Fara í aðalefni.
– enn meiri ferðaupplýsingar

Leiðsögn um Denver - freyðandi örbugghús, vestrasaga og Klettafjöll í bakgrunn

Finndu gististað

Hvort sem þú hjólar eftir bugðóttum slóða sléttunnar, tekur því rólega á sólpalli með bjór frá örbrugghúsi eða kannar goðsagnir villta vestursins þá bíður mögnuð upplifun á hverju strái í fríi í Denver. Bókaðu hótel í Denver og sökktu þér í þessa heillandi borg.
Útivist

Undir stórskornum tindum Klettafjalla stendur Denver og dregur til sín útivistarfólk í sína mörgu og fjölbreyttu garða. Hlauparar nýta sér bugðótta slóða sléttunnar í Cherry Creek garðinum, meðan að um krókóttar slóðir Grasagarða Denver er afslappandi að spássera. Golfarar slá upphafshögg með fjallasýn í bakgrunni á Willis Case golfvellinum, og línuskautarar renna framhjá lygnum vötnum Borgargarðsins.

 

Söfn og menning

Skoðaðu „The Cheyenne“, bronsstyttuna eftir Remington, eða sláandi myndir Georgia O’Keeffe á Listasafni Denver.Tvær egypskar múmíur taka á móti gestum á Náttúrugripa- og vísindasafni Denver. Málmhlunkum er breytt í glitrandi smápeninga í Myntsláttunni fyrir framan augu þín. Andi goðsagana villta vestursins, eins og Vísunda-Villa og Bat Masterson, svífur yfir vötnum meðal kyrrðarinnar í portunum og endurbyggðra bygginganna frá 19. öld við Larimer-torg. 

Matur og drykkur

Heilbrigð matarlyst og fágaðri bragðlaukar sættast yfir safaríkum vísundaborgurum eða lostætum lambahrygg á nútíma steikhúsi í LoDo hverfinu. Slappaðu af í eikarbás á lestarstöðinni frá 19. öld með skammt af Klettafjallaostrum (kálfaeistum), ef þú þorir. Og þegar maður er í fríi í Denver er skylda að fá sér bragðsterkt grænt chili á matsölustofu í miðbænum.

 

Fjölskylduskemmtun

Horfðu á ljón og hýenur á ferð um endurskapaðar gresjur Keníu í Dýragarði Denver. Þú getur skoðað landnemabústað úr timburbjálkum frá 19. öld, og tilheyrandi hænsn og hross, á Four Mile sögugarðinum. Ef heitt er í veðri geturðu kælt fjölskylduna niður á vatnsrennibrautunum í Water World. 

Hvar á að gista

Uppgötvaðu

Finndu draumagistinguna: Denver

Frá 520 hótelum.