Fara í aðalefni.
Hefur þú einhverjar spurningar eða áhyggjur er varða persónuvernd þína eða viltu neyta réttar þíns?
Farðu í vefgátt þjónustudeildar okkar til að fá að vita meira.
Þú getur sent beiðni um aðgang eða uppfærslu á upplýsingum þínum, lokað reikningnum eða eytt gögnum í gegnum vefgátt okkar. Við munum tryggja að sérhæft persónuverndarteymi okkar hafi samband við þig fljótlega.

Persónuverndarstefna

Síðast uppfært: 27/07/2018
Inngangur
Hotels.com virðir rétt þinn til persónuverndar og tekur persónuvernd þína alvarlega. Hotels.com helgar sig því að vernda og tryggja allar persónuupplýsingar sem þú afhendir okkur. Þessi persónuverndarstefna útskýrir hverjir við erum, hvernig við söfnum, notum og deilum persónuupplýsingum um þig, hvernig þú getur stjórnað þeim upplýsingum sem þú afhendir okkur og neytt réttar þíns til persónuverndar og hvernig við verndum upplýsingar þínar. Þessi persónuverndarstefna tengist notkun okkar á öllum persónuupplýsingum sem við söfnum frá þér í gegnum þjónustu okkar á netinu, þar á meðal vefsíðu okkar, forrit og API-netbókun okkar (netbókunarverkfæri sem samstarfsaðilar okkar notast við) („Netþjónusta“) eða þú hefur afhent okkur á annan hátt (saman nefnt „þjónusta“).
Hvað gerir Hotels.com?
Hotels.com býður upp á ferðatengda þjónustu og gerir þér kleift að bóka hótelgistingu og fjöldann allan af ferðapökkum í gegnum þjónustu okkar. Við bjóðum þjónustu okkar einnig í gegnum vefsíður samstarfsaðila okkar. Við höfum á að skipa teymi í þjónustuveri sem bregst við öllum vandamálum sem koma upp varðandi bókun þína.
Helstu atriði sem mikilvægt er að vita um hvernig við notum upplýsingar þínar:
 • Við notum upplýsingar þínar (og upplýsingar um þá sem ferðast með þér) við ferðabókanir.
 • Í því felst að deila bókunarupplýsingum þínum með birgjum okkar eða eigendum gistihúsnæðis, svo að þeir geti uppfyllt bókun þína.
 • Við tengjum okkur við seljendur frá þriðja aðila sem veita þjónustu eða gegna ákveðnu hlutverki fyrir okkar hönd.
 • Þegar þú kýst að fá markaðsupplýsingar upplýsum við þig um öll sértilboð sem gætu vakið áhuga þinn. Þú getur kosið að fá ekki kynningarupplýsingar hvenær sem er.
 • Þú getur haft samband við okkur varðandi að uppfæra eða fá aðgang að upplýsingum þínum í gegnum vefgátt þjónustuvers okkar eða með tengiliðaupplýsingum okkar sem er að finna í hlutanum Hafðu samband.
 • Við notum upplýsingar eins og vafrakökur til að bæta upplifun þína í þjónustu okkar á netinu, gefa okkur greiningarupplýsingar sem mun hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar almennt og til að safna upplýsingum um áfangastaði sem eru áhugaverðir fyrir þig þannig að þú sjáir auglýsingar og tilboð sem eiga meira erindi við þig.
 • Endrum og eins og vanalega í kjölfar samskipta við okkur, munum við biðja þig um endurgjöf til að tryggja að við séum að veita bestu mögulegu þjónustuna.
 • Ábyrgðaraðili persónuupplýsinga þinna er Hotels.com, L.P. USA. Ef þú ert að nota þjónustu okkar utan Bandaríkjanna viljum við vinsamlegast upplýsa þig um það að upplýsingar þínar geta verið fluttar, geymdar og unnið úr þeim utan heimalands þíns eða svæðis, þar á meðal í Bandaríkjunum þar sem vefþjónar okkar og aðalgagnagrunnur eru starfræktir. Þú getur treyst því að við grípum til allra viðeigandi ráðstafana til að vernda friðhelgi þína og öryggi.
Við mælum með að þú lesir þessa persónuverndarstefnu til enda svo að þú sért fyllilega upplýst(ur). Ef þú vilt hins vegar fá aðgang að tilteknum hluta þessarar persónuverndarstefnu getur þú smellt á viðkomandi flýtitengil í valmyndinni.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða áhyggjur af notkun okkar á persónuupplýsingum þínum, vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum vefgátt þjónustuvers okkar sem er að finna í hlutanum „Hafðu samband“ neðst í þessari persónuverndarstefnu.
Ytri tenglar
Ef einhverjir hlutar af þjónustu okkar á netinu tengja þig við aðrar vefsíður eða forrit, heyra þessir nýlega opnuðu tenglar ekki undir þessa persónuverndarstefnu. Við mælum því með að þú skoðir þær persónuverndarstefnur sem er að finna á þessum vefsvæðum til að skilja verkferla þeirra við að safna, nota og birta persónuupplýsingar.
Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og hvers vegna?
Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og hvers vegna?
Upplýsingar sem þú afhendir okkur beint
Við gætum beðið þig um að afhenda okkur persónuupplýsingar beint. Til dæmis gætum við beðið þig um að gefa upp tengiliðaupplýsingar þínar, eins og fullt nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang og fæðingardag eftir þörfum, í þeim tilgangi að:
 • Gera okkur kleift að ljúka ferðabókun þinni
 • Stofna eða skrá reikning hjá okkur
 • Veita þá þjónustu og upplýsingar sem þú biður um, eins og bókunarupplýsingar
 • Hafa neyðarsímanúmer fyrir þig
 • Uppfæra upplýsingar varðandi flugpunkta eða vildarklúbba
 • Veita þér áskrift að markaðsupplýsingum okkar, og/eða
 • Senda fyrirspurnir til okkar
Þú munt einnig þurfa að gefa greiðsluupplýsingar (eins og kreditkortanúmer, nafn korthafa og gildistíma) til að ljúka greiðslu.
