Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Liverpool - skapandi hugsun, götumenning og lifandi saga

Finndu gististað

Það verður tekið hlýlega á móti þér í borgarferð þinni til Liverpool. Stoltir og vinalegir heimamenn munu hjálpa þér að uppgötva sjarma borgarinnar. Skoðaðu glæsilegt hafnarsvæði og tilkomumikinn arkitektúr, söfn í heimsklassa og líflegt næturlíf. Bókaðu hótel í Liverpool og kynntu þér borg sem vill ólm sýna menningarlega fortíð sína og kröftugan samtíma.
Sjósóknarsaga

Farðu í ferjusiglinu eftir Mersey-á og horfðu yfir sögulegt hafnarsvæði Liverpool, en yfir því gnæfir Royal Liver byggingin, með hinum frægu „liver“ fuglum ofaná. Aðeins til suðurs er Albert-höfnin frá Viktoríutímanum, það svæði hefur verið endurbyggt og þar eru flottir veitingastaðir og mikil viðvera fyrir ferðamenn. Sjóminjasafn Merseyside segir frá því þegar að borgin var ein mikilvægasta höfn heims á 18. og 19. öld. Þáttaka Liverpool í þrælaversluninni er rannsökuð frekar á Alþjóðlega þrælkunarsafninu.

 

Poppmenning

Sem fæðingarstaður Bítlanna er Liverpool stolt af sinni ríkulegu popptónlistarsögu. Aðdáendur „Fab Four“ halda rakleitt á Bítalsafnið við Albert-höfnina eða fara í Magical Mystery Tour ferðina, og heimsækja þá Penny Lane og bernskuheimili hljómsveitarmeðlima, endurbyggðan Cavern-klúbbinn og minjagripa búð Bítlanna á Matthew-stræti. Uppúr kröftugri tónlistarflóru borgarinnar spretta enn hljómsveitir sem ná alþjóðlegri frægð. Þú getur heyrt í hljómsveitum á uppleið á einum af mörgum klúbbum borgarinnar.

Söfn og listir

Söfnin í Liverpool eru ókeypis. Á hinni breiða William Brown stræti í miðborginni er Heimssafn Liverpool og á því eru fornir fjársjóðir og nýjasta gagnvirka tæknin. Það, lagardýrasafnið og plánetuverið er nóg dagsverk fyrir allar fjölskyldur. Við hliðina sýnir Walker listagalleríið fígúratíf listaverk og handíðir frá mörgum öldum. Leikhúsáhugafólk finnur eitthvað við sitt hæfi á Liverpool Everyman, sem er þar rétt hjá, og systurhúsi þess, Playhouse, enda er leikhúslíf borgarinnar blómlegt. Þeir sem hneigjast til samtímalistar fara beina leið til Tate Liverpool þar sem sýningarnar eru í fremstu röð í heiminum. 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Liverpool

Frá 580 hótelum.