Persónuverndarstefna

Prenta alla hluta

Hér fyrir neðan er að finna nýja Persónuverndarstefnu fyrir Hotels.com, sem gildir fyrir allar upplýsingar sem eru gefnar eða er safnað í gegnum þessa Hotels.com vefsíðu og/eða hvaða Hotels.com forrit, þar á meðal Hotels.com snjallsíma- og spjaldtölvuforrit eða hvaða forrit sem er á samfélagsmiðlum eða öðrum vefsíðum (sem hvert fyrir sig er „app“), sem hvert fyrir sig er framleitt af Hotels.com L.P. 10440 North Central Expressway, Suite 400, Dallas, Texas 75231, Bandaríkjunum („Hotels.com“, „við“, eða „okkur/okkar“).

 

Okkur er ljóst að þegar kaup eru gerð á netinu felur það í sér að viðkomandi þarf að geta treyst mörgum þáttum. Við metum þetta traust mikils og leggjum mikla áherslu á að meðhöndla á öruggan hátt þær persónuupplýsingar sem þú veitir okkur og gæta fyllsta trúnaðar. Vinsamlegast lestu þessa persónuverndarstefnu til að kynna þér persónuverndargjörðir okkar.

 

Hvaða upplýsingar það eru sem við söfnum frá þér

 

Almennt. Við tökum við og geymum allar upplýsingar sem þú færir inn á vefsíðuna okkar eða veitir okkur á einhvern annan hátt, þar með talið í gegnum öppin. Þar með taldar eru upplýsingar sem geta auðkennt þig („persónuupplýsingar“), þar með talið fornafn og eftirnafn þitt, símanúmer, heimilis- og netfang og greiðsluupplýsingar (svo sem kreditkortanúmer, nafn korthafa og gildistími korts). Mögulega óskum við einnig eftir upplýsingum um hvernig hótelherbergi þú kýst að panta og upplýsingum um vildarpunkta fyrir flug- eða bílaleigu. Þú getur kosið að láta okkur engar upplýsingar í té, en almennt séð erum við að biðja um þessar upplýsingar til þess að gera þér kleift að panta hótelgistingu, skrá þig sem félaga, bóka ferðir, færa inn forstillingar fyrir viðskiptavin, taka þátt í skoðanakönnun, samkeppni eða happdrætti, leggja inn fyrirspurnir til okkar eða framkvæma aðrar færslur á vefsíðum okkar eða í gegnum öppin okkar.

 

Upplýsingar um ferðafélaga. Þegar þú pantar fyrir einhvern annan í gegnum þessa vefsíðu eða app biðjum við um persónuupplýsingar og forstillingar ferðar eða gistingar fyrir þann einstakling. Þú skalt fá samþykki hjá öðrum einstaklingum áður en þú lætur okkur í té persónuupplýsingar og forstillingar gistingar fyrir þá, því aðeins verður hægt að nálgast upplýsingarnar um þá eða breyta þeim upplýsingum í gegnum reikninginn þinn.

 

Upplýsingar annars staðar frá. Af og til kunnum við einnig að afla upplýsinga (bæði persónuupplýsinga og annars konar upplýsinga) um þig frá tengdum aðilum, viðskiptafélögum og öðrum ótengdum þriðju aðilum og bæta þeim við upplýsingarnar á reikningnum þínum. Dæmi um þær upplýsingar sem við kunnum að afla eru til dæmis: nýjar sendingarupplýsingar og heimilisfang, upplýsingar um fyrri innkaup og lýðfræðiupplýsingar.

 

Sjálfvirkar upplýsingar. Við söfnum sjálfvirkt vissum upplýsingum um tölvuna þína þegar þú ferð á þessa heimasíðu. Til dæmis söfnum við gögnum um IP-töluna þína, vefvafrahugbúnað (svo sem Firefox, Safari eða Internet Explorer) og tilvísandi vefsíðu. Við kunnum einnig að safna upplýsingum um hegðun þína á netinu, svo sem hvaða ferðir eða gistingu þú skoðaðir og bókaðir. Tilgangurinn með því að safna þessum sjálfvirku upplýsingum er sá að sérsníða notendaupplifun þína og hindra að hægt sé að villa á sér heimildir. Nánari upplýsingar um þetta er að finna í kaflanum Dúsur og önnur tækni.

