10/10 Stórkostlegt
6. nóvember 2024
Gott og rólegt andrúmsloft er á hótelinu. Fólk þjónustulundað. Matur var fjölbreyttur og mér fannst best að velja þann hluta sem matur er eldaður jafnóðum fyrir mann. Sleppti alveg matnum í hitaborði. Valdi bara meðlæti þar eins og kartöflur og grænmeti. Útsýni yfir sjóinn er fallegt og sundlaug er góð. Sundlaug er opnuð kl. 09:30 og gott að mæta rétt fyrir það til að velja uppáhalds staðinn við laugina.
Lifandi tónlist eða söngur er öll kvöld á barnum hjá sundlauginni. Drykkir og smá réttir eru á hagkvæmu verði. Þetta er þriðja árið okkar hjóna hér.
Netið er hægvirkt á nútíma mælikvarða og fáar sjónvarpsrásir á ensku. Fleyri þýskar.
Rúmmin eru frekar hörð en við fengum strax mjúkar yfirdýnur og þá var þetta ekkert mál.
Petur
Petur, 15 nætur/nátta ferð
Sannreynd umsögn gests af Hotels.com