6/10
Dvölin var fín, við vorum í skíðaferð og það eina sem við gerðum var að sofa. Herbergið okkar var alveg við aðra lyftuna svo að það var ónæði af henni. Það var mjög þungt loft og skrýtin lykt þarna inni og þar sem herbergisglugginn okkar sneri í port var erfitt að opna gluggann. Ágætlega þrifalegt og eins og áður segir mjög fínt miðað við verð. Við gátum verið 5 í herberginu sem er kostur. Við nýttum okkur ekki matsölustað hótelsins.