Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Barselóna - sláandi arkitektúr, heimsminjastaðir og bragðgóð tapas

Finndu gististað

Dreifbýl borg í Katalóníu full af heimsminjastöðum, fjölskyldureknum tapas-stöðum og litaglöðum arkitektúr, Barselóna er borg sem enginn ætti að láta framhjá sér fara Haltu sem leið liggur í menningarlegt hjarta Barselóna - Ciutat Vella (gamla borgin) - til að uppgötva fjölbreyttar gotneskar byggingar. Þú getur líka skoðað hinar mögnuðu nýlista byggingar Eixample og hinar frægu Gaudí byggingar í Park Güell. Ljúktu svo þessari ævintýralegu borgarferð með því að verja degi á einni margra sendnu strandanna í Barselóna.

Ciutat Vella (gamla borgin)

 

Ciutat Vella er elsti hluti Barselóna og bugðóttar og steinilagðar götur hennar, sem við standa skemmtilegir veitingastaðir og heillandi arkitektúr, setja svip á svæðið. Þar er Barri Gòtic (gotneska hverfið) - menningarleg þungamiðja borgarinnar - þar finnurðu byggingar frá miðöldum sem standa við falin torg, skuggsæl kaffihús, og vinsæla veitingastaði. Þar er líka La Rambla - hið víðfræga stræti sem liggur milli Barri Gòtic og El Raval - þú mátt ekki missa af skoðunarstöðum, útimörkuðum, og freistandi verslunum þessa svæðis.

 

Miðborgin (Eixample og La Sagrada Família)

 

Miðborgin hefur upp á margt spennandi að bjóða, m.a. telst Eixample svæðið til hennar, sem og La Sagrada Família hverfið. Ef frá er talin hin fræga kaþólska kirkja Antoni Gaudí er þetta fína hverfi helst þekkt fyrir verslunargötuna sína - Passeig de Gràcia - og heimsborgaralega kaffihúsaklasann, Rambla de Catalunya.

 

Gràcia

 

Þetta hverfi er fáfarnari hluti Barselóna; þetta töff hverfi hefur yfir sér allt annað yfirbragð en önnur hverfi borgarinnar. Hér er kyrrlátt yfirbragð bóhema, og þú finnur íbúa hverfisins í afslöppun meðal friðsælla torga, verslana og lítilla kaffihúsa. Þetta er ekta katalónskt hverfi, sem stendur traustum fótum í staðbundnum hefðum og matargerðarlist Miðjarðarhafsins, og þér mun finnast sem þú hafir hrasað um hinn sanna kjarna Barselóna.

 

Horta - Guinardó

 

Þetta íbúðahverfi er á útjaðri miðborgar Barselóna, norðan Parc Güëll, og á sér einstaka sögu. Eitt sinn samanstóð það einungis af tveimur smáþorpum og aðalþvottastöð borgarinnar en hefur á síðustu árum vakið áhuga margra. Þar eru hinir heillandi nýklassísku garðar, sem kallaðir eru El Laberint d’Horta, og þessi rólyndisstaður veitir nýja sýn á kosti Barselóna.

 

Les Corts

 

Fjármálahverfi Barselóna, Les Corts, er einstaklega skemmtilegt. Þó það sé kannski ekki jafn fallegt og aðrir borgarhlutar getur Les Corts státað sig af bestu afurð Barselóna - FC Barcelona (hinu fræga fótboltaliði borgarinnar). Þar er Camp Nou leikvangurinn - heimavöllur FC Barcelona - og Les Corts er fágaður miðdepill knattspyrnumenningarinnar.

 

Nou Barris & Sant Andreu

 

Nou Barris og Sant Andreu eru minna þekkt sem ferðamannasvæði, enda eru þetta að mestu íbúðahverfi. Bæði svæði hafa nýlega verið endurnýjuð og þar má finna nokkrar hefðbundnar búðir og ódýr kaffihús, svo ekki sé minnst á ósvikið borgarlíf.

 

Sant Martí

 

Þetta hverfi er táknmynd nútíma Barselóna, eftir mikla uppbyggingu í sambandi við Ólympíuleikana 1992 er mikill nýtískubragur á Sant Martí. Þar geturðu heimsótt Vila Olimpica del Poblenou og uppgötvað næturlíf og bari svæðisins, eða gengið eftir Diagonal Mar, sjávarsíðunnu þar sem finna má nokkrar af sendnu ströndum Barselóna.

 

Montjuïc

 

Þessi borgarhluti er mikilvægur hluti sögu hennar, og Montjuïc dregur nafn sitt af samfélagi gyðinganna sem settust einu sinni þar að. Efst á fjallinu (sem maður myndi nú frekar kalla hæð) er stórfenglegt útsýni yfir borgina. Vinsælir ferðamannastaðir eins og Töfrabrunnurinn, listasafn þjóðarinnar, Poble Espanyol (arkitektúrsafn undir berum himni) og Ólympíuleikvangur Barselóna eru líka í þægilegri göngufjarlægð.

 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Barselóna

Frá 1890 hótelum.