 

Samskiptamiðlar. Ef þú nýtir þér samskiptamiðlabúnað á vefsíðunni okkar getum við nálgast upplýsingar um þig í gegnum viðkomandi samskiptasíðu, í samræmi við stefnu þeirrar síðu. Slíkar upplýsingar gætu meðal annars verið nafnið þitt, mynd, kyn, afmælisdagur og aðrar upplýsingar sem þú hefur valið að gera opinberar. Við kunnum að nálgast upplýsingar sem þú hefur gefið á samskiptasíðu um staðsetningu þína og staðsetningu vina þinna („Staðsetningarupplýsingar“) til þess að senda þér viðeigandi efni. Vinsamlegast athugaðu að vinir þínir á tiltekinni samskiptasíðu kunna einnig að hafa aðgang að staðsetningarupplýsingum um þig, en það fer eftir því hverjar persónustillingar þínar eru hjá viðkomandi samskiptasíðu. Við kunnum einnig að nálgast upplýsingar af samskiptasíðum um notkun þína á appi sem við keyrum á viðkomandi vefsíðum.

 

Hvernig við notum upplýsingarnar

 

Við notum viðkvæmar greiðsluupplýsingar (svo sem nafn korthafa, kreditkortanúmer og gildistíma) til þess að ganga frá hótelpöntunum þínum í gegnum vefsíðuna okkar eða app. Við notum aðrar upplýsingar um þig í eftirfarandi almennum tilgangi svo framarlega sem þú hefur veitt samþykki þitt til þess: til að veita þér þær vörur og þjónustu sem þú óskar eftir; til að senda þér staðfestingu á hótelbókunum og nýjar upplýsingar; til að hafa umsjón með reikningnum þínum, þar með talið til þess að afgreiða reikninga og senda ferðatilkynningar; almennt til að hafa samskipti við þig; til að svara spurningum þínum og athugasemdum; til að kanna áhuga á og gera umbætur á vörum, þjónustu, vefsíðu og öppum okkar; til að gera þér viðvart um sértilboð og vörur eða þjónustu sem þú gætir haft áhuga á; að öðru leyti til þess að sérsníða upplifun þína á þessari vefsíðu eða öppunum okkar; til að veita þér fríðindi sem eru hluti af vildarkerfi eða umbunarkerfi sem þú kýst að taka þátt í; til að óska eftir upplýsingum frá þér, til dæmis í gegnum kannanir; til að leysa úr ágreiningsmálum, innheimta gjöld eða finna lausnir á vandamálum; til að koma í veg fyrir háttsemi sem kann að vera bönnuð eða ólögleg; til að framfylgja Notendaskilmálum okkar; eða annars eins og útskýrt verður fyrir þér þegar upplýsinganna er aflað.

 

Tölvupóstsamskipti. Við viljum að þú getir nýtt þér ferðatengd tækifæri á vefsíðunni okkar og í gegnum öppin okkar. Ein leið til að gera það er að senda þér tölvupósta með upplýsingum um vörur eða þjónustu sem þú gætir haft áhuga á og tengjast hóteldvöl þinni, hafir þú samþykkt að fá sendar auglýsingar í tölvupósti. Við munum aðeins senda slíkar auglýsingar til þeirra viðskiptavina sem hafa ekki hafnað slíku kynningarefni, sé þess krafist samkvæmt lögum. Ef þú leitar til dæmis að hóteli í New York á vefsíðunni okkar en kýst að bóka ekki gistingu, getur verið að við sendum þér tölvupóst með sértilboðum á hótelum í New York. Við teljum að slíkir tölvupóstar veiti þér gagnlegar upplýsingar um ferðatengd sértilboð sem fást á vefsíðunni eða í gegnum öppin okkar. Vinsamlegast athugaðu að í hverjum tölvupósti sem við sendum er jafnframt gefið val um að hætta að fá slíka tölvupósta.

