Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Róm - keisaraleg saga, barokklistir og sígild matargerð

Finndu gististað

Með borgarferð til Rómar sökkva gestir í sögu og menningu. Bókaðu hótel í Róm til að kanna sögufræga fortíð og líflega nútíð fornra bregfléttuvaxinna rústa, glæstra barokkhalla og nýtískulegra listasafna Rómar.
Að ná áttum

Tíber liðar sig frá norðri til suðurs í gegnum vesturhluta miðborgar Rómar. Péturskirkjan og Vatíkanið horfa til austurs yfir ána til hinnar sögulegu miðborgar Rómar og frægu hæðanna sjö. Piazza Navona, hinn dramatíski Trevi-brunnur og kennileiti Rómar frá miðöldum og barokktímanum eru beint handan árinnar. Lengra til austurs er hin stóra aðallestarstöð, en hið fornrómverska Kólosseum og rústir hallanna á Palantínhæð eru til suðausturs.

 

Rómverskar veitingar

Veitingahús undir beru lofti með útsýni yfir Piazza Navona bjóða fram fræga ítalska rétti sem eiga uppruna sinn í Róm, eins og rjómalagað spaghetti carbonara og saltimbocca kálfakjöt. Gott er að halda á trattatoria veitingahús í Trastevere til að gæða sér á gnocchi soðkökum eins og rómverjar gera sjálfir. Ristuð þistilhjörtu og aðrir sérréttir rómverskra gyðinga má finna í gyðingahverfinu, norðan við sveiginn sem Tíberáin tekur við Tíbereyju.

Þrjúþúsund ára saga

Þú finnur mannkynssögu við hvert fótmál í Rómaborg Þú getur heimsótt Palantínhæðina en hún er fæðingarstaður Rómar sjálfrar og klifið þrep sem Michelangelo hannaði frá Kapítólhæð til rústa hofanna við rómverska torgið. Stræti með hallir frá endurreisnartímanum á báðar hendur liggja norður að sögulega miðbænum og gosbrunnunum á Piazza Navona sem áður var rómverskur leikvangur. Þungamiðja kristninnar í Róm er handan Tíber í Vatíkaninu, sjálfum páfagarðinum, en um alla miðborg Rómar eru hundruðir kirkna sem gaman er að skoða.

 

Verslun með stíl

Rómverjar eru meðvitaðir um tískustrauma og stunda tískubúðirnar í kringum Spænsku þrepin, austarlega í gömlu miðborginni. Á þessu svæði eru líka fornbúðir, fullar af fjársjóðum, en þeir sem vilja finna skemmtileg gömul föt ættu að kíkja á Via Sannio markaðinn í suðurhluta borgarinnar. Sælkerar halda rakleiðis til frægra sælkerabúða eins og Castroni, norðan Vatíkansins, og matvælamarkaðarins í Campo de' Fiori. Besti flóamarkaðurinn er haldinn hvern sunnudagsmorgun á Porta Portese í Trastevere, suður af Vatíkaninu.

Rómantík í Róm

Í Róm eru margir staðir afsíðis fyrir þá sem vilja eiga rómantísk augnablik. Strætin fyrir utan hótelið þitt í Róm gætu legið niður að Tíber, sem er þveruð af gömlum brúm eins og Sant'Angelo, og við hana standa englastyttur í röðum. Sólsetrin eru fögur frá Pincio-hæðinni þegar horft er yfir Róm til Péturskirkjunnar. Pör hafa það huggulegt í kertalýstum veitingastöðum í miðaldar bakstrætum miðborgarinnar og fleygja smápeningum í Trevi-brunninn til að tryggja aðra ferð til Rómar. 

 

Fjölskylduskemmtun

Borgarferð til Rómar vekur mannkynssöguna til lífsins fyrir börnin. Helber stærð Kólosseum skilur mikið eftir sig og ferð í Tímalyftunni útskýrir rústirnar vel í gegnum endurbyggingu á Róm hinni fornu. Það má taka á sýnisgripunum á Explora, safni barnanna, og í nærliggjandi Borghese-görðunum má finna dýragarð, lest og brúðuleiksýningar. 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Róm

Frá 6480 hótelum.