Fràbær staðsetning, vorum í þrjár nætu, stutt í alla verslun veitingastaði og bari, nutum þess að rölta um miðbæinn. Starfsfólkið er yndislegt allir svo glaðir og kurteisir. Morgunverður var mjög fínn , ferskir ávextir, grautur, morgunkorn og nýbakað brauð, úrval af áleggi og egg og bacon.
Herbergið var mjög fínt, góð rúm og sængur, auðvelt að stilla hita og lofta út. Það er hitaketill kaffi og te á herbergi. Við vorum à bíl og fengum stæði í bílageymslu sem fylgir þegar þú bókar herbergið.