 

Vinsamlegast lestu „Valkostir þínir varðandi söfnun og notkun upplýsinga um þig“ hér fyrir neðan.

 

Hverjum við veitum aðgang að þessum upplýsingum

 

Við kunnum að veita eftirfarandi aðilum aðgang að upplýsingum um þig:

 • Birgjum sem sjá um afgreiða hluta af pöntun þinni, svo sem hótelgistingu, flug, bílaleigubíla eða tómstundaiðju. Allri þjónustu sem þriðji aðili veitir er lýst sem slíkri. Við hvetjum þig því til að lesa persónuverndarstefnu hjá öllum söluaðilum ferðaþjónustu sem þú hefur viðskipti við í gegnum þessa vefsíðu eða öppin okkar. Vinsamlegast athugaðu að þessir birgjar kunna einnig að hafa samband við þig eftir þörfum til að fá viðbótarupplýsingar um þig, afgreiða ferðapöntun þína eða svara umsögn sem þú hefur gefið. Þó að við kunnum að deila nafnlausum umsögnum með hótelbirgjum okkar, munum við ekki deila nöfnum umsagnaraðila, símanúmerum, netföngum eða heimilisföngum, nema þú hafir sérstaklega tekið fram að við megum það. Við tökum ekki ábyrgð á því ef hótelið kemst að því hver þú ert út frá efni umsagnar þinnar og hefur beint samband við þig.
 • Þriðju aðilum sem selja vörur eða veita þjónustu fyrir okkar hönd, eins og að afgreiða kreditkortagreiðslur, sjá um viðskiptagreiningu, þjónustu við viðskiptavini, markaðssetningu, dreifingu á könnunum eða happdrættum og berjast gegn sviksamlegu athæfi. Við kunnum einnig að heimila þriðju aðilum að safna upplýsingum fyrir okkar hönd, þar með talið eins og þarf til að starfrækja búnað á vefsíðunni eða í öppunum okkar eða til að auðvelda birtingu auglýsinga á netinu sem eru sérsniðnar að þínum þörfum. Þriðju aðilar hafa aðgang að og mega safna upplýsingum, eingöngu að því marki sem nauðsynlegt er að þeir geti gegnt hlutverki sínu, og mega ekki veita öðrum aðgang að upplýsingunum eða nota þær í neinum öðrum tilgangi. Þeir þurfa einnig að fylgja sömu vinnureglum um gagnaöryggi og við fylgjum sjálf. Vinsamlegast athugaðu að þessir þriðju aðilar geta verið staðsettir í landi þar sem vernd persónuupplýsinga er ekki á jafnháu stigi og í búsetulandi þínu. Við reynum þó að vernda allar persónuupplýsingarnar sem við söfnum frá þér í samræmi við ströngustu gagnaverndunarstaðla.
 • Viðskiptafélögum sem við kunnum að bjóða vörur eða þjónustu í samvinnu við eða viðskiptafélögum sem kunna að bjóða vörur eða þjónustu á vefsíðunni okkar eða í gegnum öppin okkar. Þú sérð hvenær þriðji aðili tengist vöru eða þjónustu sem þú hefur óskað eftir því nafn aðilans birtist þá, annaðhvort eitt og sér eða með okkar nafni. Veljir þú að nýta þér þessa valfrjálsu þjónustu getur verið að við deilum upplýsingum um þig, þar með töldum persónuupplýsingum, með þessum viðskiptafélögum. Vinsamlegast athugaðu að við höfum ekki stjórn á persónuverndargjörðum þessara viðskiptafélaga (þriðju aðila).