Þú getur einnig þurft að gefa upplýsingar um alla aðra ferðamenn í þinni bókun, markaðstengt val þitt, og aðrar upplýsingar ef þú tekur þátt í könnun eða keppni. Þegar þú stofnar reikning gefur þú upp innskráningarnafn/meðlimaauðkenni, ásamt aðgangsorði.
Persónuupplýsingar þínar geta einnig tengst vafrakökum til að þjónusta okkar á netinu starfi rétt, geymi ferðaleit þína í netþjónustu okkar og við söfnun okkar á upplýsingum um hvernig þú notar þjónustu okkar á netinu. Viljir þú fá frekari upplýsingar, vinsamlegast sjáðu stefnu okkar um vafrakökur.
Ef þú ert starfsmaður fyrirtækjareiknings, söluaðili eða annars konar samstarfsaðili, eins og eigandi eða stjórnandi gististaðar eða ferðaskrifstofa geta aðrar upplýsingar sem safnað er verið vinnuveitandi, kennitala starfsmanns eða aðrar viðeigandi upplýsingar.
Sérstakir flokkar persónuupplýsinga
Ákveðnar tegundir persónuupplýsinga, eins og sumar kennitölur sem gefnar eru út af hinu opinbera, trú, heilsa eða kynhneigð teljast viðkvæmar og krefjast meiri verndar samkvæmt viðeigandi lögum. Við takmörkum þær kringumstæður þar sem við söfnum viðkvæmum persónuupplýsingum. Á meðal dæma um þessar upplýsingar eru:
 • Það getur þurft að biðja um heilsutengdar upplýsingar svo að hægt sé að veita viðeigandi gistingu og aðgengi eða séróskir um aðstöðu.
 • Það getur þurft að biðja um kennitölur sem gefnar eru út af hinu opinbera, eins og vegabréfsnúmer eða númer ökuskírteinis, fyrir flug, bílaleigur eða aðrar ferðabókanir.
 • Aðrar upplýsingar sem þú getur valið að tilgreina og geta samanstaðið af trú, heilsu eða öðrum upplýsingum, eins og sérþörfum er varða mataræði.
Upplýsingar gefnar af fúsum frjálsum vilja um ferðafélaga
Þegar þú gerir bókun fyrir einhvern annan í gegnum þjónustu okkar á netinu, munum við biðja um persónuupplýsingar og óskir um ferðatilhögun um þann einstakling. Þú ættir að fá samþykki allra annarra einstaklinga áður en þú afhendir okkur persónuupplýsingar þeirra og óskir um ferðatilhögum. Aðeins er hægt að skoða og breyta upplýsingum um ferðafélaga þína í gegnum reikning þinn. Vilji ferðafélagar þínir breyta eða eyða upplýsingum sínum sjálfir geta þeir haft beint samband við okkur með því að nota upplýsingarnar neðst í þessari persónuverndarstefnu.
Upplýsingar sem við söfnum sjálfkrafa
Þegar þú heimsækir þjónustu okkar á netinu, gætum við safnað ákveðnum upplýsingum sjálfkrafa úr tækinu þínu. Í sumum löndum, þar á meðal löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins, teljast þessar upplýsingar vera persónuupplýsingar samkvæmt viðeigandi lögum um gagnavernd.
Nánar tiltekið, upplýsingarnar sem við söfnum sjálfkrafa geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu, tegund tækis, einstakar kennitölur tækis, tegund vafra (eins og Firefox, Safari eða Internet Explorer), Internet-veitu (ISP), stýrikerfi þitt og gagnabera. Upplýsingum um allar tilvísunarvefsíður eða lokasíður ásamt almennri landfræðilegri staðsetningu (t.d. staðsetning umeð tilliti til lands eða borgar) er einnig safnað fyrir notendur vefsíðu.
Við gætum einnig safnað öðrum tæknilegum upplýsingum eins og hvernig samskiptum tækis þíns við þjónustu okkar á netinu er háttað, þar á meðal heimsóttar síður og tenglar sem smellt er á, þ.e. skoðaðar ferðir og tími og dagsetningar þeirra.
Söfnun þessara upplýsinga gerir okkur kleift að öðlast betri skilning á gestunum sem heimsækja þjónustu okkar á netinu, hvaðan þeir koma og hvaða efni í þjónustu okkar á netinu vekur áhuga þeirra. Við notum þessar upplýsingar innri greiningu hjá okkur og til að bæta gæði og gagnsemi þjónustu okkar á netinu gagnvart gestum okkar, til dæmis til að sérsníða notendaupplifun okkar, sérsníða leit þína og sýna þér auglýsingar sem geta vakið áhuga þinn. Við notum þessar sjálfkrafa upplýsingar einnig til að koma í veg fyrir og koma upp um svik.
Einhverju af þessum upplýsingum kann að vera safnað með vafrakökum og annarri sporunartækni, eins og útskýrt er nánar undir yfirskriftinni „Vafrakökur og önnur sporunartækni“.
Upplýsingar sem við söfnum þegar þú notar forrit
Þegar þú notar eitt af snjallsímaforritum okkar, spjaldtölvuforritum eða forritum fyrir annan verkvang (saman nefnd „forrit“, eftir því sem við á), söfnum við einnig:
Upplýsingum um virkni forritanna sem þú ferð í og notar. Þetta gerir okkur kleift að auðkenna þá hluta forritsins sem vekja áhuga viðskiptavina okkar þannig að við getum sérstillt og endurbætt forritin stöðugt.
Hvert forrit sendir okkur einstakt auðkenni tækisins (eða „UID“), röð númera eða stafa sem eiga eingöngu við um tækið þitt. Við notum þetta eingöngu þegar forritið er opnað í fyrsta sinn svo að við getum staðfest við auglýsinganet okkar hversu mörg niðurhöl eiga sér stað eftir að smellt er á auglýsingaborða þeirra og önnur markaðssetningartæki. Þegar netfang er gefið upp tengjum við það við núverandi UID/vafrakökuauðkenni til að okkur sé mögulegt veita snurðulausa upplifun á milli tækja.
