10/10
Dvölin var ánægjuleg. Fyrirmyndar þjónusta, hreinlegt, frábært spa og fitness aðstaða. Sundlaugin inni og úti til fyrirmyndar. Maturinn á veitingarstaðnum fær hinsvegar ekki alveg fimm stjörnur, aðeins þrjár. Matseðillinn einfaldur og úrvalið eftir því. Við vorum í hjólaferð og því bar þetta hótel af miðað við önnur hótel sem við gistum á. Morgunmaturinn var hinsvegar alveg til fyrirmyndar og matsalurinn sjálfur stóð vel undir væntingum þar sem útsýnið er framandi á 11.hæðinni og því góð sýn yfir allt þorpið. Myndi tvímælalaust mæla með því fyrir aðra og á eflaust eftir að gista þar aftur ef ég verð á þessum slóðum.