 • Tilvísandi vefsíðum. Ef þér var vísað til þessarar vefsíðu af annarri síðu (til dæmis í gegnum hlekk sem þú smelltir á eða aðra síðu sem beindi þér á þessa), getur verið að við deilum einhverjum upplýsingum um þig með þeirri tilvísandi síðu. Við hvetjum þig til þess að lesa persónuverndarstefnu þeirrar vefsíðu sem vísaði þér hingað.
 • Fyrirtækjum tengdum okkur. Við kunnum að veita tengdum fyrirtækjum Expedia, Inc. sem talin eru upp á síðunni expediainc.com aðgang að persónuupplýsingum þínum. Með því að deila upplýsingum á þennan hátt getum við veitt þér, með þínu samþykki, upplýsingar um vörur og þjónustu, bæði ferðatengda og aðra, sem við höldum að þú gætir haft áhuga á. Að því marki sem móðurfélag okkar og tengd fyrirtæki hafa aðgang að upplýsingum um þig, munu þau fylgja starfsreglum sem eru að minnsta kosti jafn strangar og reglurnar sem lýst er í þessari Persónuverndarstefnu. Þau starfa einnig eftir gildandi löggjöf um dreifingu kynningarefnis og að lágmarki munu þau, í öllum markaðssetningartölvupósti sem þau senda, gefa þér kost á að biðja um að fá ekki fleiri slíka tölvupósta í framtíðinni.
 • Samskiptasíðum. Þegar þú notar tiltekinn samskiptamiðlabúnað í gegnum vefsíðuna okkar ertu að veita viðkomandi samskiptasíðu aðgang að upplýsingum og upplýsingarnar sem þú veitir aðgang að munu verða undirorpnar persónuverndarstefnu viðkomandi síðu (þar með talið að við höfum aðgang að slíkum upplýsingum í gegnum samskiptasíðuna). Hugsanlega geturðu breytt persónuverndarstillingum þínum hjá þessum samskiptasíðum. Vinsamlegast skoðaðu persónuverndarstefnu viðkomandi samskiptasíðu til að fá nánari upplýsingar. Ef þú hefur tengt Hotels.com reikninginn þinn við Facebook, verður hægt að nálgast á Facebook upplýsingar tengdar notkun þinni á Hotels.com, svo sem Hotels.com™ Rewards vildarpunkta sem þú færð og umsagnir sem þú birtir á Hotels.com. Slíkar upplýsingar kunna að vera birtar á vefsíðum eða í gegnum þjónustu í eigu Facebook. Upplýsingar sem hægt er að nálgast á Facebook verða tengdar Facebook-reikningnum sem Hotels.com-reikningurinn þinn er tengdur við. Þú getur valið að gera sjálfvirka birtingu slíkra upplýsinga á Facebook óvirka með því að breyta persónuverndarstillingum þínum á Facebook. Við munum ekki gefa Facebook eða neinni annarri samskiptasíðu aðgang að Hotels.com reikningsnúmeri þínu eða upplýsingum. Ef þú tengir Hotels.com reikninginn þinn við Facebook, getur einnig verið að við deilum notandanafni þínu og prófílmynd á Facebook með öðrum meðlimum Hotels.com. Þú getur valið að gera birtingu slíkra upplýsinga óvirka með því að breyta persónuverndarstillingum þínum á Facebook.

