Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Stokkhólm - norrænt bragð, konungleg fortíð og útivera á Eystrasaltsströndinni

Finndu gististað

Í borgarferð til Stokkhólms dvelurðu í höfuðborg sem dreifist um 14 eyjar, svo þú ert aldrei fjarri vatni. Borgin er þéttbýl, þannig að hvar sem þú bókar hótelið þitt í Stokkhólmi verðurðu nærri görðum, höllum og börum borgarinnar.
Að ná áttum

Upphaf Stokkhólms má rekja til litlu, skemmtilegu eyjarinnar Gamla Stan þar sem kaupmenn og konungar bjuggu á götunum í kringum konungshöllina. Til norðurs er Norrmalm, sem stundum er kölluð borgin, og telst í raun miðborg Stokkhólms. Verslanir, næturklúbbar og veitingahús breiða úr sér þaðan til auðmannahverfisins Östermalm, þar sem ríka fólkið í Stokkhólmi býr og leikur sér. Til vesturs eru útivistarsvæðin á litlu Ladugårdsgärdet og Djurgården -eyjan, þar sem finna má söfn í heimsklassa. Hið valdsmannslega ráðhús, Stadshuset, er sterkt í borgarmynd Kungsholmen til vesturs þar sem margar stofnanir má finna. Södermalm er stór og hæðótt eyja þar sem óvanalega hluta Stokkhólms er að finna í kröftugri blöndu tónlistarklúbba, skranbúða og gallería sem sýna verk upprennandi listamanna.

 

Útivera

Hefðu borgarferðina til Stokkhólms með bátsferð. Úr báti sést vel yfir þau meistaraverk byggingarsögunar sem í höfuðborginni eru, allt frá ráðhúsinu til hvelfinga kirkna frá barokktímanum, auk þess sem sést yfir eyjaklasann sjálfan, slippa og strendur. Ef þú vilt taka því rólega skaltu ganga eftir göngustígunum í Djurgården til kaffihússins við Rosendals Trädgård sem notar lífræn hráefni. Farðu að fordæmi innfæddra og farðu með nesti til Hagaparken eða horfðu á heiminn líða hjá á kaffihúsi á Kungsträdgården.

 

Gnótt safna

Skoðaðu sænsk sveitabýli í borginni miðri með því að rölta um gömlu býlin, sveitasetrin og bjálkakofana á útisafninu Skansen. Ævintýri Línu Langsokks gleðja lítil börn á Junibacken og þeir tónelsku skemmta sér vel á Tónlistarsafninu. Þú færð góða innsýn í lífið um borð í herskipi í Vasa safninu þar sem risavaxið herskip frá 17. öld er strandað í hálfrökkri. Skoðaðu norræna list og það besta sem skandinavísk húsagerðarlist hefur að bjóða, litaglaðar vefnaðarvörur og undarlega lagað gler á Þjóðminjasafninu

Bragðið af Skandinavíu

Stokkhólmur hefur orð á sér fyrir að vera dýr, en það er auðvelt að borða vel án þess að tæma budduna alveg. Eftir að fá þér vel útilagðan smorgasbord morgunverð á hótelinu þínu í Stokkhólmi, skaltu panta þér hagstæðan dagens lunch(rétt dagsins) sem er yfirleitt einn réttur, brauð, salad og kaffi. Pantaðu síld og ákavíti í gömlum bjórkjallara eða splæstu í nútíma sænska matargerðarlist í umgjörð sem er jafn svöl og kúnnarnir. Það er einstök upplifun að borða réttina úr Nóbelsverðlaunaafhendingu ársins á undan á veitingahúsinu á Stadshuset. 

Hönnun og búðir

Klárir kaupendur sem eru á höttunum eftir glæsilegri og sígildri skandinavískri hönnun fara í húsgangaverslanirnar á Östermalm eins og Jacksons og Modernity. Drottninggatan býður upp á götutísku og þekktar verslanir; NK er flottasta magasín höfuðborgarinnar og stóru alþjóðlegu nöfnin eru í þyrpingu í kringum Stureplan og Sturegallerian magasínið. Til að finna unga hönnuði, óvanalegar gjafir og notaðan fatnað skaltu halda til Södermalm, fyrrum verkamannahverfis þar sem andrúmsloftið er ekki eins formlegt. 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Stokkhólmur

Frá 340 hótelum.