Þegar þú notar forrit til að finna hótel nálægt þér eða álíka virkni sem leggur til ákveðið efni eftir staðsetningu, notum við upplýsingar um núverandi staðsetningu þína, að því gefnu að tæki þitt sé að nota GPS eða svipaða tækni, til að birta viðkomandi efni eða aðrar staðfærðar upplýsingar. Við söfnum ekki staðsetningarupplýsingum nema þú notir staðsetningatengda virkni og þú getur slökkt á söfnun staðsetningarupplýsinga hvenær sem er í gegnum símastillingar þínar.
Hvert forrit sendir okkur einnig villuskýrslu ef það hrynur eða frýs. Það gerir okkur kleift að finna orsök villunnar og bæta stöðugleika forritsins fyrir næstu útgáfu þess. Hluti af þessum villuskýrslum er að forritið sendir okkur upplýsingar um tegund og útgáfu farsímans eða spjaldtölvunnar, UID, þann tíma sem villan kom upp, virknina sem er í notkun og ástand forritsins þegar villan kom upp. Við notum ekki þessar upplýsingar í neinum öðrum tilgangi en þeim að leita að orsök villunnar og lagfæra hana. Við gætum notað þessar upplýsingar til að leita að orsök villunnar og til að aðstoða þig við að ljúka við viðkomandi bókun.
Þú getur alltaf stýrt því hvaða upplýsingar forrit sendir okkur. Þú getur stjórnað því annaðhvort með því að breyta stillingum forritsins í stillingavalmyndinni eða með því að breyta stillingum farsímans eða spjaldtölvunnar þinnar. Að öðrum kosti getur þú fjarlægt forritið úr tækinu þínu með öllu og notað þjónustu okkar í gegnum vefsíðuna okkar.
Upplýsingar sem við fáum frá þriðja aðila
Reglulega fáum við persónuupplýsingar um þig á löglegan máta frá hlutdeildaraðilum, samstarfsaðilum og öðrum óháðum veitum þriðju aðila og bætum þeim við reikningsupplýsingar okkar. Dæmi um upplýsingar sem við gætum fengið eru: uppfærðar tengiliðaupplýsingar eins og netfang, innkaupasaga og lýðfræðilegar upplýsingar.
Upplýsingar sem við söfnum þegar þú hefur samskipti við okkur með eftirfarandi aðferðum
Samfélagsmiðlar: Notir þú eitthvað af möguleikum samfélagsmiðla í þjónustu okkar á netinu eða ferð á annan hátt í gegnum samfélagsmiðlaveitu, getum við fengið aðgang að upplýsingum um þig í gegnum þá samfélagsmiðlaveitu í samræmi við persónuverndarstefnu hennar. Til dæmis bjóðum við þann möguleika að hægt sé að skrá sig á vefsíðu okkar í gegnum „Facebook Connect“, sem gerir þér kleift að skrá þig á vefsíðu okkar með Facebook-reikningi þínum án þess að tilskildar upplýsingar séu slegnar inn handvirkt á vefsíðu okkar.
Þegar samfélagsmiðlaeiginleikinn er notaður og þú hefur valið að hafa hann virkan á samfélagsmiðlareikningi þínum, gætum við haft aðgang að upplýsingum eins og nafni þínu, prófíl-mynd, kyni, fæðingardegi, netfangi, bæ eða héraði og öllum öðrum upplýsingum sem þú hefur valið að hafa aðgengilegar. Séu persónuverndarstillingum þínum þannig háttað, höfum við aðgang að upplýsingum sem þú lætur samfélagsmiðlaveitum í té varðandi staðsetningu þína („Staðsetningarupplýsingar“) til að það efni sem þú færð hæfi þér. Við geymum ekki né notum nein gögn er tengjast vinum þínum á samfélagsmiðlum.
Við kunnum einnig að nálgast upplýsingar af samskiptamiðli um notkun þína á forriti sem við starfrækjum á vefsíðu samskiptamiðilsins. Við hvetjum þig því til að fara vel yfir persónuverndarstefnu allra samfélagsmiðla sem þú notar.
Vöktun og hljóðritun símtala: Símtöl til og frá þjónustuveri geta verið hljóðrituð eða fylgst með þeim vegna gæðastjórnunar, greiningar, til að vernda okkur gegn lagalegum ágreiningi og vegna þjálfunar starfsfólks. Hljóðritun símtala verður í samræmi við þessa persónuverndarstefnu. Allar persónuupplýsingar sem fást frá þér í símtali verða meðhöndlaðar samkvæmt ákvæðum þessarar persónuverndarstefnu.
Önnur samskipti á netinu: Öll samskipti þín við okkur í gegnum þjónustu okkar á netinu, eins og spjall, verða skráð og fylgst með þeim vegna gæðastjórnunar, til að vernda okkur gegn lagalegum ágreiningi og vegna þjálfunar starfsfólks. Úrvinnsla og meðhöndlun þessara upplýsinga verður í samræmi við þessa persónuverndarstefnu.
Vafrakökur og önnur sporunartækni
Við notumst við vafrakökur og aðra sporunartækni (saman nefnt „vafrakökur“) til að safna og nota persónuupplýsingar um þig, og einnig fyrir markópamiðaðar auglýsingar. Til að fá frekari upplýsingar um þær tegundir vafrakaka sem við og söluaðilar okkar nota, hvers vegna og hvernig þú getur stjórnað vafrakökum, vinsamlegast sjáðu stefnu okkar um vafrakökur. Við gætum sameinað upplýsingar sem þú afhendir okkur við upplýsingar sem tengjast færslum þínum og upplýsingar sem við fáum um þig frá þriðja aðila sem innir af hendi þjónustu fyrir okkar hönd. Upplýsingar sem við fáum með vafrakökum og svipaðri tækni gera okkur kleift að fylgjast með virkni milli tækja og smella notenda sem tengjast vafrakökum.
Almennt séð notum við persónuupplýsingar frá þér aðeins á þann hátt sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu eða í tilgangi sem við útskýrum fyrir þér á sama tíma og við söfnum persónuupplýsingum þínum.
Hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum með?
