Fara í aðalefni.

Bestu hótelin á Tenerife

Finndu hótel á Tenerife

  • Borgaðu núna eða síðar fyrir flest herbergi
  • Ókeypis afbókun fyrir flest herbergi
  • Verðvernd

Finndu rétta hótelið á Tenerife

Tenerife hefur verið einn af uppáhalds áfangastöðum Íslendinga um árabil, enda finna þar flestir eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir ætla í fjölskylduvænt frí, rómantíska og afslappandi heimsókn á ströndina eða heimsókn í borgina. Tenerife, sem er stærst Kanaríeyjanna, rís eins og gimsteinn úr glitrandi Atlantshafinu og skartar hinni fullkomnu blöndu af náttúrufegurð, áhugaverðri sögu og iðandi næturlífi. Landslagið einkennist af gulbrúnum hæðum, grænum skógum, klettóttum hásléttum og efst við sjóndeildarhringinn trónir snævi þakið eldfjallið. Meðfram ströndinni má svo finna blöndu af lúxusorlofsstöðum, sögulegum sjávarþorpum og yngri borgum með líflegum klúbbum og börum.

Áhugavert í nágrenninu

Náttúruunnendur ættu ekki að láta Teide-þjóðgarðinn fram hjá sér fara, en það er gríðarstórt svæði með villtum háfjallaskógum og grýttum fjallshlíðum sem leiða mann smám saman að hinu kynngimagnaða eldfjalli Teide, en snævi þakinn fjallstoppur þess er hæsti tindur Spánar. Á vesturströnd Tenerife er svo Masca-dalurinn, ekki síður töfrandi almenningsgarður þar sem göngustígar liggja í gegnum engi bleikra og fjólublárra blóma og yfir kristaltæra læki. Borgarstemningin er ekki langt undan, því norðanmegin á eyjunni er borgin San Cristobal de La Laguna með sínum spænska og rómanska arkitektúr, tilkomumiklum kirkjum með hvolfþökum og rauðbrúnu húsum. Þeir sem vilja frekar neonlýst og dúndrandi næturlíf fá svo úr nógu að moða á suðurströndinni þar sem finna má Playa de las Americas – amerísku ströndina. Þessi nútímalega strandborg er í fullu fjöri allt árið um kring með sínum skrautlegu börum, karaoke-stöðum og glitrandi næturklúbbum sem dreifa sér meðfram gullinni ströndinni.

Hótel á Tenerife

Mikið úrval hótela á Tenerife er í boði um alla eyjuna. Lúxusheilsulindir og orlofsstaðir bjóða hrífandi sjávarsýn, stórar sundlaugar, fyrsta flokks nuddpotta og veitingastaði sem flestir reiða fram fyrsta flokks sjávarrétti. Leiga á íbúðum er vinsæll kostur fyrir fjölskyldur, sem fá meira pláss á góðu verði, eldhúskrók og oft fylgja einnig afnot af sameiginlegum sundlaugum. Þeir sem vilja helst kynnast borgarlífinu og ferðast ódýrt ættu að leita uppi farfuglaheimilin, sem fara oft frekar leynt en búa yfir vinalegu og afslappandi andrúmslofti. Eins má finna fjölda gistiheimila og smærri húsa á góðu verði í flestum borgum og bæjum á eyjunni.

Hvar er gott að gista á Tenerife?

Playa de las Americas er án efa rétti staðurinn fyrir þá sem leita að klúbbastemningu, en þar bíða barirnir í röðum eftir skemmtanaþyrstu ferðafólki. Ekki skemmir heldur suðræn stemningin fyrir, pálmatrén og sólbökuð baðströndin. Borgin Santa Cruz á norðurströndinni hentar vel fjölskyldum, en þar er líflegt strandsvæði sem skartar m.a. rússíbönum og vatnsrennibrautum. Í miðbæ Santa Cruz finna svo hinir fullorðnu ýmislegt við að vera – t.d. að njóta sín á afslöppuðum pöbbum bæjarins eða prófa einhvern hinna fjölmörgu sjávarréttaveitingastaða. Þeir sem vilja komast í meiri nánd við sögulega menningu Tenerife geta það svo t.d. í bænum San Cristobal de La Laguna. Hann skartar reyndar ekki bara suðrænum sjarma, heldur veitir líka auðveldan aðgang að blómlegri náttúru hinna nærliggjandi þjóðgarða.

Hvernig er best að komast til Tenerife?

Tenerife-suður flugvöllurinn er opinn allt árið, en hann er vel tengdur öllum helstu alþjóðlegu flugvöllum Evrópu. Flugvallarrútur ganga allan sólarhringinn og veita góðan og tiltölulega ódýran flutning bæði til suður- og norðurstrandarinnar auk þess sem farþegar fá stórkostlegt útsýni yfir ströndina og hafið á leiðinni. Vinalegar leigubílaþjónustur veita líka þægilega þjónustu um svo til alla eyjuna og svo má líka nota hið frábæra og ódýra rútukerfi Tenerife til að komast milli staða. Þeir sem vilja hins vegar fullkomið frelsi ættu að nýta sér þjónustu einhverrar af hinum fjölmörgu bílaleigum á svæðinu.

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði