Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Brighton - fjörugt fjöruborð, framúrstefnulegar verslanir og skemmtilegt næturlíf.

Finndu gististað

Það er meira upp úr borgarferð til Brighton að hafa en ströndin ein - þó steinvöluströndin sé einstök. Keyptu bóhematísku og, eftir að sólin sest, geturðu notið fínna veitinga og hanastéla í miðaldaportum. Bókaðu hótel í Brighton til að komast inn í anda þessarar sérstöku borgar.
Fjölskylduskemmtun

Fyrir utan hótelið þitt í Brighton breiðir hin stóra Brighton-strönd úr sér til hægri og vinstri. Þú safnar litfögrum steinvölum eða dýfir tánum í sjóinn. Hugrakkari krakkar njóta vatnaíþróttanna, eins og sjóþota og kajaka. Það býðst líka strandblak á Strandíþróttamiðstöðinni. Brighton-bryggjan er frá Viktoríutímanum og þar býðst úrval skemmtitækja, og fiskar og franskar fylla svanga maga. Volksmájárnbrautin skilar gestum til hinnar risastóru Sea Life Centre þar sem sjá má hákarla úr neðanjarðargöngum.

 

Næturlíf

Í borgarferðinni til Brighton geturðu notið ölkollu á bar á einni hliðargatnanna í kringum North Laines, eða gómsæts hanastéls vestar í nágrannasveitarfélaginu Hove. Tónlistaratburðir fylla árið, frá hátíðum í hljómskálanum til heimsþekktra tónlistarmanna í Brighton Dome. Komedia býður upp á flottan djass og skemmtilegan kabarett. Á sumrin er Brighton-ströndin hringiða bara og klúbba sem opnir eru langt fram á nótt og breiðast út á gangstéttina. 

Stælleg verslun

Fólk í verslunarhugleiðingum hópast um þröng og buðgótt port á The Lanes í leit að gömlum forngripum og földum tískubúðum. Til að komast í meiri bóhemavörur þá eru göngugöturnar í North Laine fullar af framúrstefnutísku, aukavörum, og nýaldarvörum. Markaðsbásarnir á Kensington Gardens eru staðurinn til að finna gamlar vínylplötur eða bækur. Brighton Marina býður upp á afsláttarbúðir þar sem má finna merki eins og Calvin Klein á góðu verði, og notuð húsgögn lokka kaupendur til Kemptown

 

Matur og afslöppun

Heimilisleg kaffihús bjóða upp á síðboðna morgunverði við Kensington Gardens og það eru margir veitingastaðir sem bjóða upp á fjölbreytta matargerðarlist hvaðanæva að úr heiminum í kringum The Lanes. Ferskir sjávarréttir eru uppistaða matseðilsins á English’s Oyster Bar og girnilegir grænmetisréttir eru í boði á Terre á Terre. Við Brighton-ströndina standa ýmsar matsölur og freista manns með borgurum og pítsum. 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Brighton

Frá 510 hótelum.