Við kunnum að afhenda persónuupplýsingar þínar eftirfarandi flokkum viðtakenda:
Aðildarfyrirtæki okkar munu endrum og eins deila persónuupplýsingum þínum með tengdum fyrirtækjum innan Expedia Group fyrirtækjahópsins, sem er að finna á expediagroup.com. Þessi deiling gerir okkur kleift að veita þér, með þínu samþykki eins og lög kveða á um, upplýsingar um vörur og þjónustu, bæði ferðatengda og aðra, sem við teljum að gæti vakið áhuga þinn. Einnig, ef þú spyrst fyrir um bókun á orlofsleigu í gegnum annað Expedia Group vörumerki, eins og HomeAway, gætum við á einhverjum tímapunkti deilt fjölda fyrri ferða þinna og hvaða stöðu þú hefur innan vörumerkis Expedia Group (en engum öðrum upplýsingum) með eiganda orlofsleigunnar, þannig að hann geti með fullri vissu samþykkt dvöl þína. Að því marki sem móðurfélag okkar og tengd fyrirtæki hafa aðgang að upplýsingum um þig, munu þau fylgja starfsreglum sem eru að minnsta kosti jafn strangar og reglurnar sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu. Þau munu einnig fara eftir gildandi lögum um sendingu auglýsingaefnis og, að lágmarki, gefa þér tækifæri í hverjum auglýsingapósti sem þau senda, að kjósa að fá ekki slíka tölvupósta í framtíðinni.
Þjónustuveitur þriðju aðila sem veita okkur gagnaúrvinnsluþjónustu (til dæmis til að styðja við afhendingu, virkni eða til að auka öryggi þjónustu okkar á netinu), eða á annan hátt vinna úr persónuupplýsingum eins og við kreditkortavinnslu, viðskiptagreiningu, þjónustu við viðskiptavini, markaðssetningu, dreifingu á könnunum eða getraunir, til að auðvelda sendingu netauglýsinga sem eru sérsniðnar fyrir áhugasvið þitt og ráðstafanir gegn svikum. Þar sem þjónustuveitur þriðju aðila hafa aðgang að gögnum munu þær aðeins safna upplýsingum eins og nauðsynlegt er til að þær geti sinnt hlutverki sínu. Þeim er ekki heimilt að deila eða nota upplýsingarnar í neinum öðrum tilgangi.
Viðskiptafélagar sem við kunnum að bjóða vörur eða þjónustu í samvinnu við, eða sem bjóða vörur eða þjónustu í netþjónustu okkar. Þú getur séð hvenær viðskiptafélagi þriðja aðila er viðriðinn vöru eða þjónustu sem þú hefur beðið um þar sem nafn hans mun birtast, annað hvort eitt sér eða með okkar. Veljir þú að nota þessar valkvæmu þjónustuleiðir, munum við endrum og eins deila upplýsingum um þig, þar á meðal persónuupplýsingum þínum, með þessum samstarfsaðilum. Dæmi um viðskiptafélaga væri vildarklúbbur þriðja aðila þar sem þú getur unnið þér inn punkta, t.d. með bókun.
Ferðaþjónustuaðilar eins og hótel, flugfélög, bílaleigur, tryggingafélög, eigendur gistihúsnæðis og, þar sem við á, söluaðilar afþreyingar og þjónustu, lestarferða og skemmtisiglinga, sem uppfylla ferðabókanir þínar. Allri þjónustu sem þriðji aðili (birgir) veitir er lýst sem slíkri. Vinsamlegast athugaðu að þessir birgjar geta haft samband við þig eftir þörfum til að fá frekari upplýsingar um þig, auðvelda ferðabókun þína eða til að bregðast við umsögn sem þú hefur sent í samræmi við þeirra eigin persónuverndarstefnu. Endrum og eins kann að vera að við deilum nafnlausum umsögnum með söluaðilum hótelgistingar. Þegar um slíkt er að ræða deilum við ekki nöfnum umsagnaraðila né upplýsingum um þá, nema að þú hafir gefið sérstakt leyfi fyrir því. Við tökum ekki ábyrgð á því ef hótelið kemst að því hver þú ert út frá efni umsagnar þinnar og hefur beint samband við þig.
Samfélagsmiðlaveitur þegar þú notar ákveðna eiginleika samfélagsmiðla í gegnum þjónustu okkar á netinu, munt þú deila upplýsingum með samfélagsmiðlaveitunni (eins og Facebook). Upplýsingarnar sem þú deilir heyra undir persónuverndarstefnu samfélagsmiðilsins (þar á meðal öll gögn sem við fáum aðgang að í gegnum samfélagsmiðlaveituna). Samfélagsmiðlaveitur ættu að upplýsa þig um hvernig þú getur breytt persónuverndarstillingum þínum á svæði þeirra.
Ef þú tengir reikning Hotels.com við samfélagsmiðlaveitu, eins og í gegnum „Facebook Connect“ má vera að við gerum aðgengilegar á verkvangi þeirrar samfélagsmiðlaveitu þær upplýsingar sem tengjast notkun þinni á þjónustunni, eins og vildarklúbbar eða þær umsagnir sem þú birtir í þjónustu okkar á netinu. Slíkar upplýsingar geta einnig verið birtar á vefsíðu eða í þjónustu þeirrar samfélagsmiðlaveitu. Upplýsingar sem eru gerðar aðgengilegar á verkvangi samfélagsmiðlaveitu verða eignaðar þeim samfélagsmiðlareikningi sem þinn Hotels.com-reikningur tengist.
Þú kannt að vilja slökkva á sjálfvirkri birtingu samskiptamiðilsins á slíkum upplýsingum með því að breyta persónuverndarstillingum þínum á samskiptamiðlinum. Við munum ekki gefa neinum öðrum samskiptamiðli aðgang að Hotels.com reikningsnúmeri þínu eða upplýsingum. Ef þú tengir Hotels.com reikninginn þinn við samskiptamiðil getur líka verið að við deilum notendanafni þínu og myndinni af þér á þeim samskiptamiðli með öðrum öðrum Hotels.com reikningseigendum. Þú kannt að vilja slökkva á slíkri deilingu upplýsinga með því að breyta persónuverndarstillingum þínum á svæði samskiptamiðilsins
Allir þar til bærir löggæsluaðilar, eftirlitsaðilar, ríkisstofnanir, dómstólar eða aðrir þriðju aðilar þar sem við teljum að afhending sé nauðsynleg (i) vegna gildandi laga eða reglugerða, (ii) til að framfylgja, koma á fót eða verja lagaleg réttindi okkar, eða (iii) til að verja hagsmuni okkar eða annarra einstaklinga.
