

Það er stefna okkar að segja upp, við viðeigandi aðstæður og að eigin vild, áskrifendum eða reikningshöfum sem teljast brjóta ítrekað af sér. Við getum líka einhliða takmarkað aðgang að þjónustu okkar og/eða lokað reikningum notenda sem brjóta gegn hugverkarétti annarra, hvort sem um er að ræða endurtekin brot eða ekki. Ef þú telur að reikningshafi eða áskrifandi hafi gerst sekur um endurtekin brot skaltu veita okkur nægilegar upplýsingar til að við getum sannreynt að reikningshafinn eða áskrifandinn hafi gerst sekur um endurtekin brot þegar þú fyllir út tilkynninguna.  

 

Gagntilkynning vegna brots á höfundarrétti 

Ef þú telur að efni sem þú birtir hafi verið fjarlægt ranglega í kjölfar kvörtunar vegna brots á höfundarrétti skaltu fylla út og senda inn skriflegt eyðublað fyrir gagntilkynningu vegna brots á höfundarréttiOpnast í nýjum glugga („Gagntilkynning“) til fulltrúa okkar á sviði höfundarréttar (Copyright Agent) sem skráður er hér fyrir neðan. Þegar við höfum móttekið útfyllta gagntilkynningu munum við grípa til viðeigandi aðgerða, þar á meðal að endurbirta hið tilkynnta efni á þjónustu okkar.   Þú gætir viljað leita þér lögfræðiráðgjafar áður en þú gerir það. Gagntilkynningin verður að innihalda allar eftirfarandi upplýsingar og yfirlýsingar:    

  1. Auðkenndu með skýrum hætti hið tiltekna efni sem var fjarlægt eða óvirkjað og staðsetninguna þar sem efnið birtist á þjónustu okkar áður en það var fjarlægt. Vinsamlegast gefðu upp vefslóðina ef mögulegt er eða aðrar staðsetningarupplýsingar: 
  2. Nafn þitt, heimilisfang, símanúmer og netfang;
  3. Yfirlýsinguna: „Hvað varðar þessa kvörtun og gagntilkynningu samþykki ég hér með lögsögu alríkisundirréttar lögsagnarumdæmisins þar sem heimili mitt er, eða ef heimili mitt er utan Bandaríkjanna, í hverju því lögsagnarumdæmi þar sem Expedia, Inc. er að finna.  Ég staðfesti ennfremur að ég muni samþykkja stefnubirtingu frá þeim aðila sem upphaflega sendi inn kvörtunina vegna brota á höfundarrétti eða umboðsmanns þess aðila;“  
  4. Eftirfarandi yfirlýsingu: „Ég sver, að viðlagðri refsingu við meinsæri, að ég telji í góðri trú að efnið sem tilgreint er hér að ofan hafi verið fjarlægt eða óvirkjað fyrir mistök eða vegna rangrar tilgreiningar;“ og 
  5. Undirskrift þess sem heldur því fram að efnið hafi verið birt með réttum og löglegum hætti.  

Þú getur sent okkur gagntilkynninguna þína (a) með tölvupósti á CopyrightComplaints@expediagroup.comOpnast í nýjum glugga, (b) með faxi í +1 425 679-7251, Attn: Expedia Group Copyright Agent, c/o Legal Department eða (c) með því að senda prentað og undirritað eintak til:  

Expedia Group Copyright Agent   

c/o Legal Department   

Expedia, Inc.   

1111 Expedia Group Way W   

Seattle, Washington 98119, USA   

 

Til að flýta fyrir yfirferð og aðgerðum varðandi gagntilkynninguna þína skaltu sækja, fylla út og skila inn eyðublaði fyrir gagntilkynningu vegna brots á höfundarréttiOpnast í nýjum glugga eins og eyðublaðið segir til um.   

 ATHUGIÐ:  Við munum ekki afgreiða kvörtun þína ef hún er ekki fyllt rétt út eða er ófullgerð.  

 

Kvartanir vegna misnotkunar á vörumerki 

Ef þú telur að þjónusta okkar eða skráning í þjónustu okkar brjóti gegn eða misnoti vörumerkið þitt skaltu fylla út skriflegt kvörtunareyðublað vegna misnotkunar á vörumerkjumOpnast í nýjum glugga („kvörtun vegna vörumerkis„) og senda það til fulltrúa okkar á sviði vörumerkja (Trademark Agent) sem skráður er hér fyrir neðan. Þegar við höfum móttekið kvörtun vegna vörumerkis munum við grípa til viðeigandi aðgerða, þar á meðal með því að svara kvörtuninni ef meint misnotkun er hluti af þjónustu okkar, með því að láta eigandann sem birti meinta brotlega notkun vita að okkur hafi borist kvörtun vegna vörumerkis með beiðni um að skoða og svara kvörtun vegna vörumerkis, með því að fjarlægja merkingar úr skráningunni eða þjónustu okkar sem greinilega brjóta gegn vörumerkjarétti og/eða með því loka reikningi notandans ef aðstæður gefa tilefni til.  

Vinsamlegast láttu eftirfarandi fylgja með í vörumerkjakvörtuninni:  

  1. Vinsamlegast skráðu eða auðkenndu vörumerkið sem þú telur að hafi verið brotið gegn; 
  2. Vinsamlegast auðkenndu merkinguna sem þú telur að brjóti gegn eða misnoti vörumerkið, og síðuna eða skráninguna/skráningarnar þar sem hin meinta vörumerkjamisnotkun á sér stað.  Vinsamlegast gefðu upp vefslóð eða hlekk ef mögulegt er;  
  3. Nafn þitt, heimilisfang, símanúmer og, ef í boði er, netfang þar sem hægt er að hafa samband við þig; 
  4. Eftirfarandi yfirlýsing: „Ég tel í góðri trú að notkun ofangreindrar merkingar á þann hátt sem kvartað er yfir sé ekki með heimild eða leyfileg og brjóti gegn eða misnoti vörumerkið“,  
  5. Eftirfarandi yfirlýsingu: „Upplýsingarnar í þessari tilkynningu eru réttar og, að viðlagðri refsingu við meinsæri, lýsi ég yfir að ég er eigandinn eða hef leyfi til að starfa fyrir hönd eiganda einskorðaðs réttar á vörumerkinu sem verið er að brjóta gegn eða misnota;“ og 
  6. Undirskrift einstaklingsins sem leggur þessa kvörtun fram.  

Þú getur sent kvörtun vegna vörumerkja (a) með tölvupósti á TrademarkComplaints@expediagroup.comOpnast í nýjum glugga (b) með faxi á +1 425 679-7251, Attn: Expedia Group Trademark Agent, c/o Legal Department eða (c) með því að senda prentað og undirritað afrit af kvörtun vegna vörumerkja til:  

Expedia Group Trademark Agent  

c/o Legal Department  

Expedia, Inc.  

1111 Expedia Group Way W  

Seattle, Washington 98119, USA  

 

Til að flýta fyrir yfirferð og aðgerðum vegna kvörtunar þinnar vegna vörumerkis skaltu sækja, fylla út og skila inn kvörtunareyðublaði vegna misnotkunar á vörumerkjumOpnast í nýjum glugga eins og lýst er á eyðublaðinu.  

ATHUGIÐ: Við munum ekki afgreiða kvörtun þína ef hún er ekki fyllt rétt út eða er ófullgerð.