Snow King Resort Hotel & Luxury Residences er á svo góðum stað að hægt er að skíða beint inn og út af gististaðnum. Þannig geturðu einbeitt þér að skíðunum, snjóbrettinu og gönguskíðunum. Ekki skemmir heldur fyrir að Snow King orlofssvæðið er í einungis nokkur hundruð metra fjarlægð. Gestir geta heimsótt heilsulindina og farið í nudd, líkamsvafninga eða andlitsmeðferðir, auk þess sem amerísk matargerðarlist er í hávegum höfð á Haydens Post, sem býður upp á morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Meðal annarra þæginda á þessu orlofssvæði fyrir vandláta eru útilaug, bar/setustofa og líkamsrækt sem er opin allan sólarhringinn. Skíðapassar, skíðageymsla, skíðaleiga og skíðakennsla eru einnig í boði. Hjálpsamt starfsfólk og góð staðsetning eru meðal helstu kosta gististaðarins að mati ferðamanna sem hafa heimsótt hann.