Þegar við teljum viðeigandi að rannsaka, fyrirbyggja eða grípa til aðgerða gegn ólöglegum eða mögulega ólöglegum aðgerðum, að verja og vernda réttindi, eignir eða öryggi fyrirtækis okkar eða þessa vefsvæðis, viðskiptavina okkar eða annarra, og er lýtur að þjónustuskilmálum okkar og öðrum samningum.
Í tengslum við fjármálagjörninga fyrirtækisins, svo sem fjárlosun, samruna, sameiningu eða eignasölu, eða í því ólíklega tilviki að til gjaldþrots komi. Komi til einhvers konar yfirtöku munum við upplýsa kaupandann um að honum sé aðeins heimilt að nota persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi sem fram kemur í þessari persónuverndarstefnu; eða einhver annar aðili með þitt samþykki fyrir birtingunni.
Við getum ekki tilgreint hvern einasta viðtakanda í þessari persónuverndarstefnu vegna fjölda viðtakenda og tíðra breytinga á þessum upplýsingum. Flokkar viðtakenda eru útskýrðir nánar í undirmálsgreinum þessa hluta að ofan, til dæmis ferðaþjónustuaðilar eins og hótel, flugfélög, bílaleigur og söluaðilar afþreyingar og þjónustu, sem gera okkur kleift að uppfylla bókun þína. Hafir þú einhverjar spurningar um deilingu upplýsinga með þriðja aðila, vinsamlegast hafðu samband með upplýsingunum sem er að finna neðst í þessari persónuverndarstefnu.
Öðru hverju deilum við uppsöfnuðum eða nafnlausum upplýsingum með þriðju aðilum, þar á meðal auglýsendum og fjárfestum. Til dæmis gætum við sagt auglýsendum okkar hversu margir heimsækja vefsíðuna okkar eða hver vinsælustu hótelin og áfangastaðirnir eru. Þessar upplýsingar innihalda engar persónuupplýsingar og eru notaðar til að þróa efni og þjónustu sem við vonumst til að veki áhuga notenda okkar.
Hvernig notum við upplýsingar þínar?
Lagalegur grunnur okkar fyrir úrvinnslu persónuupplýsinga (aðeins gestir innan EES).
Ef þú ert gestur innan Evrópska efnahagssvæðisins, fer lagalegur grundvöllur okkar fyrir söfnun og notkun persónuupplýsinga sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu eftir því hverjar viðkomandi persónuupplýsingar eru og í hvaða samhengi þeim er safnað.
Við munum vanalega safna persónuupplýsingum frá þér aðeins (i) þegar við þurfum persónuupplýsingarnar til að uppfylla samning við þig, (ii) þegar úrvinnslan er lögmætir hagsmunir okkar og gengur ekki á réttindi þín, eða (iii) þegar við höfum þitt samþykki til þess. Í sumum tilvikum er það lagaleg skylda okkar að safna persónuupplýsingum frá þér, eins og þegar nauðsynlegt er að nota færslusögu þína til að uppfylla fjárhagslegar og skattalegar skyldur okkar samkvæmt lögum.
Ef við biðjum þig að afhenda okkur persónuupplýsingar til að uppfylla lagalega kröfu eða til að uppfylla samning við þig, munum við gera þér það ljóst á viðeigandi tíma og upplýsa þig um það hvort afhending persónuupplýsinga þinna er lögbundin eða ekki (sem og um mögulegar afleiðingar þess að þú látir ekki í té persónuupplýsingar þínar).
Ef við söfnum og notum persónuupplýsingar þínar í þágu lögmætra hagsmuna okkar (eða annarra þriðju aðila), eru þessir hagsmunir vanalega þeir að starfrækja verkvang okkar og hafa samskipti við þig eins og þörf er á til að veita þér þjónustu okkar, fyrir öryggissannvottun þegar þú hefur samband við okkur og í þágu lögmætra viðskiptalegra hagsmuna okkar, til dæmis þegar við bregðumst við fyrirspurnum þínum, bætum verkvang okkar, sinnum markaðssetningu eða við greiningu og hindrun á ólöglegu athæfi. Við gætum haft annarra lögmætra hagsmuna að gæta og ef við á munum við gera þér ljóst á viðeigandi tíma hverjir þessir lögmætu hagsmunir eru.
Hvernig ákvörðum við hverjir lögmætir viðskiptalegir hagsmunir okkar eru?
Við framkvæmum mat til að tryggja að:
 • Hagsmunir okkar við notkun gagna þinna eru lögmætir (þ.e. við höfum skýra viðskiptalega þörf), og
 • Hin viðskiptalega þörf gengur ekki á rétt þinn til persónuverndar.
Þegar skorið er úr um þetta metum við möguleg áhrif sem tiltekin notkun á upplýsingunum gætu haft á þig sem viðskiptavin og berum það saman við okkar eigin viðskiptalegu þarfir til að tryggja að útkoman sé rétt. Við notumst einnig við ákveðnar öryggisráðstafanir til að lágmarka alla mögulega áhættu.
Til að taka raunverulegt dæmi myndum við líta á söfnun á vali þínu við bókun vera lögmætir viðskiptahagsmunir fyrir okkur sem fyrirtæki í rafrænni verslun. Við teljum þetta ekki hafa óréttmæt áhrif á réttindi þín til persónuverndar, þar sem þú gætir viljað heyra um vörur okkar og þjónustu í framtíðinni. Til að verja réttindi þín til persónuverndar tryggjum við aftur á móti að þú getir sagt þig úr þessum auglýsingasamskiptum hvenær sem er, á reikningi þínum, í sjálfum tölvupóstinum eða í gegnum þjónustuverið.
