Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Madríd - list á heimsmælikvarða, tapas, garðar og endalaus gleðskapur

Finndu gististað

Framúrskarandi matur, 24 tíma næturlíf, frábær listasöfn og sögulegur glæsileiki. Madríd hefur allt til að bera sem góðri borgarferð sæmir. Kynntu þér listalíf borgarinnar, sem er í fremstu röð í heiminum, með því að skoða hin stóru og glæsilegu Prado, Reina Sofia og Thyssen-Bornemisza söfn. Andrúmsloftið í Madríd er einstakt og fjörugt, hvort sem þú sækist í rómantískan kvöldverð á glæstum veitingastað eða kvöldstundar með vinum þar sem þið smakkið tapas á hverjum barnum á fætur öðrum. Í þessari borg eru allir á útopnu, allan daginn og alla nóttina.

ListalífiðMadríd er kannski þekkt fyrir næturlífið, en þegar að listum kemur er höfuðborg Spánar í allra fremstu röð. Listaumhverfi borgarinnar snýst um þungamiðjuna sem „Gullni þríhyrningurinn“ er: Prado, Reina Sofia, og Thyssen-Bornemisza. Prado er aðal listasafn Spánar, og þar er eitt besta safn evrópskra listaverka í heiminum að finna. Thyssen-Bornemisza sýnir yfirgripsmikið safn frá 13. öld fram til dagsins í dag, en Santa Sofia er best þekkt fyrir meistaraverk samtímalistarinnar, Guernica, eftir hinn heimsfræga Picasso. Samt sem áður takmarkast listalífið í Madríd ekki við „Gullna þríhyrninginn“: minnismerki, skúlptúrar og gallerí finnast víðsvegar um borgina.

 

Næturlíf

 

Þegar sólin sest vaknar Madríd til lífsins. Frá betri stofum á þökum uppi til næturklúbba í iðrum jarðar þá er nóttin alltaf ung í þessari glæstu heimsborg. Það er sérstakur taktur í næturlífinu á hverju svæði fyrir sig. Á Chueca er einn líflegasti dansklúbbur borgarinnar, og þú sérð flamenkósýningar á Corral de la Moreria í nágrenni konungshallarinnar. Sol og Gran Via eru kannski þungamiðja næturlífsins í Madríd með sínum fjölbreyttu klúbbum sem bjóða allt frá rómanskri tónlist til popps og diskós, en Malasana býður fram öðruvísi skemmtun þar sem andi rokksins svífur yfir vötnum.

 

Sögulegir fjársjóðir

 

Það skiptir ekki máli hvað þú gerir eða hvert þú ferð, þú munt alltaf hitta fyrir sögu Madrídar í allri sinni dýrð. Í kringum svæði Habsborgaranna í Madríd sérðu hönnun bygginga undir flæmskum áhrifum frá búrbontímanum, eins og konungshöllina eða Plaza Oriente. Við hlið konungshallarinnar er hin 19. aldar Amudena dómkirkja í allri sinni gotnesku dýrð. Plaza Mayor er eitt glæsilegasta torg í Evrópu, umkringt rauðum múrsteinshúsum. Á Plaza de la Independencia miðju stendur Alcala-hliðið, byggt 1778, sem endurspeglar líka konunglega sögu borgarinnar.

 

Matargerðarlist

 

Þegar að mat kemur á Madríd sér fáa keppinauta Frá sjávarréttum að tapasbörum, höfuðborg Spánar býður upp á suma gómsætustu rétti heims. Þú getur fundi eitthvað sem fellur að þínum smekk þar sem mismunandi veitingastaðir, kaffihús, matstofur og barir eru í öllum hverfum. Í La Latina er að finna nútíma tapas í andstæðu við hina upphaflegu matargerðarlist, en í Bókmenntahverfinu er að finna úrval alþjóðlegra og hefðbundinna rétta. Ef þú ert að leita að framandi matargerðarlist eru sum bestu veitingahús Madrídar sem bjóða upp á framandlega matargerð að finna í Lavapies. En Malasana er staðurinn sem þú ferð til ef þig langar í eitthvað nýstárlegra.

 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Madríd

Frá 2090 hótelum.