Við kunnum einnig að veita aðgang að upplýsingum um þig:

 • Til þess að bregðast við vitnastefnum, dómsúrskurðum eða öðrum lagaferlum; til að staðfesta lagalegan rétt okkar eða beita honum; til að verja okkur í dómsmálum; eða eins og krafist er samkvæmt lögum. Í slíkum tilfellum áskiljum við okkur rétt til þess að hreyfa eða afsala okkur sérhverjum lagalegum andmælum eða rétti sem við eigum tilkall til.
 • Þegar við teljum viðeigandi að rannsaka eða hindra ólöglegt athæfi, grípa til aðgerða vegna slíks athæfis eða ef grunur leikur á slíku athæfi; til þess að vernda og verja rétt, eignir eða öryggi fyrirtækis okkar, þessarar vefsíðu eða appanna okkar, viðskiptavina okkar eða annarra; og í tengslum við Þjónustuskilmála okkar og aðra samninga.
 • Í tengslum við fjármálagjörninga fyrirtækisins, svo sem fjárlosun, samruna, sameiningu eða eignasölu, eða í því ólíklega tilviki að til gjaldþrots komi.

Í öllum öðrum tilvikum en þeim ofangreindu verður þér gert viðvart þegar persónuupplýsingum um þig er deilt með þriðja aðila, og þér gefst kostur á að deila ekki slíkum upplýsingum með öðrum.

 

Við kunnum einnig að deila samanteknum heildarupplýsingum eða nafnlausum upplýsingum með þriðju aðilum, þar með talið með auglýsendum og fjárfestum. Til dæmis gætum við sagt auglýsendum okkar hversu margir heimsækja vefsíðuna okkar eða hver vinsælustu hótelin og áfangastaðirnir eru. Þessar upplýsingar innihalda engar persónuupplýsingar og eru notaðar til að þróa efni og þjónustu sem við vonum að þú gætir haft áhuga á.

 

Hvernig þú getur nálgast upplýsingarnar og/eða leiðrétt þær

 

Þú getur nálgast og breytt samskiptaupplýsingum þínum með því að fara á síðuna Reikningur á þessari vefsíðu. Þú getur lokað reikningnum þínum með því að hafa samband við okkur í netfanginu hér fyrir neðan. Vinsamlegast athugaðu að eftir að þú hefur lokað reikningi geturðu ekki innskráð þig eða nálgast neinar af persónuupplýsingum þínum. Hins vegar geturðu opnað nýjan reikning hvenær sem er.

 

Með því að veita okkur persónuupplýsingar þínar í gegnum þessa vefsíðu eða öppin okkar, samþykkir þú að við kunnum að geyma upplýsingar um þig. Við kunnum að halda áfram að vinna með reikningstengdar upplýsingar til þess að uppfylla lögmæt viðskiptamarkmið okkar, til að standa við lagalegar skuldbindingar okkar og framfylgja reglugerðum og í skráningar-og greiningartilgangi. Við nýtum okkur tæknina til hins ýtrasta til þess að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar geti nálgast reikningsupplýsingar.

 

Ef þú ert ekki með reikning hjá okkur eða vilt hafa samband við okkur í tengslum við einhverjar persónuupplýsingar sem birtast ekki á reikningnum þínum, geturðu beðið okkur um að nálgast upplýsingarnar sem við erum með um þig, eyða þeim eða breyta með því að senda okkur tölvupóst í netfangið hér fyrir neðan. Þú getur einnig haft samband við okkur og beðið um útskýringu á því hvernig við notum upplýsingar um þig og þú getur afturkallað samþykki þitt á meðferð upplýsinga um þig sem þú gafst þegar þú samþykktir þessa Persónuverndarstefnu með því að senda tölvupóst í netfangið hér fyrir neðan.

 

Valkostir þínir varðandi söfnun og notkun upplýsinga um þig

 • Eins og útskýrt var hér fyrir ofan, geturðu valið að veita okkur engar upplýsingar, jafnvel þó að þeirra geti verið þörf til að bóka hótel eða nýta þér vissan búnað sem er í boði á þessari vefsíðu eða í öppunum okkar.
 • Þú getur einnig bætt við upplýsingum eða breytt núverandi upplýsingum og lokað reikningnum þínum eins og lýst var hér fyrir ofan.
 • Þegar þú skráir þig sem félagi geturðu valið hvort þú vilt fá senda tölvupósta frá okkur um sértilboð eða tölvupósta um vörur eða þjónustu valdra þriðju aðila. Sem skráður félagi geturðu breytt vali þínu hvenær sem er á síðunni Valkostir um samskipti. Hvort sem þú er skráður félagi eða ekki færðu líka tækifæri til að hafna auglýsingapósti í öllum slíkum tölvupósti sem við sendum. Vinsamlegast athugaðu að við áskiljum okkur rétt til að senda þér annan póst, þar með taldar þjónustutilkynningar og stjórnunarskilaboð sem varða annað hvort reikninginn eða færslur þínar, án þess að bjóða þér upp á þann möguleika að hafna móttöku þeirra.
 • Þú kannt að eiga þess kost á vefsíðu okkar eða í gegnum öppin að gefa upp farsímanúmer til þess að fá staðfestingarupplýsingar um hótelgistingu þína.

