Fara í aðalefni.

Hótel á Benidorm

Leitaðu að hótelum á Benidorm

Sparaðu meira með hulduverði

Sparaðu samstundis með hulduverði

  • Borgaðu núna eða síðar á flestum herbergjum
  • Ókeypis afbókun á flestum herbergjum
  • Verðvernd

Benidorm: Hótel og önnur gisting á frábærum kjörum

Hótel á Benidorm

Sem fyrsta ferðamannasvæði Spánar til að aflétta bikíníbanni Franco herforingja hefur Benidorm verið aðalskemmtistaður landsins í yfir 60 ár. Fjölskyldur busla í gegnsæja sjónum að degi til, þangað til tunglið kallar fram nátthrafnana sem njóta líflegs skemmtanalífsins þar sem boðið eru upp á kabaretta, bari og spilavíti langt fram á morgun. Skýjakljúfahótelin sem gnæfa yfir borgarmyndinni taka á móti 5 milljónum gesta ár hvert og gera Benidorm heillandi og yfirgengilegt umhverfi.

Það sem fyrir augun ber

Eftir að þú hefur kastað farangrinum inn á hótelherbergið er tími til að skella á sig sólarvörninni og halda beint á ströndina. Levante og Poniente eru lengstu hvítu strendurnar, en þar getur orðið fjölmennt stundum. Kíktu frekar á Malpas-ströndina, bjúglaga og afskekktan sælustað þar sem þú getur slappað af undir skugga pálmatrjáa. Þegar þú skoðar strandlengjuna skaltu passa þig á að missa ekki af Svölum Miðjarðarhafsins, þar sem ótrúlegt útsýni yfir sóldýrkendur í sólbaði svo langt sem augað eygir, með skýjakljúfa í bakgrunni, bíður þín. Þarftu fleira en sól og sand til að hafa ofan af fyrir þér? Þú getur varið deginum í sund með sæljónum í Mundomar, áður en þú þarft að stappa í þig stálinu þegar þú horfir niður hinar hrikalegu vatnsrennibrautir í Aqualandia. Þú ættir að taka frá kvöld til þess að upplifa hinn einstaka kabarett á Benidorm Palace, þar sem þú getur gætt þér á humri á meðan glæsilegir dansarar þyrlast dáleiðandi í kringum þig.

Hótel á Benidorm

Efnahagur Benidorm er algjörlega miðaður að því að veita ferðamönnum einstaka upplifun, svo gestir hafa úr óviðjafnanlegu úrvali hótel og íbúða að velja - allt frá hagstæðu til hágæða. Ef hóflegra gistival skilur eftir nokkrar evrur til viðbótar til að kaupa tapas með, þá er það málamiðlunarinnar virði, því m.a.s. ódýrustu gistirýmin bjóða oftast upp á sundlaugar á hverra bökkum gott er að hanga morguninn eftir mikið skemmtanakvöld. Lúxushótelum í Benidorm fjölgar og þau standa dreift um borgina, og það er magnað hve miklu auðveldara það er að vakna þegar að túrkísblátt vatnið að mæta bláum himni er það fyrsta sem þú sérð af koddanum.

Hvar á að gista

Benidorm bíður upp á einstök hótel í skýjakljúfum, með útsýni yfir Miðjarðarhafið í áttina að Ibiza, sem þýðir að herbergi með sjávarsýn, og beinan aðgang að strönd og bar, eru auðfáanleg. Það er óþarfi að eyða pening í leigubíla því þú verður í hringiðunni miðri og magnað næturlíf Benidorm aðeins steinsnar frá. Hvort sem þú ætlar að hoppa á milli tapas bara - til að skola niður gómsætri sjávarrétta paella með krúsum af sangría - eða hyggur á fiesta fram á rauðan morgunn á fjörugum næturklúbb, þá er öruggt að þú skemmtir þér vel.

Leiðin til Benidorm

Alicante flugvöllurinn býður fjölda farþega hvaðanæva að úr heiminum velkominn til Costa Blanca, og gestir fá að berja hið ótrúlega bláa Miðjarðarhaf augum í fyrsta sinn í aðfluginu. Það gæti ekki verið mikið auðveldara að taka rútu til Benidorm frá flugvellinum og það er betri kostur en að skrönglast upp bratta brekkuna til lestarstöðvar flugvallarins - sérstaklega í steikjandi sólskininu. Það tekur stór og nýtískuleg langferðabílamiðstöð á móti þér í Benidorm og það má alltaf finna leigubíla til að skutla þér á hótelið með farangurinn.