Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Manchester - háborg íþróttanna, höfuðborg tónlistarinnar og menningarmiðstöð

Finndu gististað

Borgarferð til Manchester kemur þér í hringuðu heimsborgarlífs norðvestur Englands, en þar er að finna brautryðjendur í tónlistarlífinu, gallerí, söfn, og sýningar. Bókaðu hótel í Manchester og týndu þér í þessari heillandi borg þar sem iðnbyltingin hittir framúrstefnulegan arkitektúr fyrir.

Að ná áttum

Manchester Piccadilly er púls borgarinnar, enda er þar bæði stór lestarstöð og Arndale verslunarmiðstöðin. Síki eru eins og spunnin vefur um borgina. Vestan við miðbæinn eru GMex sýningahöllin og Salford Quays, og hvorutveggja laðar ný viðskipti og listir að skipaskurðunum. Þú kemst í snert við við háskólaandann á háskólalóðunum sem dreifa úr sér til suðurs eftir Oxford Road.

 

Samkeppnisforskot

Heyrðu fagnaðaróp fjöldans þegar leikmennirnir koma út úr göngunum í hinu svokallaða Draumaleikhúsi Old Trafford, heimvelli knattspyrnuliðsins Manchester United. Keppinautar þeirra í borginni eru Manchester City og það lið spilar á City of Manchester Stadium leikvanginum, þar sem Samveldisleikarnir voru haldnir 2002. Það eru fleiri íþróttir en knattspyrna í boði - krikket er á uppleið, og hraðskreiðir Twenty20 leikir eru haldnir á Old Trafford County Cricket Club.

 

Goðsagnir tónlistarheimsins

Heimamenn halda því fram að Manchester sé miðdepill tónlistarheimsins. Aðdáendur Smiths, Oasis eða Take That eru sennilega sammála því. Goðsagnir rokkheimsins spila í kvikmyndahúsi frá fjórða áratug síðustu aldar sem nú er Apollo tónleikahúsið við Ardwick Green, og lítt þekktar hljómsveitir vonast til að fá stóra tækifærið á Manchester Academy. Fólk flykkist þúsundum saman á tónleikahöllina risastóru, Manchester Evening News Arena, þegar að stóru nöfnin koma í bæinn. Þú getur heyrt sinfóníur í Bridgewater Hall – heimili Hallé, elstu sinfóníuhljómsveitar Bretlands.

 

 

Saga í gegnum byggingar

Arkitektúr Manchester segir sögu þessarar borgar, sem stöðugt er í þróun, í gegnum byggingar sínar sem eru af öllum stærðum og gerðum. Álturn hins hugaða Imperial War Museum North og The Lowry listagalleríið eru tengd með brú yfir skipaskurð Manchester. Hin fífldjarfa Urbis sýningamiðstöð í Cathedral Gardens er eins og glerútgáfa af Flatiron byggingunni í New York. Nýgotneskt Ráðhúsið með sínum stóra klukkuturni gnæfir yfir Albert Square, í andstæðu við hið nýklassíska hringlótta Aðalbókasafn í nærliggjandi St Peter’s Square. 

 

Verslun á mörkuðum

Flesta daga eru markaðir í boði. Gaman er að kíkja á landbúnaðarafurðirnar á sveitamarkaðnum í Tibb Street sem er miðsvæðis, eða kaupa blóm á Piccadilly blómamarkaðnum. Til að finna endurnýtanlega fjársjóði skaltu líta við á flóamörkuðunum á Longsight og Moss Side, eða, ef þú ert á ferð á sunnudegi, á New Smithfield Market. Til að komast í öll þekktu merkin undir einu þaki skaltu halda þig miðsvæðis og fara á Arndale Centre, eða fara vestur á bóginn til Trafford Centre og til að komast í tískuvörur og innanhússhönnun er þar við hliðina Barton Square.

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Manchester

Frá 680 hótelum.