Dúsur og önnur tækni

 

Dúsur eru litlar textaskrár sem settar eru inn í tölvuna þína eða farsíma þegar þú heimsækir nánast allar vefsíður. Dúsur auðkenna þig ekki persónulega og eru ekki skaðlegar fyrir tölvuna þína eða farsíma. Notkun þeirra á vefsíðum sem þú heimsækir er ætlað að bæta upplifun þína af vefsíðunni.

 

Sem dæmi má nefna að við notum dúsur á síðunni okkar til að leyfa þér að komast inn á hana án þess að þurfa að innskrá þig með innskráningarnafni í hvert sinn. Aðrar dúsur hjálpa okkur við að sjá hvað vakti áhuga þinn á vefsíðunni okkar og hvað ekki. Með því móti getum við veitt þér aðgang að möguleikum sem gagnast þér betur og eiga betur við áhugasvið þín næst þegar þú heimsækir síðuna. Auk þess notum við, sem og nokkrir samstarfsaðila okkar, dúsur á síðunni til að mæla árangur auglýsinga og hvernig gestir síðunnar nýta hana.

 

Nánari upplýsingar um dúsurnar sem við og félagar okkar nota á síðunni okkar má finna í stefnu okkar varðandi dúsur. Ef þú hefur einhverjar aðrar spurningar um notkun okkar á dúsum eða annarri tækni, vinsamlegast sendu þjónustuverinu okkar tölvupóst, fylltu út álitsform og við munum gera okkar besta til að aðstoða.

 

Hvernig virkar Hotels.com fyrir farsíma- og spjaldtölvuöpp („Snjalltækjaöppin“)

 

Þegar þú notar Hotels.com snjalltækjaöppin tökum við saman og notum upplýsingar um þig á sama hátt og í sama tilgangi og við gerum þegar þú notar vefsíðuna okkar.

 

Til viðbótar notum við einnig sumar af þeim upplýsingum sem við söfnum sjálfkrafa þegar þú notar öppin okkar. Nánar tiltekið:

 • Við söfnum upplýsingum um það hvaða búnað í appinu þú nálgast og notar. Það gerir okkur kleift að sjá hvaða hluta appsins viðskiptavinir okkar hafa áhuga á að nota, svo að við getum fínstillt og haldið áfram að bæta appið. Upplýsingarnar sem við söfnum í þessum tilgangi gera okkur ekki kleift að auðkenna þig beint.
 • Hvert snjalltækjaapp sendir okkur líka auðkenni tækis (eða „UID“), röð talna eða bókstafa sem eru einkvæmt auðkenni fyrir þinn farsíma eða spjaldtölvu. Við notum þetta eingöngu þegar appið er opnað í fyrsta sinn svo að við getum staðfest við auglýsinganet okkar hversu mörg niðurhöl eiga sér stað eftir að smellt er á auglýsingaborða þeirra og önnur markaðssetningartæki.
 • Þegar þú notar búnaðinn „finna hótel nálægt núverandi staðsetningu þinni“ í appinu notum við upplýsingar um núverandi staðsetningu þína - í gegnum símann þinn með GPS eða álíka tækni - til að sýna hótel í nágrenninu. Við söfnum ekki staðsetningarupplýsingum nema þú smellir sérstaklega á „finna hótel nálægt núverandi staðsetningu þinni“, og þú getur slökkt á söfnun staðsetningarupplýsinga hvenær sem er í símastillingavalmyndinni.
 • Hvert app mun einnig senda okkur villuskilaboð ef það bilar eða það hægist á því. Það gerir okkur kleift að finna orsök villunnar og bæta stöðugleika appsins fyrir næstu útgáfu þess. Ásamt þessum villuboðum sendir appið upplýsingar um gerð og útgáfu farsímans, auðkenni tækis (UID), hvenær villan kom upp, hvaða búnað var verið að nota og ástand appsins þegar villan kom upp. Við notum ekki þessar upplýsingar í neinum öðrum tilgangi en þeim að leita að orsök villunnar og lagfæra hana.