Í samræmi við lagalegan grundvöll að ofan, notum við upplýsingarnar sem við söfnum til að:
 • uppfylla þínar færslur, eins og að bóka hótel;
 • Senda þér ferðastaðfestingar og mikilvægar ferðaupplýsingar fyrir væntanlega ferð þína (með tölvupósti, textaskilaboðum og/eða þrýstiskilaboðum).
 • Staðfesta hver þú ert til að koma í veg fyrir svik.
 • Stjórna reikningi þínum, þar á meðal úrvinnsla á greiðslum.
 • Hafa almenn samskipti við þig, sérstaklega ef það er breyting á bókun þinni.
 • Veita bókunartengda þjónustu eða bregðast við fyrirspurnum sem þú kannt að hafa.
 • Mæla áhuga á og bæta vörur okkar, þjónustu og virkni vefsvæðis.
 • Tilkynna þér um sértilboð, afsláttarmiða, getraunir og ferðatengdar vörur og þjónustu sem gæti vakið áhuga þinn. Þú kannt að fá þetta með tölvupósti, textaskilaboðum, þrýstiskilaboðum, pósti eða í gegnum auglýsingar á svæðum þriðja aðila, þar á meðal í gegnum samskiptamiðla.
 • Á annan hátt sérsníða upplifun þína á þessu vefsvæði eða forriti.
 • Verðlauna þig sem hluti af vildarklúbbi sem þú kýst að ganga í (hvort sem það er á okkar vegum eða þriðja aðila).
 • Fá upplýsingar frá þér, þar á meðal með endurgjöf sem þú gefur eða könnunum sem þú fyllir út.
 • Framkvæma tölfræðilega greiningu um notkun á vefsvæði okkar og forritum og þjónustu sem við bjóðum, í því skyni að bæta alla þætti þess sem við gerum.
 • Vernda réttindi okkar sem fyrirtæki, þar á meðal hugverkaréttindi okkar til dæmis.
 • Leysa úr ágreiningi, innheimta gjöld eða villuleita vandamál.
 • Framfylgja notkunarskilmálum okkar.
 • og eins og annars er lýst fyrir þér á þeim tíma sem söfnun fer fram.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða þarft meiri upplýsingar varðandi lagalegan grundvöll fyrir söfnun okkar og notkun á persónuupplýsingum þínum, vinsamlegast hafðu samband við okkur með upplýsingunum sem er að finna neðst í þessari persónuverndarstefnu.
Hvernig verndum við persónuupplýsingar þínar?
Vil viljum að þér líði vel með að nota þjónustu okkar á netinu til að gera ferðatengdar ráðstafanir og við helgum okkur því að vernda upplýsingarnar sem við söfnum. Engin þjónusta á netinu getur ábyrgst óbrigðult öryggi en við höfum innleitt viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að vernda þær persónuupplýsingar um þig sem við söfnum og vinnum með. Til dæmis notum við dulkóðun þegar viðkvæmar persónuupplýsingar þínar eru sendar á milli okkar kerfis og þíns og við notum eldveggi og kerfi til að greina innbrot til að hjálpa til við að koma í veg fyrir að óviðkomandi einstaklingar fái aðgang að upplýsingum þínum. Enn fremur mega aðeins þar til bærir starfsmenn hafa aðgang að persónuupplýsingum og þeir mega aðeins nota hann í leyfilegum viðskiptatengdum aðgerðum.
Gagnaflutningar milli landa
Persónuupplýsingar þínar kunna að vera fluttar til og unnið með þau í öðrum löndum en því landi sem þú býrð í og utan EES. Þessi lönd geta haft gagnaverndarlög sem eru frábrugðin lögum lands þíns (og, í sumum tilvikum, geta þau haft í för með sér minni vernd).
Netþjónar þjónustu okkar á netinu eru, nánar tiltekið, staðsettir í Bandaríkjunum og aðildarfyrirtæki okkar og þjónustuveitur þriðju aðila hafa starfsemi víðsvegar um heiminn. Þetta þýðir að þegar við söfnum persónuupplýsingum þínum, gætum við unnið með þau í einhverju þessara landa.
Við höfum gripið til viðeigandi öryggisráðstafana til tryggja að persónuupplýsingar þínar séu áfram verndaðar í samræmi við þessa persónuverndarstefnu, þegar þær eru fluttar út fyrir EES. Allir gagnaflutningar milli aðildarfyrirtækja okkar heyra undir aðildarsamning okkar sem hefur að geyma stranga skilmála um gagnaflutninga sem samþykktir eru af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (sem kallast föst samningsákvæði) og krefjast þess að öll aðildarfyrirtæki verndi persónuupplýsingar sem þeir vinna með frá EES í samræmi við lög Evrópusambandsins um gagnavernd.
Við göngum úr skugga um að allar þjónustuveitur þriðju aðila sem taka við gögnum hafi gripið til viðeigandi öryggisráðstafana til að vernda persónuupplýsingar þínar. Hæfnisviðmiðanir geta verið (i) fullnægjandi staða lands, þ.e. í landi sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur úrskurðað "fullnægjandi" þar sem gagnaverndarstaðlar þess eru svipaðir og innan Evrópusambandsins, (ii) föst samningsákvæði, eða (iii) samkomulag Evrópusambandsins og Bandaríkjanna annars vegar og Sviss og Bandaríkjanna hins vegar til varnar friðhelgi einkalífsins.
Gagnavarðveisla
Við varðveitum þær persónuupplýsingar sem við söfnum frá þér þegar við höfum yfirstandandi lögmæta viðskiptalega þörf til þess (til dæmis við að veita þér þjónustu sem þú hefur beðið um eða til að uppfylla viðeigandi löglegar, skattalegar eða bókhaldslegar kröfur).
Þegar við höfum enga yfirstandandi lögmæta viðskiptalega þörf til að vinna með persónuupplýsingar þínar, munum við annað hvort eyða þeim eða gera þær nafnlausar eða, sé þetta ekki mögulegt (til dæmis þar sem persónuupplýsingar þínar hafa verið geymdar í öryggisafritum), munum við geyma persónuupplýsingar þínar á öruggan hátt og einangra þær frá frekari úrvinnslu þar til eyðing er möguleg.
