Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Seattle - ung og skínandi borg umvafin hafi og fjöllum

Finndu gististað

Upplifðu það besta sem norðvesturhluti Kyrrahafsstrandarinnar hefur að bjóða í fríi þínu í Seattle. Njóttu útiveru og skoðaðu Puget-sundið og Cascade-fjöllin, skoðaðu list indjána og náttúrusöguna á einu margra safna borgarinnar eða gæddu þér á nýju fiskmeti. Notaðu hótelið þitt í Seattle sem bækistöð til að kanna þetta höfuðdjásn Kyrrahafsstrandarinnar.
Að ná áttum

Seattle skilgreinist af vatni. Puget-sundið er endamark borgarinnar til vestur, og í því speglast glitrandi háhýsi miðbæjarins og aðskilur Seattle frá rólegheitunum á San Juan eyjunum og Olympic-skaga. Austan miðbæjarins er Washington-vatn sem er náttúrlegt landamerki sem aðskilur ysina í Seattle og úthverfið Bellevue, en þar má finna hagstæðar verslunarmiðstöðvar og sjávarréttastaði. Hið sundurleita Háskólahverfi með undarlegum sambræðing tískubúða, kaffihúsa og leikhúsa er troðið inn á milli Union-flóa og Union-vatns, meðan nyrsti endi Washington-vatns nærir vínhérað Seattle í grennd við Woodinville.

 

Fjall og haf

Glaðlegar snæskógarliljur eru eins og doppur í kringum gönguslóða Mount Rainer þjóðgarðarins og burknaþykknar glitra undan þungri dögginni í Olympic þjóðgarðinum. Báðir garðarnir eru í uppáhaldi útivistarfólks í Seattle á sumrin. Á veturna halda heimamenn til fjallana í nágrenni Snoqualmietil að komast á skíði. Fyrir kajakróður og aðra afþreyingu á vatni þá er Puget-sundið skammt undan. Skavmp frá svörtum og hvítum háhyrningum er verðlaun ferðamanna í hvalaskoðunarferðum frá San Juan eyjum.

 

Ferskt fiskmeti og Asíukeimur

Þú getur búist við fersku sjávarfangi um alla borg, þökk sé staðsetningu Seattle við sjávarsíðuna. Pike Place markaðurinn býður risakrabbalappir og ferskan lax, og allt liggur þetta ofan á íshrönglshaug. Litaglöð samsetning ferskra ferskja, berja og epla styður við fiskmetið, rétt eins og risavaxnir vendir með ferskum blómum. Nýttu þér sögu Seattle sem glugga Bandaríkjanna inn til Kyrrahafsins með því að gæða þér á brösuðum mat frá asíu eða kóresku bulgogi á fjölskyldureknum veitingahúsum í alþjóðahverfinu. 

Menning

Listasafn Seattle er höfuðvígi listaverka indjána á norðvesturströndinni, en þau eru oft afgerandi og litrík, og sýna fuglalíf og sjávarspendýr Kyrrahafsins. Menningarheimar asíubúa sem sest hafa að í borginni eru í brennidepli Asíulistasafns Seattle, sýnisskápar þess fullir af fíngerðri skrautskrift og kínversku postulíni. Experience Music Project er gagnvirkt safn og þar má finna hljóma Jimi Hendrix, Nirvana og „grunge“-stefnunnar, sem er heimaræktuð í Seattle. 

 

Borgargarðar

Notaðu hótelið þitt sem bækistöð til að kanna almenningsgarða borgarinnar. Í Discovery-garðinum í nágrenni við Salmon-flóa er fljótlegt að komast í snert við náttúruna á skuggsælu göngustígunum. Teygðu úr þér á strönd og horfðu á litríka seglbáta um Puget-sundið allt. Göngustígarnir við vatnið Green Lake eru vinsælir hjá fjölskyldufólki, enda auðvelt bæði að ganga og vera á línuskautum þar. Gasworks-garðurinn við Union-vatn er græn vin í nágrenni háskólahverfisins þar sem þú getur gefið öndum að borða með borgarmynd Seatlle í baksýn. 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Seattle

Frá 450 hótelum.