Þú getur alltaf stjórnað því hvaða upplýsingar appið sendir til okkar. Þú getur stjórnað því annaðhvort með því að breyta stillingum appsins í stillingavalmyndinni eða með því að breyta stillingum farsímans eða spjaldtölvunnar þinnar. Annar möguleiki væri að fjarlægja appið úr farsímanum eða spjaldtölvunni þinni og nálgast þjónustu okkar í gegnum vefsíðuna okkar.

 

Hvernig við verndum upplýsingarnar

 

Við viljum að þú getir notað ferðaþjónustuna á þessari vefsíðu og í öppunum áhyggjulaust og við kappkostum að vernda upplýsingarnar sem við söfnum. Engin vefsíða eða app getur tryggt fullkomið öryggi en við höfum þó komið okkur upp viðeigandi stjórnunarlegum, tæknilegum og öryggismiðuðum verkreglum til þess að vernda persónuupplýsingarnar sem þú gefur okkur. Sem dæmi má nefna að aðeins starfsmönnum með tilskildar heimildir er leyfður aðgangur að persónuupplýsingum, og þeir mega aðeins gera það innan þeirra marka sem starf þeirra leyfir. Að auki notum við dulkóðun þegar viðkvæmar upplýsingar um þig eru senda á milli þíns kerfis og okkar og við notum eldveggi og kerfi sem skynja innbrot til að hindra óheimilan aðgang að upplýsingum þínum.

 

Persónuvernd barna

 

Þetta er vefsíða fyrir alla aldurshópa en hvorki vefsíðan né öppin bjóða þjónustu sem ætluð er börnum. Ef við fáum vitneskju um að barn undir 18 ára aldri hafi veitt okkur einhverjar persónuupplýsingar án samþykkis foreldris eða forráðamanns, munum við eyða þeim upplýsingum umsvifalaust.

 

Tenglar á aðrar síður

 

Ef einhver hluti þessarar vefsíðu eða appanna eru með hlekki yfir á aðrar síður, þá eru þær síður ekki starfræktar samkvæmt þessari Persónuverndarstefnu. Við mælum með að þú skoðir þær persónuverndarstefnur sem eru birtar á viðkomandi vefsíðum til þess að sjá hvaða verkreglum þær fylgja við söfnun, notkun og birtingu persónuupplýsinga.

 

Flutningur persónuupplýsinga til annarra landa

 

Ef þú ert að heimsækja vefsíðuna okkar í öðru landi en Bandaríkjunum skaltu hafa í huga að upplýsingar um þig kunna að verða fluttar til Bandaríkjanna til geymslu og úrvinnslu því netþjónar okkar eru staðsettir þar og miðlægi gagnagrunnurinn okkar er starfræktur þar. Lög um gagnavernd og önnur lög Bandaríkjanna og annarra landa eru hugsanlega ekki eins yfirgripsmikil og í þínu landi, en þú getur þó verið viss um að við gerum ráðstafanir til þess að tryggja persónuvernd þína. Með því að nota þjónustu okkar gerir þú þér grein fyrir því að upplýsingar um þig verða mögulega fluttar til fyrirtækja okkar og þeirra þriðju aðila sem við deilum þeim með, eins og lýst er í þessari Persónuverndarstefnu.

 

Breytingar á þessari Persónuverndarstefnu

 

Við kunnum að breyta þessari Persónuverndarstefnu í framtíðinni. Við munum láta þig vita af efnislegum breytingum á þessari Persónuverndarstefnu með því að senda tilkynningu á netfangið sem þú gafst okkur eða með því að setja áberandi tilkynningu á vefsíðuna okkar og/eða í gegnum öppin.

 

Hvernig þú getur haft samband við okkur

 

Sért þú með einhverjar spurningar annað hvort í sambandi við þessa Persónuverndarstefnu (eða ferðaáætlun þína eða ferðakaup), sendu okkur þá tölvupóst eða skrifaðu okkur á eftirfarandi heimilisfang:

 

Netfang: Customer Care

Hotels.com, L.P.

Attn: Privacy Office

10440 North Central Expressway

Suite 400

Dallas, Texas 75231

USA

 

Þessi Persónuverndarstefna gildir frá og með 28. nóvember 2016