Við munum annað hvort gera gögn þín nafnlaus eða safnvista þau, ef við ætlum að nota þau til greiningar eða leitnigreiningar yfir lengri tíma.
Upplýsingaréttindi þín
Þú getur fengið aðgang eða uppfært tengiliðaupplýsingar þínar í reikningshluta þjónustu okkar á netinu. Þú getur afvirkjað reikning þinn hvenær sem er, annaðhvort með því að hafa samband við okkur í gegnum vefgátt þjónustuvers tengill eða á netfanginu sem er að finna að neðan. Eftir að þú hefur afvirkjað reikning getur þú ekki innskráð þig né fengið aðgang að neinum af persónuupplýsingum þínum. Hins vegar geturðu opnað nýjan reikning hvenær sem er. Ef þú vilt eyða gögnum þínum, vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum vefgáttartengil þjónustuvers eða með upplýsingunum sem er að finna neðst í þessari persónuverndarstefnu.
Viljir þú hafa samband við okkur í tengslum við einhverjar persónuupplýsingar sem ekki eru birtar á reikningi þínum, getur þú haft samband við okkur með því að nota upplýsingarnar neðst í þessari persónuverndarstefnu.
Gagnaverndarréttindi þín
Ef þú ert íbúi innan Evrópska efnahagssvæðisins, hefur þú eftirfarandi gagnaverndarréttindi:
 • Viljir þú fá aðgang, leiðrétta, uppfæra eða biðja um eyðingu persónuupplýsinga þinna, getur þú gert það hvenær sem með því að hafa samband við okkur í gegnum vefgátt þjónustuvers eða með því að nota upplýsingarnar neðst í þessari persónuverndarstefnu.
 • Viljir þú biðja um aðgang að persónuupplýsingum þínum munum við staðfesta hvort við höfum þær undir höndum og afhenda þér afrit, sem útskýrir hvernig við vinnum með þær og hvers vegna, hversu lengi við geymum þær og réttindi þín þar að lútandi.
 • Ef þú biður um að persónuupplýsingum þínum sé eytt, munum við eyða þeim. Vinsamlegast athugaðu að við þurfum að varðveita allar upplýsingar sem nauðsynlegt er til að uppfylla lagalegar skyldur okkar eða til að koma á fót, beita eða verja lagalega kröfu.
 • Þú getur mótmælt úrvinnslu persónuupplýsinga þinna, farið þess á leit að við takmörkum úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum eða beðið okkur um flytjanleika persónuupplýsinga þinna. Enn og aftur, þú getur neytt þessara réttinda með því að hafa samband við okkur í gegnum vefgáttartengil þjónustuvers eða með upplýsingunum sem er að finna neðst í þessari persónuverndarstefnu.
 • Þú getur kosið að fá ekki markaðsupplýsingar sem við sendum þér, hvenær sem er. Þú getur neytt þessara réttinda með því að smella á tengilinn „úrskrá“ eða „úrsögn“ í markaðspóstunum sem við sendum þér.
 • Ef við höfum safnað og unnið með persónuupplýsingar þínar með þínu samþykki, getur þú að sama skapi dregið samþykki þitt til baka hvenær sem er. Þó þú dragir samþykki þitt til baka hefur það ekki áhrif á lögmæti neinnar úrvinnslu sem fram fór áður en þú dróst samþykkið til baka, né heldur hefur það áhrif á úrvinnslu persónuupplýsinga þinna sem hvílir á lagalegum grunni úrvinnslu öðrum en samþykki.
 • Þú hefur rétt til að leggja fram kvörtun við persónuverndaryfirvöld eftir söfnun og notkun okkar á persónuupplýsingum þínum. Vinsamlegast hafðu band við persónuverndaryfirvöld á staðnum til að fá frekari upplýsingar. Þú getur fundið tengiliðaupplýsingar fyrir persónuverndaryfirvöld innan Evrópska efnahagssvæðisins, Sviss og tiltekinna landa utan Evrópu (þar á meðal Bandaríkjanna og Kanada) hér.
Auðveldasta leiðin til að senda okkur beiðni þína er í gegnum vefgátt þjónustuversins sem finna má í hlutanum „Hafðu samband“, neðst í þessari persónuverndarstefnu.
Við bregðumst við öllum beiðnum sem okkur berast frá einstaklingum sem óska þess að neyta gagnaverndarréttinda sinna í samræmi við gildandi lög um gagnavernd.
Birting sérsniðinna auglýsinga
Gögn sem þetta vefsvæði safnar í því skyni að senda á þig auglýsingar sem eiga erindi við þig
Við leggjum okkur fram um að veita þér efni og upplýsingar sem eiga erindi við þig. Í þessu skyni, kann að vera að við, með vafrakökum og annarri tækni, söfnum upplýsingum um ferðatengda leit þína, eins og hvort þú hefur verið að leita að flugi eða hótelgistingu. Við notum þessar upplýsingar, ásamt öðrum upplýsingum sem við höfum safnað um þig, til að senda þér meira viðeigandi auglýsingar á vefsvæði okkar, yfir internetið og á öðrum tækjum sem þú ert að nota. Þannig að ef þú leitar til dæmis að gistingu í London á þessu svæði, gætir þú séð auglýsingu fyrir ferðapakka til London á þessu svæði eða á öðrum vefsvæðum sem þú heimsækir.
Vinsamlegast athugaðu að sameinum ekki upplýsingarnar sem við söfnum um ferðatengda leit þína á þessu vefsvæði og persónuupplýsingar (eins og netföngum) til að senda á þig auglýsingar yfir önnur vefsvæði. Við deilum heldur ekki persónuupplýsingum þínum með þriðju aðilum svo að þeir geti sent á þig auglýsingar. Þú getur valið að fá ekki sérsniðnar netauglýsingar á öðrum vefsvæðum, á grundvelli ferðatengdrar leitar þinnar á þessu vefsvæði og fengið að vita meira um úrsögn úr því að láta nota upplýsingar þínar fyrir sérsniðnar auglýsingar með því að skoða eftirfarandi:
 • http://www.youronlinechoices.eu/
 • http://youradchoices.ca/choices/
 • http://www.aboutads.info/choices/
 • http://optout.networkadvertising.org/
Taktu eftir að ef þú velur að fá ekki sérsniðnar auglýsingar, muntu samt sjá auglýsingar á netinu, en þær verða almenns eðlis og eiga ekki eins mikið erindi við þig.
