Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Vegvísir um Central Park í New York - kyrrlátar gönguferðir, skautaferðir og Shakespeare

Finndu gististað

Njóttu dagsins undir sól, skugga eða stjörnum í þeim bakgarði New York sem Central Park er. Bókaðu hótel í New York borg og pakkaðu lautaferðakörfu.
Afslöppun

Central Park er afslappaður griðastaður í friðlausri borg. Lautaferðir í Sheep's Meadow, bátsferðir á vatninu, mannlífsskoðun við Bethesda-brunninn eða að lykta af túlípönunum við Conservatory Gardenow brúnna er endurlífgandi breyting frá hraða borgarlífsins. Bugðóttir stígar leiða vegfarendur kringum lónið, yfir Bow-brúna og á milli grasivaxinna hlíða.

 

Fjölskylduskemmtun

Central Park er leikvöllur New York. Klifraðu upp í topp Belvedere-kastala til að sjá yfir skógivaxið Ramble svæðið. Að skoða sæljónin við matmálstíma í dýragarði Central Park er alltaf vinsælt hjá börnunum. Skelltu þér í hringekjuna eða horfðu á brúðuleikarana leika listir sínar í Swedish Cottage strengjabrúðuleikhúsinu. Að renna sér á skautum á Wolman-svellinu að vetri til, eða að leika sér í Victoria Gardens skemmtigarðinum að sumri til, er góð skemmtan.

 

Tónlist og menning

Í Central Park er aragrúi menningaratburða, sérstaklega á sumrin. Fílharmoníusveit New York spilar á Great Lawn í júlí og Shakespeare í garðinum dregur að sér fjölda fólks með stjörnum prýddum uppsetningum. SummerStage býður upp á vikulegar uppsetningar. Árið um kring má finna götulistamenn - sjónhverfingalistamenn, skautara og tónlistamenn - á Mall. Fáðu þér sæti og láttu skemmta þér hvaða dag vikunnar sem er.

 

Hagnýtar upplýsingar

Leiðin þangað: Margar neðanjarðarlestarlínur þjónusta garðinn, með stoppistöðum bæði að austan og vestan, á suð-vestur og suð-austur hornunum, og efst í garðinum. Upplýsingar fyrir gesti: Þrjár upplýsingamiðstöðvar bjóða upp á leiðarlýsingar, kort af garðinum, almanök með viðburðum og sjálfboðaliða þér til aðstoðar. Þær eru Dairy (rétt sunnan 66. strætis), Belvedere-kastali (rétt norðan 79. strætis þversum) og Charles A. Dana Discovery miðstöðin (efst í garðinum).

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: New York

Frá 1260 hótelum.