The Taaras Beach & Spa Resort skartar einkaströnd með ókeypis strandskálum, sólhlífum og strandblaki, auk þess sem köfun, snorklun og sjóskíði með fallhlíf eru í boði á staðnum. Útilaug staðarins er frábær fyrir þá sem vilja busla svolítið, en þegar tími er kominn til að slappa af má heimsækja heilsulindina þar sem boðið er upp á nudd, líkamsvafninga og ilmmeðferðir. Á The Asean All Day Dining, sem er við ströndina, er malasísk matargerðarlist í hávegum
höfð og boðið er upp á morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Meðal annarra þæginda á þessu orlofssvæði fyrir vandláta eru strandbar, barnasundlaug og skyndibitastaður/sælkeraverslun.