Gögn sem safnað er af viðskiptafélögum og auglýsinganetum til að senda þér viðeigandi auglýsingar
Auglýsingarnar sem þú sérð á þessu vefsvæði eru sendar af okkur eða þjónustuveitum okkar. En við leyfum einnig þriðju aðilum að safna upplýsingum um aðgerðir þínar á netinu með vafrakökum og annarri tækni. Á meðal þessara þriðju aðila eru (1) viðskiptafélagar, sem safna upplýsingum um hvenær þú skoðar eða hefur samskipti við eina af auglýsingum þeirra á svæðum okkar, og (2) auglýsinganet, sem safna upplýsingum um áhugasvið þín þegar þú skoðar eða hefur samskipti við eina af auglýsingunum sem þeir setja á mismunandi vefsvæði á netinu. Upplýsingarnar sem þessir þriðju aðilar safna eru notaðar til að spá fyrir um einkenni þín, áhugamál eða dálæti og til að birta auglýsingar á svæðum okkar og á internetinu sem eru sérsniðnar fyrir það sem virðist vera þitt áhugasvið. Við leyfum þessum þriðju aðilum ekki að safna persónuupplýsingum um þig (eins og netföngum) á svæði okkar, né heldur deilum við neinum persónuupplýsingum um þig með þeim.
Vinsamlegast athugaðu að við höfum ekki aðgang að né stjórn yfir vafrakökum eða annarri tækni sem þessir þriðju aðilar kunna að nota til að safna upplýsingum um áhugasvið þitt og þessi persónuverndarstefna nær ekki til upplýsingaverklags þessara þriðju aðila. Sum þessara fyrirtækja eru meðlimir Network Advertising Initiative, en þar er boðið upp á eina staðsetningu þar sem hægt er að segja sig úr markmiðuðum auglýsingum frá aðildarfyrirtækjum. Til að fá að vita meira, vinsamlegast smelltu hér, hér og hér.
Gögn sem safnað er af fyrirtækjum sem starfrækja samskipti sem byggjast á vafrakökum í því skyni að senda þér auglýsingar sem eiga erindi við þig
Eins og önnur fyrirtæki sem starfa á netinu, erum við þátttakendur í samskiptum sem byggja á vafrakökum þar sem nafnlausum upplýsingum er safnað um vafrahegðun þína með vafrakökum og annars konar tækni og skipt í mismunandi áhugasvið (eins og ferðalög). Þessum áhugasviðum er svo deilt með þriðju aðilum, þar á meðal auglýsendum og auglýsinganetum, þannig að þessir aðilar geti sérsniðið auglýsingar að þínu áhugasviði. Við deilum ekki persónuupplýsingum (eins og netföngum) með þessum fyrirtækjum og við leyfum þessum fyrirtækjum ekki að safna neinum slíkum upplýsingum um þig á svæði okkar. Vinsamlegast smelltu hér til að fá að vita meira um samskipti sem byggja á vafrakökum, þar á meðal hvernig á að fá aðgang að upplýsingum um áhugasvið sem tengjast vafrakökum á tölvu þinni og hvernig eigi að hafna þátttöku í slíkum verkefnum.
Órekjanleikamerki og svipaður búnaður
Sumir netvafrar kunna að senda „ekki-rekja“ boð til vefsvæða sem vafrinn hefur samskipti við. Sökum þess hvernig netvafrar nota þennan búnað og virkja á mismunandi vegu, er ekki alltaf á hreinu hvort notendur ætla sér að senda þessi boð eða hvort þeir viti einu sinni af þeim. Þátttakendur í leiðandi staðlasetningarhóp á netinu sem er að ræða þetta mál eru að vinna að því að ákvarða hvort og hvað vefsíður eigi að gera þegar þær móttaka slík boð. Eins og stendur aðhöfumst við ekkert þegar kemur að þessum boðum. Ef og þegar lokastaðall er settur og samþykktur, munum við endurmeta hvernig við bregðumst við þessum boðum.
Breytingar á þessari stefnu og hafðu samband
Uppfærslur á þessari persónuverndarstefnu
Breytingar á þessari persónuverndarstefnu verða gerðar eftir þörfum til að bregðast við breytilegri lagalegri, tæknilegri og rekstrarlegri þróun. Þegar við uppfærum persónuverndarstefnu okkar munum við grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að upplýsa þig, í samræmi við umfang þeirra breytinga sem við gerum. Við munum fá samþykki þitt fyrir öllum efnislegum breytingum á persónuverndarstefnunni ef og þegar þess gerist þörf af viðeigandi gagnaverndarlögum.
Þú getur séð hvenær þessi persónuverndarstefna var síðast uppfærð með því að skoða dagsetninguna við „síðast uppfært“ efst í þessari persónuverndarstefnu.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um breytingar á þessari persónuverndarstefnu, vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum vefgátt þjónustuversins eða með tengiliðaupplýsingunum sem er að finna hér að neðan.
Hafa samband
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða áhyggjur af notkun okkar á persónuupplýsingunum þínum skaltu vinsamlegast hafa samband við okkur í gegnum persónuverndarhluta vefgáttar þjónustuversins með því að smella hér, eða hringdu í síma 800 9932 til að ná sambandi við þjónustufulltrúa okkar.
Ábyrgðaraðili persónuupplýsinga þinna er Hotels.com, L.P, USA. Þú getur haft samband við hann með upplýsingunum að ofan sem merktar eru „Berist ábyrgðaraðila gagna: Hotels.com.”
ESB-fulltrúi okkar er: WWTE Travel Ltd, Írlandi og þú getur haft samband við hann í gegnum vefgátt þjónustuvers eða með netfanginu að ofan sem merkt er „Berist persónuverndarteymi: WWTE“